22.11.2012 | 21:36
Enn eitt vindhögg Gunnars.
Pólitískum andstæðingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ofbýður dugnaður hans en treysta sér ekki til þess að mæta honum face2face og ræða á málefnalegan hátt, það sem hann gagnrýnir eða setur fram hverju sinni. Hvort sem það sé gagnrýni á Bankasýsluna FME eða heilbrigðiskerfið, svo eitthvað sé nefnt.
Af þeim sökum, er frekar farið í manninn en ,,boltann".
Hvað hans prófkjörsstyrki Guðlaugs varðar, þá var þeirra aflað samkvæmt þeim reglum er þá giltu um slík. Eins ber að geta að Guðlaugur var með þeim fyrstu sem skilaði uppgjöri vegna prófkjörsstyrkja til Ríkisendurskoðunar.
Hvað siðferði slíkrar styrkjasöfnunar varðar, þá er varla nokkrum manni stætt á því að setjast í dómarasæti hvað það varðar. Enda tæplega nokkur þess bær að ákveða hvar siðgæðismörkin liggja. Sé það svo á núverandi siðferðisskalla að fjármögnunaraðferðir stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka fyrir árið 2007, séu siðlausar, þá verður það bara að vera svo. Hitt er hins vegar öruggt að margir þeirra er gagnrýnt hafa styrkjasöfnun Guðlaugs Þórs og setja gjarnan upp sparifyrirlitningar-svipinn sinn þegar styrkjamál hans eru rædd, mættu alveg líta í eigin barm.
Enda voru aðferðir Guðlaugs við styrkjasöfnun í grundvallaratriðum þær sömu og annarra er söfnuðu styrkjum. Sama hvar í flokki þeir einstaklingar eru eða voru. Heildarfjárhæð styrkja hefur ekkert með siðferði að gera. Heldur ber slíkt vott um dugnað og skipulag í þeim "anda" sem þá ríkti þverpólitískt, hvað þessi mál varðar.
Aðkoma Guðlaugs að REI var rannsökuð af pólitískum andstæðingum Guðlaugs, en Svandís Svavarsdóttir skipaði rannsóknarnefnd um málið á þeim tíma sem vinstri menn voru í meirihluta í borginni á síðasta kjörtímabili. Sú nefnd fann hins vegar ekkert óeðlilegt að aðkomu Guðlaugs að málinu.
Enda var hún á þann veg að Guðlaugur Þór var stjórnarformaður OR og lagði til að öll útrásarverkefni OR færu í sjálfstætt hlutafélag til að koma í veg fyrir að skattgreiðendur bæru ábyrgð á þeim verkefnum. Í greinagerð með tillögunni er þess getið að setja eigi um 2 milljarða í eignum og fjármunum að hámarki næstu árin.
Tillagan var samþykkt samhljóða. Rei er stofnað í júní 2007 en þá var Guðlaugur Þór ekki formaður stjórnar OR og kom ekki að málum þess fyrirtækis.
Gunnar Andersen fyrrverandi forstjóri FME, leitaði sem helst hann gat eða einhverju misjöfnu um Guðlaug, í þeim gögnum sem hann hafði þá aðgang að. Enda hafði Guðlaugur bent á margt sem FME aðhafðist sem vart var innan ramma laga og reglna um FME.
Eina sem að hann fann var kaup Guðlaugs á einhverju líftryggingarfyrirtæki, sem hann fjármagnaði með lánum árið 2002.
Saga þess máls er í stuttu máli þannig að Guðlaugur Þór starfaði upp úr aldmótunum síðustu sem forstöðumaður tryggingadeildar Búnaðarbankans. Hann samdi um að bankinn tæki Swiss Life umboðið. Þegar Kaupþing tekur yfir Búnaðarbankann þá vilja þeir ekki umboðið þar sem að þeir lögðu áherslu á sitt félag Alþjóða líftrygginafélagið. Niðurstaðan var að GÞÞ kaupir umboðið á 31.7 milljón króna og selur á 32.7. Kaupverðið var útlagður kostnaður Búnaðarbankans.
Hvergi hefur hins vegar komið fram að hann hafi ekki greitt af láninu sem fjármagnaði kaupin í upphafi, þannig að ætla má að hann hafi greitt upp lánið og af þeim sökum í raun varla grætt neitt á þeim viðskiptum, því væntanlega hefur lánið borið einhverja vexti.
Gunnars Andersen tók þá upp á því að saka Guðlaug um leka í Kastljós, upplýsingum úr Rannsóknarskýrslu Alþingis og fréttaskýringu Þórs Jónssonar sem birtist á pressan.is . Varla hefur Guðlaugur Þór þurft að benda umsjónarmönnum Kastljóss á að lesa Rannsóknarskýrslu Alþingis eða umrædda fréttaskýringu Þórs, við undirbúning þess innslags sem Kastljósið birti um Gunnar. En í skýrslunni og fréttaskýringunni kemur allt það fram er Kastljóssinslagið fjallaði um.
Ætla má að Gunnar hafi lengi vitað um þessi viðskipti Guðlaugs, en eðlilega þagað yfir þeim. Enda ekki neitt þar að fela. Telji hins vegar Gunnar að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, má spyrja afhverju hann hafi ekki sent málið til Sérstaks saksóknara, er hann var forstjóri FME. Eins og honum bar að gera samkvæmt erindisbréfi sínu?
Telur Gunnar í raun að ekkert samnæmt hafi átt sér stað, en kæri samt til þess að koma höggi á Guðlaug, þegar hann má síst við slíku? Enda stöðugar árásir hans í félagi við Inga Frey Vilhjálmsson blaðamanns í DV, farnar að hafa öfug áhrif, sökum þess að stærstur hluti þjóðarinnar er löngu hættur að taka DV og þar sem þar stendur alvarlega og því hafi þurft að reiða hærra til höggs. Höggs sem er þó eins og önnur högg Gunnars og Inga Freys á persónu og feril Guðlaugs Þór, vindhögg og virka sem boomerang á þá báða.
Nýjasti þátturinn í leikriti Gunnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Það er óskandi að DV og Gunnar Andersen haldi áfram árásum á Guðlaug Þór. Ástæða þeirrar óskar er sú að það rennir enn frekar stoðum undir vesaldóm þessara aðila og sýnir svo ekki verður um vilst styrk Guðlaugs sem andstæðingarnir hræðast meira en þeir vilja viðurkenna. Það er bara gott fyrir Guðlaug og Sjálfstæðisflokkinn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.11.2012 kl. 00:37
Ingi Freyr virðist ekki átta sig á því að blaðamannaheiður hans og DV er í svaðinu eftir þetta mál. Af hverju láta þeir samsama sig með brottreknum fyrrum forstjóra FME? Þessi síðasta frétt um kæru, "eftir áreiðanlegum heimildum" er frekar sorglegt en annað. Auðvitað getur hver sem er "kært" hvern sem er fyrir hvað sem er, og það sjá allir að þetta er desperat tilraun sett fram í hefndarhug. Hvurslags dagblað með virðingu fyrir blaðamennsku stendur í propaganda fyrir brottrekna embættismenn og býr til plat-fréttir í þeim tilgangi? Það pínlegasta við þetta mál er hversu gegnsær leikurinn er. Og núna er DV á þeirri skoðun að það beri að afhjúpa heimildarmenn, þeir sem leki um háttsetta embættismenn í fjölmiðla eru sagðir með svarta samvisku. Það að afhjúpa um heimildarmenn er meiri frétt en fréttin sjálf. Það getur reyndar verið raunin, til dæmis var það stór frétt að forstjóri FME lét leka trúnaðargögnum sem hann aflaði sér með ólögmætum hætti um fjármál alþingismanns í DV. En ég efast þó um að Ingi Freyr hafi lesið honum pistilinn og sakað hann um "svarta samvisku" við viðtökuna, eða við þá hundruði sem hafa áður lekið gögnum í DV. En menn verða semsagt að passa sig að leka ekki gögnum um þá sem eru með DV "í liði". Lengra nær "the journalistic integrity" ekki.
Sigurður (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.