Leita í fréttum mbl.is

Björn Valur fer vísvitandi með rangt mál.

Björn Valur sagði ennfremur í frétt RÚV, að forsendur ákærunnar hefðu ekkert breyst!!!  Hvernig má það vera, þegar tveimur ákæruliðum af sex, sem vega meira en þeir fjórir er eftir standa, hefur verið vísað frá dómi? 

Á Björn Valur kannski við, að ekkert hafi rjátlast af hatrinu, heiftinni og þeim pólitíska loddaraskap, er skein í gegn í atkvæðagreiðslunni um ákærunar, á sínum tíma.

Björn Valur heldur svo áfram og segir að Alþingi geti ekki verið að skipta sér að ,,einhverju" dómsmáli sem farið er af stað.  Þar talar Björn líkt og um að þetta dómsmál sé Alþingi gersamlega óviðkomandi.  Málið er samt sem áður ekki meira óviðkomandi Alþingi, en Alþingi er handhafi ákæruvaldsins í málinu.  Þannig að Alþingi getur ekki talist, einhver ,,óviðkomandi" aðili.  Enda er hlutverk ákæruvaldsins ekki bara að taka ákvörðun um ákæru, heldur einnig að taka ákvörðun um það, breytast forsendur upphaflegrar ákæru, hvort rétt sé að halda dómsmáli áfram eður ei.

Það er einnig reginfirra að afturköllun ákærunnar fyrir landsdómi,komi í veg fyrir, uppgjör á þætti stjórnmálanna í hruninu. 

Til þess að landsdómsmálið, gæti nálgast slíkt uppgjör, hefðu að minnsta kosti þau fjögur er tillaga var borin upp um að ákæra, þurft að enda fyrir landsdómi. 

Uppgjör með þeim hætti að stefna aðeins einum fyrir landsdómi er eins og að aðeins einn banki hefði verið rannsakaður vegna bankahrunsins.

Að öllu ofansögðu er það súrealískt, að á Alþingi séu aðilar, sem vilja koma í veg fyrir að ákæruvaldið (Alþingi), endurskoði ákvörðun sína um ákæruna á hendur Geirs H. Haarde. 

Það er í rauninni afskræming á hefðum réttarríkisins og vanræksla ákæruvaldsins. Fari svo að tillagan um afturköllun ákærunnar á hendur Geirs H. Haarde fái ekki efnislega meðferð og afgreiðslu, hjá ákæruvaldinu í málinu.


mbl.is Frávísunartillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Eftir að Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um málshöfðun og kosið saksóknara Alþingis, varamann og þingnefnd er málið komið úr höndum þingsins. Alþingi getur ekki eftir það afturkallað málsókn, hvorki hið sama þing né nýskipað.“

Þetta skrifaði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, um ráðherraábyrgð og landsdóm í grein í Tímarit Lögfræðingafélagsins haustið 2009.

Addi (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 21:14

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skrípaleikur á alþingi heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist!

Sigurður Haraldsson, 19.1.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband