Leita í fréttum mbl.is

Að staldra við og spyrja sjálfan sig.

Í tillögu þess efnis um að aðildarviðræðum verði hætt eða þær settar til hliðar, fellst það einnig að kostir og gallar aðildar verði skoðaðir á víðtækan hátt og umræða fari um þá út í samfélaginu.  Að þeirri vinnu lokinni, skuli efnt til þjóðaratkvæðis um það hvort halda skuli ferlinu áfram eða ekki.

Helstu rök aðildarsinna fyrir inngöngu eru þau, að eftir eða við inngöngu, getum við hafið aðlögun að ERM2 í þeim tilgangi að geta tekið upp evru sem gjaldmiðil hér og að við yrðum þá í skjóli þess gjaldmiðils.  Gott og vel.  Hefur farið hér fram umræða og/eða athugun á því, hvernig atvinnulífinu gengi að aðlaga sig slíkum breytingum.  Eru líkur á því að atvinnustigið hér myndi aukast við þær breytingar eða eru meiri líkur en minni á því að slík aðlögun myndi auka það hressilega við kostnað atvinnulífsins að fjöldauppsagnir yrðu óumflýjanlegar?

Önnur rök aðildarsinna, nánast jafnoft nefnd, eru þau að hér sé svo mikil spilling í embættismannakerfinu og pólitíkinni og hana verði ekki hægt að uppræta, nema með aðild að ESB. Nú er það svo, að nær öruggt er að spilling innan ESB, sé litlu eða engu minni en hún er hér á landi.  Hins vegar hafa íslenskir kjósendur það vopn í hendi sér, að geta refsað, í almennum kosningum þeim stjórnmálamönnum og flokkum, sem spillingu stunda eða láta hana viðgangast.  Slíka möguleika hefðum við ekki, frekar en aðrir kjósendur ESB-ríkja hafa gegn spillingu innan ESB.   Þar sem pólitísk hrossakaup og kvóti milli aðildarríkja, ræður því öðru fremur hverjir veljast til embætta, heldur en einhvers konar ráðningaferli, eins og þó er reynt að viðhafa hér á landi. Með misjöfnum árangri reyndar.

Eins hafa kostir gallar þess að framselja ákvörðunarvald okkar til Brussel í veigamiklum málum, líkt og stjórn fiskveiða eða orkunýtingu, lítið sem ekkert verið ræddir.  Hins vegar hefur verið bent á möguleikan á einhvers konar undanþágum  tímabundið sem tryggt gætu slík yfirráð.  Skilaboðin frá Brussel eru hins vegar þau, að engar þessara undanþága geti varað um alla eilífð.  Enda sé eingöngu um tímabundnar undanþágur að ræða.

Aðildarviðræður og að ekki sé talað um aðildina sjálfa, er það stórt mál, að sýna verður því þá virðingu að skoða verði kosti og galla aðildar, með hliðsjón af regluverki ESB, áður en haldið er áfram á þessari vegferð.  

Þjóðin þarf engan samning til þess að vega og meta, hvort hegsmunum Íslands sé betur borgið, innan eða utan ESB, frekar en að Samfylkingin hefur ekki haft neinn samning til þess að styðjast við, undanfarin áratug eða svo, sem að hún hefur talið hagsmunum Íslands betur borgið innan ESB. 

Að leggja af stað í þessa vegferð án allrar umræðu um kosti og galla aðildar, áður en lagt er upp í leiðangur sem þennan, býður einnig upp á þann slæma kost, að þegar að því kemur að berjast þurfi fyrir aðildarsamningi, þá muni umræðan fyrst og fremst snúast um hvaða tímabundnu undanþágur séu í boði, fremur en áhrif aðildar á íslenskt samfélag í heildarsamhenginu. 

 


mbl.is Mikil einföldun að ESB-aðild snúist um evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

eða við inngöngu, getum við hafið aðlögun að ERM2

Já af því að Íslendingar hafa svo góða reynslu af því að verðtryggja sínar fjárskuldbindingar miðað við gengi erlendra gjaldmiðla?

Nei það er valkostur sem hvarflar ekki að heilbrigðu fólki lengur.

Svo höfum við verið aðilar að EES í tuttugu ár án þess að nokkur umræða hafi farið fram um kosti og galla aðildar. Allavega ekki sem ég hef heyrt, en ég er líka svo ungur að ég á ekki nema þrjú börn og verðtryggðar íbúðaskuldir þannig að það er kannski ekki að marka...

Segi bara svona. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband