Leita í fréttum mbl.is

Gott og blessað en....

.... en verður þetta nokkuð meira virði, þegar til kemur en feitletruð kosningaloforð Samfylkingarinnar, vorið 2009 um Skjaldborgina víðfrægu? Slær hjarta Jóhönnu kannski með velferðarkerfinu í undanfara næstu kosninga, líkt og það sló með heimilunum í landinu, vorið 2009?

Hvernig á skapa þá tekjuaukningu er til þarf til þess að þetta geti orðið að veruleika, án þess rýra kjör almennings á annan hátt á móti? 

Allar skattahækkanir og nýir skattar, rýra á endanum kjör fólks.  Neysluskattar og skattar á atvinnulífið, gera ekkert annað en að hækka verðlag og þar með verðbólgu, sem hækkar svo höfuðstól lána hjá fólki með verðtryggð lán og leiguna hjá þeim sem kjósa að leigja.

Þannig að á endanum, þá borgar fólk til baka, auknar bótagreiðslur og jafnvel meira til, þegar allt kemur til alls. 

Það eina er gerir raunhæfa úr þessum tillögum, komi þær til framkvæmda, er samhliða þeim eða jafnvel áður, hafi atvinnulífið náð stórum hluta vopna sinna, er það missti við hrunið. 

Það er jú öflugt atvinnulíf sem skapar ríkissjóði þær tekjur sem hann þarf til þess að halda uppi öflugu velferðarkerfi.  

Það er hins vegar margreynt og í reynd fullreynt, að stefna núverandi ríkisstjórnar, sem Samfylkingin er jú aðili að, mun ekki ná að blása lífi í þær glæður atvinnulífsins er enn loga og því síður ná að kveikja nýja elda.


mbl.is Fæðingarorlof verði lengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband