29.7.2013 | 12:44
Af friði og árangri í kjaramálum.
Á heimasíðu sinni skrifar Björn Valur Gíslason varaformaður Vinstri grænna meðal annars:
Kjörtímabil ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar er eitt af örfáum kjörtímabilum sem friður ríkti á vinnumarkaðinum. Á kjörtímabilinu voru gerðir kjarasamningar (sumarið 2011) sem nauðsynlegt var að gera þó svo að það hafi kostað töf á efnahagsáætlun stjórnvalda.
Björn Valur telur það eflaust ekki skipta máli að geta stöðugleikasamningnum sem gerður var við aðila vinnumarkaðsins í upphafi síðasta kjörtímabils. Enda reyndist hann, eins og flest annað, sem fyrri ríkisstjórn gerði í þágu fólksins í landinu, marklaust plagg og pappírstætaramatur.
Eins telur Björn Valur eflaust ekki taka því að láta fram koma loforðalista hinnar norrænu velferðarstjórnar í tengslum við kjarasamninganna sumarið 2011. Enda hann jafn marklaus og stöðugleikasamningurinn sem gerður var tveimur árum áður. En á þeim lista var:
- Hækkun atvinnuleysisbóta til jafns við hækkun lægstu launa ekki efnt
- Hækkun bóta almannatrygginga til jafns við hækkun lægstu launa ekki efnt
- Fyrstu skref stigin í jöfnun lífeyrisréttinda fólks á almennum markaði til jafns við opinbera starfsmenn ekki efnt
- Afnám laga um skattlagningu á lífeyrisréttindi fólks á almennum markaði ekki efnt
- Gengi krónunnar styrkt ekki efnt
- Verðbólga í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans (2,5%) ekki efnt
- Rammaáætlun afgreidd í samræmi við tillögu sérfræðinganefndar ekki efnt
- Róttækar aðgerðir í atvinnumálum og auknar fjárfestingar ekki efnt.
Vandinn við loforðalistanna tvo er hins vegar sá að þeir aðilar sem lofað er aðgerðum hafa lítil sem engin úrræði til þess að innheimta loforðin.
Vera má að í ljósi þess hafi fyrri stjórnvöldum verið það ljóst að það í rauninni skipti engu máli hvort loforðin yrðu efnd eða ekki. Bara að það skapaðist tímabundinn friður á vinnumarkaði. Það yrði svo næstu ríkisstjórnar að taka afleiðingum vanefndanna. Yrðu þær einhverjar.
Ekki er Birni Vali heldur ofarlega í huga sá ófriður sem var megnið af síðasta kjörtímabili um kjör starfsstétta á Landsspítalanum og annars staðar í heilbrigðisgeiranum.
Það er því ekki hægt að sjá eða segja annað en að hin norræna velferðarstjórn ríkistjórn jafnréttis og félagshyggju, hafi skilað auðu í kjaramálum.
Í besta falli skotið öllum ófriði á frest og ætlað öðrum að leysa úr þeim úrlausnarefnum sem hún sjálf hummaði fram af sér. Úrlausnarefnum sem gera ekkert annað en að vinda upp á sig, sé úrlausn þeirra frestað.
Sé þetta mælikvarði Björns Vals um árangur fyrri ríkisstjórnar í kjaramálum, er varla við því að búast að hann geri miklar kröfur til núverandi ríkisstjórnar í þeim málaflokki.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enginn tekur mark á Birni Vali.
Eyjólfur G Svavarsson, 30.7.2013 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.