Leita í fréttum mbl.is

Forsetakjör og stjórnarskrárbreytingar.


Þegar næsta kjörtimabil forseta Íslands hefst, þá verður nuverandi stjórnarskra enn í gildi. Hins vegar setja væntanlegar breytingar á stjórnarskra, forsetakosningarnar i nokkurs konar uppnám, þar sem ekki mun liggja fyrir efnisleg niðurstaða varðandi þessar breytingar á stjórnarskrá, þegar forsetakjörið fer fram.
Væntanlegar breytingar á stjórnarskrá, kveða á um ákveðnar breytingar á embætti forsetans og því i rauninni, bæði kjósendur og væntanlegir kjósendur settir i ,,bobba".

Baldur Þórhallsson stjórnmalafræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, kastaði þeirri hugmynd fram i Silfri Egils, að í april eða maí nk. lægi fyrir á hvaða hátt Alþingi hyggðist breyta kaflanum um forsetann, í nýrri stjórnarskra, án þess þó að staðfesta þá breytingu með atkvæðagreiðslu. Þvi þa þyrfti að rjúfa þing og boða til kosninga, vegna þess að breyting a stjornarskrá, hefði átt sér stað.

Þetta sjónarmið Baldurs á vissulega rétt a sér, eins og öll önnur. En það skilur samt eftir nokkrar spurningar/athugasemdir.

Verði leið Baldurs farin, þá mun það verða svo, að hluta stjornarskrárinnar hafi verið breytt, áður en að þjóðin hefði gefið sitt svar varðandi þær breytingar. Enda stendur til, að hafa ráðgefandi þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaraðs, samhliða forsetakosningum.

Einnig væri það svo, að þrátt fyrir einhvers konar samkomulag um breytingar, þá er i sjálfu sér engin trygging fyrir þvi, að þær breytingar verði endanlegar, þegar Alþingi greiðir atkvæði um þær, ári siðar eða svo, enda eitt ár langur tími i pólitík.

Eins gæti farið svo, að í ráðgefandi þjóðaratkvæðinu, sem halda á samhliða forsetakosningunum, að tillögum stjornlagaraðs verði hafnað af þjoðinni.
Hvað þá? Á þá samt að láta breytingarnar standa? Eða draga þær til baka?

Líklegast er þó heillavænlegast, að í ljosi aðstæðna, þá verði búið svo um hnútana, að þær breytingar á stjornarskrá, er lúta að embætti forseta Íslands, taki ekki gildi fyrr en i upphafi þess kjörtímabils, er hefst árið 2016.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er kjánalegt að framleiða vandmál þegar þess þarf ekki. 

Þegar forseta kjör fer fram þá eiga að gilda þau lög sem þá eru í gildi út kjörtímabilið. 

Allt annað er rakin dónaskapur við landann og væntanlegan frambjóðanda.    

Hrólfur Þ Hraundal, 8.1.2012 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1653

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband