Leita í fréttum mbl.is

Skoðannamyndandi hugtakabrenglun ,,fréttastofu allra landsmanna".

Það er með ólíkindum hvernig ,,fréttastofa allra landsmanna" RÚV, breytir hugtökum til þess að þjóna málstað þeirra sem hún í raun og veru þjónar.

Ótal skattahækkanir stjórnvalda eru oft og iðulega kallaðar SKATTBREYTINGAR, en ekki SKATTAHÆKKANIR. Sér það einhver fyrir sér að verðhækkun á landbúnaðarafurðum sé kölluð VERÐBREYTING á landbúnaðarafurðum?

Þegar Icesavedeilan stóð sem hæst, þá var talað um ICESAVESKULD ÞJÓÐARINNAR. En ekki icesaveskuld þrotabús bankans. Svokölluð Icesaveskuld var á þeim tímapunkti þrotabúsins og verður það, þangað til dómstólar ákveða annað.

Það er því engu líkara en að "fréttastofa allra landsmanna", hafi með þessari hugtakabrenglun, meðvitað eða ómeðvitað, verið að kveða upp þann dóm að landsmönnum væri það fyrir bestu að kjósa með Icesavesamningunum. Enda skuldi  þeir þessa fjármuni, en ekki þrotabúið.

„Fréttastofa allra landsmanna“ heldur svo úti stjórnmálaskýringaþættinum Speglinum.  Þar  koma talsmenn og meðhlauparar stjórnvalda úr fræðimannasamfélaginu, jafnvel oftar fram en umsjónarmenn þáttarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki man ég til að hafa heyrt talað um launabreytingar í fréttum af gerð kjarasamninga. Það væri þó réttnefni, a.m.k. ef skattahækkanir teljast skattabreytingar.

Það er magt sem hægt er að gagnrýna fréttastofu RUV fyrir og orðahugtök eru eitt þeirra. Þar er einskis freistað til að leggja áherslur á málflutning, nú eða gera lítið úr öðru.

En það er þó sú grímulega barátta fréttastofunnar fyrir aðild Íslands að ESB sem er kannski verst. Þar er farið fram af offorsi.

Þetta vinnulag fréttastofu RUV er þó ekki neitt einsdæmi, það eru fjölmörg dæmi um slíkt og í fortíð og nútíð. Gamla TASS fréttastofan og KCNA eru kannski þær fréttastofur sem RUV miðar sig við.

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2012 kl. 20:36

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á auðvitað að vera grímulausa barátta.

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2012 kl. 20:37

3 identicon

Það var ansi gaman að heyra í útvarpinu er uppreisnin gegn Gadda í Lybiu stóð sem hæst að hann breittist skindilega úr Leiðtoga í Einvald og Harðstjóra til skiptis. Hann var orðinn vondi kallinn allt í einu.

Karl (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 22:54

4 identicon

Þetta sýnir glöggt að tungumálið, eins og öll önnur mannanna verk, er ekki hlutlaust verkfæri til tjáskipta. Á sama hátt og við gefur orð merkingu og samhengi, eru aðrir að túlka merkinguna og samhengið.  Tungumálið (sem betur fer) lýtur ekki lögmálum stærðfræðinnar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband