Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna og aukning húsnæðislána í vonlausri stöðu lántakenda.

Í umræðunni um ,,plástralækningar" stjórnvalda á skuldavanda heimilana, hefur nánast alveg gleymst að geta þess, að einn þeirra ráðherra er boðið hefur upp  á slíkar lækningar, er jú upphafsmaður þeirra vandræða hjá mörgum þeirra er í stærstum vanda eiga í dag.  

Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, kom eftirfarandi fram í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar:

" Forsætisráðherra bætir um betur og segir að skuldir heimilanna hafi orðið til fyrir bankahrun. Þrátt fyrir að forsætisráðherra sé ekki alltaf nákvæmur þá er það rétt að það fólk sem tók sín lán á árinu 2008 er í langmestum erfiðleikum.

Hver lánaði til húnæðiskaupa árið 2008?

Það var bara einn banki sem lánaði það ár og setti reyndar met í útlánum! Og hvaða banki skyldi það nú vera, jú það var Íbúðalánasjóður.

Ráðherrann sem fór með þann sjóð, þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hreykti sér af því í fjölmiðlum að hafa náð að auka lán úr sjóðnum.

Það fólk sem tók Jóhönnulánin í góðri trú árið 2008 er ekki í góðri stöðu í dag."

 Stór þáttur í gríðaraukningu lána Íbúðalánasjóðs er sá að, snemma sumars 2008 rýmkaði Jóhanna, með reglugerð, lánsskilyrði hjá sjóðnum, með þeim afleiðingum að lántökur jukust um ca. 60% frá 1. júlí fram að hruni miðað við síðustu þrjá mánuði þar á undan. Eða úr u.þ.b. 1600 lánum frá 1. apríl til 30 júní í u.þ.b. 2800 lán tímabilið 1.júlí og fram að hruni. 


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Á sama hátt og með 90% lánunum er nú verið að lengja í lánum AGS og fleiri frá gjalddögum 2013-14 í  2022-24 og bera þessi lán (í stað 2,75%+Libor eða alls um 3,2%)  til næstu 10 ára 6,15% vexti auk þess að vera kúlulán í USD.

Óskar Guðmundsson, 12.9.2012 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband