Leita í fréttum mbl.is

Forsetakosningar NATO og tillögur stjórnlagaráðs.

Allir þingmenn Vg. nema þeir Steingrímur J. og Jón Bjarnason, hafa ásamt þeim Atla Gíslasyni og Birgittu Jónsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu, þess efnis að þjóðin skuli fá að kjósa um mitt næsta ár um áframhaldandi aðild að NATO.

 Um mitt næsta ár, er ca. þegar forseta kosningarnar verða og samhliða þeim vill Jóhanna láta kjósa um frumvarpið er verktakarnir 25 er kallaðir eru stjórnlagaráð skrifuðu. Fínt að fá  NATO líka með  í púkkið og auðvitað ætti einnig að kjósa til þings líka, þó svo að nauðsynlegt sé reyndar að þingkosningar verði mun fyrr.  

Hins vegar man ég ekki betur, að ekki hafi verið hægt að kjósa aftur til stjórnlagaþings, eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaþings,  samhliða Icesavekosningunum hinum síðari, þar sem Icesave hefði yfirskyggt heilagleika stjórnlagaþingsins.
En eru ekki líkur á því að forsetakosningar og jafnvel kosning um NATO, yfirskyggi ekki algjörlega, heilaga ritningu verktakana 25?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Og hver segir að það verði forsetakosningar í vor?  Ólafur Ragnar hefur ekkert gefið út um áframhaldandi setu eða ekki.

Sigríður Jósefsdóttir, 17.10.2011 kl. 23:08

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er nær öruggt að einhver bjóði sig fram, hvort sem Ólafur verði í framboði eða ekki.   Þannig að mun meiri líkur eru, en minni á því að það verði forsetakosningar í vor.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.10.2011 kl. 23:32

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þá ætti að sjálf sögðu að bæta í bunkann kosningu um áframhald ESB viðræðna.

Kosturinn við að hafa svo fjölbreytta kosningu er að kjörsókn ætti þá að verða mun betri. Sumir hafa engan áhuga á einu máli en kannski mikinn á öðru. Því mæta menn til að kjósa um það sem þeir hafa áhuga á og fá þá í hendur atkvæðaseðla um hin málefnin einnig. Það er svo í valdi hvers og eins að ákveða hvort þeir skili auðu, eða kjósi í öllum kosningunum.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband