Leita í fréttum mbl.is

Eina hreyfing Hreyfingarinnar að ,,valhoppa í kringum heitan graut"?

Hvort sem eitthvað samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Hreyfingarinna sé í gildi eða ekki, þá er varla hægt að túlka orð Þórs Saari í Reykjavík síðdegis, fyrir nokkrum dögum á annan hátt, en að Hreyfingin hyggðist verja stjórnina falli, bæri einhver annar en Hreyfingin upp vantrauststillögu.

Í Reykjavik síðdegis sagði Þór Saari eftirfarandi:

,,Afstaða Hreyfingarinnar er að greiða atkvæði með vantrausttillögu - ef slík tillaga er málefnaleg..."

..en komi slík tillaga frá Sjálfsæðisflokknum - hvað þá frá Framsóknarflokknum - væri augljóslega um pólitísk trikk að ræða - og með slíkum trikkum myndum við að sjálfsögðu ekki greiða atkvæði.."

 Það er semsagt þannig, að til þess að Hreyfingin greiði atkvæði með vantrausti á ríkisstjornina, þarf tillagan að koma fra henni sjálfri, Lilju Mós, Atla Gísla eða Gumma Steingríms.

Telja verður hverfandi líkur a því að einhver ofangreindra einstaklinga, flytji  vantrauststillögu á ríkisstjórnina.  Hvort Hreyfingin leggði slíka tillögu fram, skal ósagt látið.  Samt tel ég meiri líkur en minni  á því að hún láti ekki verða af því.

 Það væri í rauninni eina ,,pólitíska trikkið" að greiða ekki atkvæði með vantrauststillögu á þeim forsendum að ,,rangur" aðili beri hana upp þó svo að Hreyfingin væri efnislega sammála tillögunni.

Orð Þórs ná nánast að toppa orð núverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, er höfð voru eftir henni, fyrir ca. 20 árum.  En þá sagði Jóhanna þetta um ónefnt  mál:

"út af fyrir sig er ég sammála því. Hitt er svo allt annað mál - að undir vissum kringumstæðum er ekki víst að ég væri sammála því....


mbl.is „Hugarburður og dylgjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér fannst nú undirlyggjandi í "Kryddsíldinni" á stöð2, af framgöngu Margrétar, Gunnarsstaða Móra og Heilagrar Jóhönnu, að það væri samkomulag í gangi.  Þau voru undarlega sammála í flestu og í öðru var ekkert gefið upp........

Jóhann Elíasson, 9.1.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1619

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband