Leita í fréttum mbl.is

Karl Th. tekur ,,Albaníu" á Baldur Guðlaugs.

Karl Th Birgisson: „Hitti Lalla Johns á götu áðan. Þeir eru að senda hann austur, en hann náði að selja skuldabréfin sín í tæka tíð. Sagðist aldrei klikka á því.“ 

 Tilvitnunin fengin að láni á Facebook- vegg Illuga Jökuls.

 Í ljósi fyrri starfa og gjörða Karls Th. þá er þessi status hans alveg á pari við hann sjálfan.

 En að Illugi láti leiða sig út í það að hafa þetta eftir, sæmir vart manni sem gefur sig út fyrir að hafa umboð æðra Alþingi til þess að semja þjóðinn ný stjórnskipunarlög. 

Alveg óháð því hvaða stöðu Baldur gengdi, þá varðaði brot hans bara tveggja ára fangelsi.  Það þýðir skv. lögum og verklagi hjá Fangelsismálastofnun, að haldi fangi almennt reglur í afplánunni, þá eigi hann kost á því að sækja um að afplána hluta dómsins á Vernd, að því gefnu að viðkomandi, hafi vinnu til að ganga að eða nám til að stunda á meðan hann býr á Vernd.

 Þegar menn vilja meina Baldri að fara þá leið, eru menn að persónugera mannréttindi.  En þá má líka halda því fram, að þeir sömu, viti vart hvað mannréttindi eru.  Því ekki fara mannréttindi í manngreiningarálit.

 Hins vegar telji menn að lögbrot hafi átt sér stað, við sölu þessara ríkisskuldabréfa, þá ættu menn að leita að sök hjá einhverjum þeirra sem vann að þeim lögum er hertu á gjaldeyrishöftunum. 

Enda hlýtur hver meðalgreindur einstaklingur og þaðan af greindari, að sjá að varla gat Baldur vitað hvað væri í vændum, nema einhver sem um það hafði vitneskju hefði sagt honum það. 

 Hvort að Baldur teljist enn innherji í stjórnsýslunni, tveimur árum eftir að hann lætur af störfum þar og eftir að hafa fengið dóm fyrir brot í starfi þar, tel ég fremur hæpið.

 Hins vegar tel ég að hafi upplýsingum verið lekið til Baldur, hvort sem að hann hafi sóst eftir því eða ekki, þá er brot þess sem það gerði, engu minna en það er Baldur hlaut dóm fyrir. 

 En á meðan að engar sönnur eru færðar á það, að leki hafi átt sér stað, varðandi setningu laganna um hert gjaldeyrishöft, er enginn sekur varðandi þessa sölu á bréfunum. Jafnvel  þó hann heiti Baldur Guðlaugsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Þetta mál Baldurs svo og Landsdómsmál Geirs er aðferðafræði Sovét Islands, þe að ganga að ´andstæðingum sínum með dómi, jafnvel dauðadómi. Meir á eftir að koma, ef ekki verður brugðist hart við. Ríkisstjórn er öll setin kommunistum, að undanskildri Jóhönnu, sem er bara nauðsynlegt hjól undir vagninn. Kommúnistaflokkur Islands hefur barist hörðum höndum í 30 löng ár til að ná því marki sem þéir hafa nú náð. Þeirra eina markmið, skiljanlega, er að halda þessum völdum og festa sig í sessi. Liður í því verki er innganga í Stórríki Þýskalands, sem brátt mun hafa Rússland og þess fylgiríki innanborðs. Sovét Íslandi býðst veglegt hlutverk sem meginstoð Norðurslóða. Steingrími hefur þegar verið boðin uuphefð mikil í þessu samkrulli, sem böðli Grikklands. Össur fær ábyggilega sína umbun líka.

Björn Emilsson, 20.9.2012 kl. 22:24

2 identicon

Látt' ekki svona Karl. Í þessum statusi nafna þíns er hent gaman að þeirri staðhæingu Baldurs Guðlaugssonar að honum hafi fundist bráðnauðsynlegt að selja einhver hlutabréf áður en hann hæfi afplánun. Þessi status hans snýst ekki um neitt annað - og hann er fyndinn.

Illugi Jökulsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 23:08

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Illhugi er hluti af Samfyikingarráðinu.Munum það 20. okt.

Sigurgeir Jónsson, 21.9.2012 kl. 08:48

4 identicon

Illugi; hlutabréf eru ekki það sama og ríkisskuldabréf.

Sala ríkisskuldabréfa að uppgefnu tilefni er á engan hátt kómísk. Baldur hélt því ekki fram að honum bæri skylda til að selja þessi bréf, hann einfaldlega ákvað að gera það, ekkert bendir til þess að það hafi verið ólöglegt.

En ef það á að ýja að því að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað, þá flýgur sú ör beint í Seðlabankann, einhver þar hlýtur þá að hafa lekið.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 15:04

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona burt séð frá pólitík, þá tel ég að þetta sé illa lagt að Lalla Jones.  Mér skilst að hann sé að taka sig á, og svona athugasemdir eru engum til sóma.  Látið manninn í friði og ekki blanda honum í svona deilur.  Hann og hans aðstandendur hafa nóg á sinni könnu þó ekki sé verið að bera hann saman við menn sem virðast hafa "stolið" meira en hann nokkurntíman hefur gert. Og þegar þið segið að Baldur hafi stolið þessu frá sjálfum sér, þá spyr ég hverjum seldi hann bréfin?  hver tók við að halda eftir mismuninum á þessum milljónum? Einhver hefur þurft að blæða fyrir þá sölu.  Látum hlutina heita réttu nafni.  Það getur vel verið að menn vilji verja sína menn, en um leið sýna þeir fram á siðleysi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2012 kl. 16:58

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég þvertek fyrir það að ég hafi ekki verið að verja Baldur, fyrir þau brot sem hann klárlega framdi, samkvæmt dómi. Hvorki í þessu bloggi eða þeim tveimur öðrum sem ég skrifaði fyrr í vikunni.

Hafi ég hins vegar gert það, þá er það ekki nema sanngjarnt að það komi fram á hvaða hátt ég gerði það.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.9.2012 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband