Leita í fréttum mbl.is

Er ekki stuðningur við sameiningu ráðuneyta velferðarstjórnarinnar?- Eða tal um sameingu bara fyrirsláttur?

Sé einhver flugufótur fyrir þessari frétt, þá er nær öruggt að leiðtogar stjórnarflokkanna, sjá ekki fram á það, að þingmeirihluti sé fyrir fækkun ráðuneyta.  Á þó ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að heita meirihlutastjórn.

Hins vegar kemur það ekki á óvart að einhverjar þreifingar í þessa veru eða aðra. Sé til þess litið, að tillaga Jóhönnu um fækkun ráðherra og sameiningu ráðuneyta hlaut ekki samhljóða stuðning í þingflokkum stjórnarflokkanna.  Í þingflokki Samfylkingar voru tveir þingmenn á móti og einn sat hjá.  Í þingflokki Vg. létu hins vegar þrír þingmenn sér nægja að sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Eins og fólk eflaust man, þá stóð til að stofna nýtt Atvinnuvegaráðuneyti, sem Steingrímur J. færi fyrir, er taka ætti  yfir drjúgan hluta verkefna Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis ásamt stórum hluta verkefna Iðnaðarráðuneytis. Auk þess átti Atvinnuvegaráðuneytið að taka yfir verkefni Efnahags og viðskiptaráðuneytis. Þau verkefni ráðuneytanna sem ekki yrðu flutt i Atvinnuvegaráðuneytið, yrðu flutt í nýtt Auðlinda og umhverfisráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur.

Það segir sig því sjálft, að bæði  Sjávarútveg og landbúnaðarráðuneytið ásamt Iðnaðarráðuneytinu myndu heyra sögunni til, við þessar breytingar.

 Eftir ríkisráðsfundinn á Gamlársdag, var ekki annað að heyra en að þetta Atvinnuvegaráðuneyti ætti að verða að veruleika auk þess að Oddný G. Harðardóttir yrði bara fjármálaráðherra, fram í ágúst þangað til að Katrín Júlíusdóttur, kæmi úr fæðingarorlofi og tæki við af henni.

Fer það kannski bara svo, þegar Katrín Júlíusdóttir kemur til baka úr fæðingarorlofi, að þessar ráðuneytahrókeringar gangi til baka að hluta? Oddný hætti sem fjármálaráðherra og Steingrímur taki við því embætti og verði áfram sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, en láti verkefni Efnahags og viðskiptaráðuneytis í hendur Katrínar Júlíusdóttur, sem tekur að nýju við embætti iðnaðarráðherra.

Fari svo, er alveg óhætt að spyrja, hvort allt þetta sjónarspil, hafi verið sett upp í þeim eina tilgangi að losna við Árna Pál Árnason og Jón Bjarnason úr ríkisstjórn?  En allt tal sameiningu ráðuneyta og eflingu og skerpingu stjórnsýslunnar, verið fyrirsláttur einn

 


mbl.is Katrín komi í stað Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband