Leita í fréttum mbl.is

Ráðherrakapall endar í öndunnarvél.

Það er alveg ljóst, að innan beggja stjórnarflokkanna, er bullandi ágreiningur um þær breytingar á ríkisstjórn sem kynntar voru í gær.  Sex þingmenn, þrír úr hvorum flokki, greiddu ekki atkvæði með þessum breytingum.   Það getur varla talist traustvekjandi, í ljósi þess að stjórnarmeirihlutinn hangir á einu atkvæði, einhvers þeirra sexmenninga, eða þá einhvers annars í stjórnarflokkunum.

Til þess að ráðherrakapallinn gangi upp, þá þarf Alþingi nú á komandi vorþingi, að samþykkja stofnun nýs ráðuneytis, Atvinnuvegaráðuneyti.

 Þá mun væntanlega koma í ljós, hvort þessir sex stjórnarþingmenn  er ekki styðja breytingarnar  á stjórninni, styðji þær í raun og veru.  Eða hvort hjáseta þeirra og mótatkvæði, hafi eingöngu verið ætluð til heimabrúks.

Eins kæmi það sterklega til greina, að stjórnarandstaðan komi sér saman um að flytja vantrauststillögu á ríkisstjórnina.  Slíkt væri í rauninni stór greiði við kjósendur í landinu, hvort sem stjórnin lifi slíka vantrauststillögu af eða ekki.  Kjósendum yrði í versta falli ljóst, hvaða þingmenn, vilji axla með ríkisstjórninni ábyrgð á helstefnu hennar og hverjir ekki.

Einnig er ekki hægt að sjá annað, lifi ríkisstjórnin veturinn af, að í það minnsta ein ef ekki tvær breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni á þessu tæplega eina og hálfu ári sem eftir er af kjörtímabilinu. 

Það er nokkuð ljóst að fari svo að aukalandsfundur verði haldinn í Samfylkingunni í vor, að þá veri kosin ný forysta flokksins.  Telja má nokkuð ljóst að engin  þeirra er nú gegni embætti ráðherra, taki við formennsku í flokknum.    Líklegt verður að telja, að Árni Páll hafi með því að hafa  í rauninni ,,bjargað“ flokknum og stjórninni frá háðung á flokkstjórnarfundinum í gærkvöldi, tekið forystu í komandi formannsslag, hafi hann á annað borð áhuga á því að starfa áfram í pólitík.

Árni Páll, eða sá/sú sem verður nýr formaður Samfylkingarinnar, getur varla hugsað sér það, að ganga til kosninga vorið 2013 með óhæfan og vita gagnslausan forsætisráðherra í eftirdragi.  Nýr formaður hlýtur því að þýða nýr forsætisráðherra.

Fari hins vegar svo að engar breytingar verði á ríkisstjórninni í kjölfar aukalandsfundarins, þá hljóta þær að verða, þegar Katrín Júlíusdóttir kemur úr fæðingarorlofi sínu í ágúst.  Enda varla við því að búast að hæstvirtur ráðherra jafnréttismála, svíki það loforð sitt, er hún gefur óléttri konu.

Varla verður þá ráðherrum fjölgað aftur til þess efna ,,loforðið“.  Varla verður skipt um fjármálaráðherra ,,korteri“ fyrir framlagningu fjárlagafrumvarps.  Ekki er eins að sjá, að eitthvað verði hróflað við embættum utanríkis og velferðaráðherra, þannig að þá er stóll Jóhönnu einn eftir.   Í það minnsta hvað varðar ráðuneyti Samfylkingarmegin.   

Við ofantalið bætist svo það við að endurskoðun kvótamála, er enn í algjöru uppnámi innan stjórnarflokkanna, ásamt fleiri málum, eins og stjórnarskrármálinu.

Það eru því engar ýkjur að halda því fram, að lagning ráðherrakapalsins, hafi hlotið frekar snautlegan endi í öndunnarvél.


mbl.is Ríkisstjórnin og forystan nær fallin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband