Fyrir utan svokallað útrásardekur forsetans, er honum það helst legið á hálsi að hafa breytt embætti forseta Íslands, úr því að vera svokallað sameingingartákn þjóðarinnar, í eitthvað pólitískt embætti, sem reki eftir vindum þjóðmála hverju sinni.
Það er nú samt athyglisvert, að hvað báða þessa hluti varðar, þá voru nú þónokkrir þeirra er skammað hafa forsetann hvað mest, í liði þeirra er stóðu að baki fyrstu alvarlegu áskoruninni á forsetann að gera embættið pólitískt. Þegar sett var í gang undirskriftasöfnun, þegar forsetinn var hvattur til þess að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar.
Einn þeirra er mjög hafði sig frammi í þeirri undirskriftasöfnun, með sendingu hvatningartölvupósts um allar koppagrundir, er nú þingmaður Samfylkingarinnar, sem einnig beitti sér grímulaust við söfnun undirskrifta. En þegar undirskriftasöfnunin var í gangi þá var sá hinn sami fréttamaður og síðar fréttastjóri, á fjölmiðli eins þeirra er kallaðir voru og eru reyndar enn kallaðir útrásarvíkingar.
Fjölmiðli sem að líkt og aðrir fjölmiðlar, fjölluðu á frekar jákvæðan hátt um svokallað útrásardekur forsetans. Enda var fosetinn að ,,liðka" um fyrir íslenskt viðskiptalíf, sem reyndar því miður stóð ekki traustari fótum, en í ljós kom í október 2008.
Án efa hefði áðurnefndur þingmaðuur, þáverandi fréttamaður á miðli útrásarvíkings, flutt harðorðar fréttir um sinnuleysi forsetans, gagnvart íslenski viðskiptasnilldinni, hefði forsetinn látið það vera að mæta í hin ýmsu boð útrásarvíkinga og að bjóða þeim til Bessastaða.
Það er auðvelt en um leið þó lítilmannlegt að setjast í dómarasæti, með þeim hætti sem þingmenn og stuðningsmenn stjórnarflokkanna, hafa gert er þeir leggja dóm sinn á verk Ólafs Ragnars, með afleiðingar hrunsins beint fyrir framan sig. Hruns sem varla er hægt að ætlast til þess að forseti Íslands, hefði átt að sjá fyrir.
Þá væri jú alveg hægt að líta enn aftar í sögunna og skammast í fyrri forseta, fyrir að hafa ekki synjað EES-samningnum staðfestingar og sent hann í þjóðaratkvæði. Eða þá þeim lögum er heimiluðu kvótaframsal, sem vinstristjórn Framsóknar, Alþyðubandalags og Alþýðuflokks, kom í gegnum þingið árið 1990.
Embættið pólitískt eftirsóknarverðara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þennan pistil þinn Jón.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 17:08
Þetta er alveg rétt.
Með sama hátt eru þeir sem skömmuðu forsetan mest vegna fjölmiðlalagana eru þeir sem hrósa honum fyrir Icesave.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.1.2012 kl. 17:56
Vel mælt. Nú er spurningin, hvort mögulegt sé að skora á dr. Ólaf Ragnar að halda áfram eitt kjörtímabil enn, m.a. vegna þess að fyrirsjáanlega ´mun ný og/eða breytt stjórnarskrá taka gildi á næsta kjörtímabili forseta. Þá gæti verið þörf á að hafa mann á Bessastöðum, sem óvefengjanlega hefur meiri þekkingu og reynslu en flestir ef nokkur núlifandi á þessu sviði.
Serafina (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 18:21
Rekkinn mun verða fyrstur manna til að skora á Ólaf Ragnar til að endurskoða ákvörðun sína að hætta. Nú hefur komið í ljós hversu mikilvægt forsetaembættið er þjóðinni þegar á reynir.
Kallinn í brúnni þarf að hafa bein í nefinu og vera klár á stefnunni svo ekki steyti á skerjum í ólgusjó. Auðvelt hefði verið að láta glepjast af þeim villuljósum sem komið var fyrir á Icesave skerinu á sínum tíma, þá dugðu ekki nema snör og fumlaus handtök Ólafs kafteins til að forða þjóðarskútunni frá skipbroti.
Sérstaklega var eftir þessu tekið þegar kom í ljós að Jóka stýrimaður og Grímsi vélstjóri kunnu hvorugt að taka strikið né sigla eftir kompás, ekki einu sinni með tilsögn. Fengu þó tvær atrennur en klúðruðu báðum. Svo sá kallinn líka að hvorugt gat lagt að kaja með neinu lagi. Nú hefur kallinn áttað sig á því að þau eru varla hvorugt með pungapróf, ekki heldur Jóka.
Það má því segja að það flokkist undir hálfgert kæruleysi hjá karlinum að fara að afmunstra sig af dallinum núna skiljandi þessa amlóða Jóku og Grímsa eftir um borð við stýrið.
Enda hver á Íslandi vill færa forsetaembættið til fyrra horfs aðrir er Jóka Grímsi og þeirra helstu attaníossar ásamt örfáum öðrum pólitískum hottintottum og furðuskríbentum úr 101 RVK.
Íslendingar þurfa síst á því að halda að setja nýja dúkkulísu á Bessastaði. Vigdís kláraði þann kafla íslandssögunnar. Það nægir.
Rekkinn (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 22:05
Jamm tek undir þetta með þér Rekkinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 22:23
Það er snjallt hjá Ólafi að stíga til hliðar nú og einbeita sér að þeim málum sem honum eru hugleikin og nýta þau sambönd sem hann hefur á frjálsum forsendum. Þá greiða þeir fyrir sem njóta og enginn getur gert athugasemdir við þau verkefni sem hann tekur að sér séu á kostnað skattgreiðeinda. Hann kemur auk þess til með að veita nýjum foreta töluvert aðhald næstu árin, meðan nýr forseti fótar sig í embættinu. En auðvitað þarf nýr forseti að hafa bein í nefinu og vera vel frambærilegur jaftn á innlendum sem erlendum vettvangi. Það dugir ekki að fá einhvern "heimalnings löfræðing" í þetta embætti heldur þurfum við að fá veraldarvanan heimsmann eða -konu.....
Ómar Bjarki Smárason, 1.1.2012 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.