30.7.2013 | 13:20
Valkvæðir siðferðisstuðlar "góða fólksins".
Ak-72 fer mikinn á bloggsvæði sínu á DV.is og gerir hluthöfum Vinnslustöðarinnar í Vestmannaeyjum upp mikið siðleysi eins og sjá í meðfylgjandi tengli:
http://www.dv.is/blogg/ak-72/2013/7/29/sidleysi-vinnslustodvareigenda/?fb_comment_id=fbc_283533305121702_1210958_283730741768625#f10605a5e287588
Viðast hvar er það nú eðlilegasti hlutur í heimi að hlutafélög greiði hluthöfum arð. Sé félagið rekið með hagnaði. Hvort að 13% af eigin fé sé heppileg tala eða ekki, skiptir litlu í prinsippinu.
Víðast hvar viðgengst það, að fyrirtæki segja upp starfsfólki sem það hefur ekki verkefni fyrir. Hvergi tíðkast, nema kannski hjá hinu opinbera, að verkefnalausir starfsmenn séu hafðir á launaskrá.
Jafnvel þó það líti kannski betur út samkvæmt einhverjum valkvæðum siðferðisstuðlum og jafnvel þó fyrirtækið skili hagnaði. Hvaða rétt hefðu þá hluthafarnir, þegar að þeirra fjárfestingu væri sóað í laun manna sem engin verkefni eða starfsskyldur hefðu hjá fyrirtækinu? Væri það siðferðislega rétt að sóa fjármunum hluthafanna í slíkt? Eða eiga hluthafar engan siðferðislegan rétt, því að þeir eru partur af "vonda fólkinu"?
Á fyrirtækið kannski að draga úr vinnu annarra starfsmanna og þar með úr tekjum þeirra með því láta hina verkefnislausu ganga í störf þeirra? Væri það siðferðislega rétt gagnvart þeim?
Vinnslustöðin og nokkur önnur sjávarútvegsfyrirtæki gera vel við sitt starfsfólk og vildu jafnvel gera betur við það í launum. Starfsfólkið getur hins vegar þakkað ASÍ með Gylfa Arnbjörnsson í fararbroddi fyrir baráttu ASÍ og Gylfa gegn því að laun starfsfólks í fiskvinnslu og öðrum útflutningsgreinum hækki meira en laun starfsfólks í minna aðbærum greinum.
Vinnslustöðin og nokkur önnur sjávarútvegsfyrirtæki bæta sínu starfsfólki þó upp skaðann af baráttu Gylfa og ASÍ með greiðslu ríflegar desemberuppbótar, umfram það sem kveðið er á um kjarasamningum, ár hvert.
Það er eðli fyrirtækja sem skila hagnaði að fjárfesta til þess að geta bætt afkomu sína enn frekar og gert betur við starfsfólk sitt og hluthafa.
Enda er bætt afkoma og vöxtur fyrirtækja fyrst og fremst það sem getur unnið okkur út úr kreppunni. En ekki auknar álögur hins opinbera, sem oftast nær gera fátt annað en að skerða afkomu og vöxt fyrirtækja. Sem að á endanum verður til þess að tekjur ríkissjóðs standi í stað eða þær dragist saman.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Hárrétt.Alveg spurning hvort ætti ekki að bæta svona fræðslu inn í námsgögnin hjá grunnskólunum.Stór hluti þjóðarinnar virðist ekki kunna skil á þessu.
Jósef Smári Ásmundsson, 31.7.2013 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.