Leita í fréttum mbl.is

Valkvæð armlengd.

Eitt af því sem átti að ná fram, með stofnun Bankasýslu ríkisins, var að skapa svokallaða ,,armlengd" á milli stjórnmálanna og fjármálakerfisins.  Með öðrum orðum átti að klippa á pólitísk afskipti af fjármálakerfinu, að öðru leyti en að setja því lög til þess að fara eftir.

Við ráðningu Páls Magnússonar i embætti forstjóra BR, klofuðu stjórnarflokkarnir yfir þessa armlengd og höfðu uppi alvarlegar athugasemdir við ákvörðun stjórnarinnar, þ.e. höfðu pólitísk afskipti, með kröfunni um að ráðningin yrði dregin til baka.

Hreinlegra hefði verið að krefjast afsagnar stjórnar BR, enda eru afskipti sem þessi í raun vantraust á stjórnina og því í sjálfu sér eðlilegasti hlutur í heimi, að hún segi af sér, úr því að stjórnvöld höfðu ekki ,,pung" í sér að víkja stjórninni.  Heldur beittu hana þrýstingi í gegnum þessi afskipti sín, sem voru opinber og eflaust líka bakvið tjöldin.

Armlengd þessa hefur Steingrímur J. notað sem flóttaleið, frá pólitískri ábyrgð á óvinsælum ákvörðunum, hvað varðar eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 

Steingrímur hefur einnig ,,klofað" yfir þessa  armlengd og í raun talið sig geta betur en Bankasýslan.  Semsagt vantreyst henni, er hann tók þá ákvörðun að halda Bankasýsluni frá eignarhlutum ríkisins í SP-Kef og Byr.  Sú ákvörðun fældi fyrri forstjóra úr embætti, enda sætti forstjórinn sig ekki við það vantraust sem fólst í ákvörðun og í raun lögbroti Steingríms, vegna Sp - Kef og Byrs.

Afskipti stjórnvalda af ákvörðunum stjórnarbankasýslunnar, hafa einnig gefið fordæmi að fleiri afskiptum af gjörðum, þeirrar stjórnar er við mun taka, fari svo að sú stjórn taki ákvarðanir sem ekki verða stjórnarliðum að skapi.  Hvort sem það verði á sviði mannaráðninga eða annarra hluta.


mbl.is Harmar afsögn stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband