Leita í fréttum mbl.is

Að standa vörð um heilbrigðiskerfið og kvennastörf.

Það er alveg hægt að fallast á það, að ,,báknið" (ríkið) hafi vaxið um of, árin fyrir hrun og fækkun ríkisstarfsmanna, því eðlileg afleiðing þess.

En það passar samt illa inn í mengi ríkisstjórnar sem gefur sig út fyrir að standa vörð um heilbrigðiskerfið og stöðu kvenna á vinnumarkaði, að störfum fækki mest í heilbrigðiskerfinu. Enda má nánast slá því föstu að ríflegur helmingur fækkunnar starfa í heilbrigðisgeiranum, hafi verið kvennastörf.

Enn á ný sést, hversu hlutur kvenna á vinnumarkaði, er í hávegum hafður.  Ekki nóg með það að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar brjóti jafnréttislöggjöfina, sem annar þeirra hafði reyndar veg og vanda að, þá hefur launamunur kynjanna, hjá ríkinu, aukist stöðugt frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum. En frá árinu 1998og fram að hruni, hafði launamunur kynjanna farið minnkandi, ár frá ári.  

Það er því alveg ljóst að loforð stjórnvalda um heilbrigðiskerfið og stöðu kvenna á vinnumarkaði, voru ekkert annað en, frasakennt bull sem ,,sándar" vel, líkt og orðin fögru um skjaldborg heimilana í landinu.   


mbl.is 16.433 ríkisstarfsmenn árið 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að það væri svo mikið minni laun greidd til kvenna fyrir sömu vinnu og karlar fá meiri laun fyrir, þá held ég að góður atvinnurekandi mundi nú ráða eingöngu konur í vinnu til að lækka launakostnað fyrirtæksins.

Þetta stendst bara engin almenn viðskiptalögmál um afköst vs. launa kostnað. Eitthvað er grugugt í þessu.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 11.9.2012 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband