Leita í fréttum mbl.is

Alls staðar annars staðar en í Skjaldborginni, væri allt þetta fólk rekið með skömm!!!

Ef að frá er skilinn sá tími sem svokölluð sáttanefnd um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar starfaði, þá hefur áðurnefnd endurskoðun, verið að velkjast um innan stjórnarflokkanna í tæplega eitt og hálft ár.

Stjórnarflokkarnir klömbruðu reyndar saman frumvarpi um þessa endurskoðun, sem lagt var fram á síðustu dögum þingsins, vorið 2011.

Í greinargerð með frumvarpinu, segir að það sé afrakstur mikillar vinnu þeirra þingmanna og þeirra ráðherra að málinu komu. Hljómar í rauninni líkt og Jón Bjarnason hafi bara ,,hreinskrifað" minnisblöð, allra þeirra funda, er haldnir voru um málið og úr því orðið frumvarp um stjórn fiskveiða.

Frumvarpið hafði svo ekki einu sinni stuðning innan stjórnarflokkanna, þó að um stjórnarfrumvarp væri að ræða, sem rætt hafi verið og samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna.
Endaði sú orusta með því að frumvarpinu var vísað aftur til nefndar, sem leita átti umsagna.

Eftir því sem fleiri umsagnir birtust, allar á sama veg (arfavitlaust og beinlínis þjóðhættulegt frumvarp) hljóp flótti í stjórnarliðið og hver stjórnarþingmaðurinn af fætur öðrum, afneitaði frumvarpinu. Hápunktur afneitunarinnar, var þegar Össur kallaði frumvarpið, er hann samþykkti sjálfur í ríkisstjórn, bílslys.

Eftir því sem best er vitað, þá er málið komið aftur í einhvern starfshóp stjórnarþingmanna og ráðherra og skal nú önnur umferð, reipitoga og pólitískra hrossakaupa, líkt og tekin var allan síðasta vetur á málinu. Hvort að það skili árangri á næstu vikum eða mánuðum, skal ósagt látið. Í það minnsta, er í ljósi reynslunar ekki ástæða til mikillar bjartsýni.

Eins og flestir vita, þá er opin og gegnsæ stjórnsýsla, með allt upp á borðum, ofarlega á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Það ætti því að vera hægt, án teljandi vandræða, að taka saman fjölda funda varðandi málið, lengd þeirra og  hverjir sátu þessa fundi.

Útúr þeirri samantekt kæmi þá hversu margir manntímar hafi farið í vinnslu málsins, sem segja má að hafi verið í gílsingu sundurlyndis stjórnarflokkanna mánuðum saman.

Án efa þætti afrakstur allra þeirrar vinnustunda, er þar kæmi fram frekar rýr, svo vægt sé til orða tekið. Enda árangur allrar þessarar vinnu  enginn og von um árangur, litlu meiri, þó einhverjar hundruðir manntíma, bætist í sarpinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef til vill hefur nýji sjávarútvegsráðherrann allt aðrar hugmyndir um fiskveiðistjórnun en fyrirrennari hans.

Því vaknar sú spurning hvort hann muni skrifa nýtt frumvarp sjálfur, eða hvort hann hafi ekki lögsögu í málinu, þar sem það var tekið frá embætti sjávarútvegsráðherra og sett í nefnd annarra ráðherra.

Allt þetta mál er orðið eitt alsherjar fíaskó, enda hlegið að því og vinnubrögðunum í kringum það, enda fyndnara en árámótaskaupið.

Axel Jóhann Axelsson, 5.1.2012 kl. 23:02

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu, Kristinn, farinn að kalla landið sjálft Skjaldborgina?

Mér dettur í hug, að það væri nú kannski mátulegt á þau í þessari ríkisstjórnarskömm að gefa henni sjálfri nafnið Skjaldborgin, henni til eilífrar háðungar ... eða kannski þar til hún bætir ráð sitt daginn fyrir næstu kosningar.

Jón Valur Jensson, 6.1.2012 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1685

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband