Leita í fréttum mbl.is

Sýndarmennska og kosningavíxlar.

„Engin greining eða áætlanagerð hefur farið fram við undirbúning frumvarpsins á því hvernig megi fjármagna svo mikla útgjaldaaukningu og ekkert samráð var haft um það við fjármála- og efnahagsráðuneytið hvernig slíkar breytingar á almannatryggingakerfinu geti samrýmst ríkisfjármálaáætluninni. Fjárlagaskrifstofa telur vandséð hvernig staðið verði í reynd undir þeirri auknu fjárþörf almannatryggingakerfisins sem leiðir af ákvæðum frumvarpsins eigi jafnframt að framfylgja stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum nema stjórnvöld verði reiðubúin til að skerða framlög til annarra málaflokka í sama mæli eða leggja á hærri skatta til tekjuöflunar.“


Það er í sjálfu sér ekkert að því að vilja einfalda bótakerfið bótaþegum til hagsbóta.


En það hlýtur þó í ljósi þess sem að hér að ofan stendur innan gæsalappa, að líkurnar eru einn á móti milljón að hægt verði að afgreiða frumvarpið á þessum 6 dögum sem eftir eru að þessu þingi.
Framlagning málsins á þessum tímapunkti er því ekkert annað en sýndarmennska og enn einn kosningavíxillinn sem gefinn er út á þjóðina.

Fleiri kosningavíxilar..... 

...koma svo frá nýkjörnum formanni Vinstri grænna, LÍN-frumvarpið.  Þar munar 2,7 milljörðum á útreikningum Menntamálaráðuneytisins og Fjárlagaskrifstofu.  Þar sem ráðuneytið metur kostnaðinn á 2 milljarða en Fjárlagaskrifstofan  á 4,7 milljarða.  Þar munar heilum 135%!!

RÚV-frumvarp menntamálaráðherra eykur svo árlegt framlag til RÚV um tæpa 900 milljónir, hið minnsta.

 


mbl.is Einfalda á bótakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Datt mér ekki í hug það var ástæða fyrir að hinn vanhæfi Velferðarráðherra beið þangað til 1 mínútu fyrir þingrof til að leggja almannatryggingafrumvapið fyrir þingið.

Ég ættla að vona að þetta verði sett á ís og verði fyrsta mál á nýju þingi í haust. Það er hægt að láta þetta gilda frá 1 mars ef það er einhver fótur fyrir þessum breytingum þó svo að frumvarpið verði ekki afgreitt af þingi fyrr en í haust.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.3.2013 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband