10.9.2011 | 21:45
Hjartsláttur Jóhönnu og sala Skjaldborgarinnar.
Það er engu líkara en þessir flokkar sem standa að hinni norrænu velferðarstjórn, hafi verið í meira sjokki, en vesalings þjóðin sem slysaðist til að kjósa þá til valda. Slíkar eru gjörðir þeirra heimilunum í landinu til handa.
Þrátt fyrir að hjarta Jóhönnu slægi með heimilunum í landinu og landsfundur Vg. ályktaði á þann hátt að heimilunum hlyti að verða bjargað, varð raunin allt önnur.
Þrátt fyrir að hafa haft öll lánasöfn bankana í sinnu umsjá, þá er engu líkara að ekki hafi hvarflað að þeim að færa t.d. láninn inn í Íbúðalánasjóð, ákveðið hlutfall af hverju einasta láni, eða þá lánin í heild. Eins einhverjir höfðu þó á þessum tímapunkti talað um.
Þess í stað lá liðið kylliflatt fyrir kröfuhöfum bankanna og barði sér síðan á brjóst fyrir glæsilega niðurstöðu í samningum við þá. Samningum sem gerðu kröfuhöfunum kleift að kaupa lánasöfnin með miklum afföllum, en rukka heimilin í landinu fyrir á fullu verði.
Í miðri samningalotunni við kröfuhafa bankana fengu svo stjórnvöld í hendur lögfræðiálit er benti á ólögmæti gengistryggðra lána. Því áliti var stungið ofan í skúffu, en þó ekki fyrr en stjórnvöld sannfærðu kröfuhafana um að yrðu þeir fyrir einhverju tjóni vegna ólöglegra gengistryggðra lána, þá myndu íslenskir skattgreiðendur standa undir tapi kröfuhafana.
Eftir að hafa selt kröfuhöfum bankana skjaldborgina frægu, er Jóhanna ætlaði að slá um heimilin og fyrirtækin í landinu, settu stjórnvöld gegn betri vitund, upp hvern leikþáttinn á fætur öðrum, um stórfelldar aðgerðir er bjarga áttu heimilunum í landinu.
Í þeim leikþáttum öllum átti ,,happy ending" að eiga sér stað á næstu dögum eða eftir helgi.
Í stóra leikritinu, þar sem öllu var til tjaldað, Hagsmunasamtökum heimilina, fjármálastofnunum, lífeyrissjóðum og stjórnvöldum, er höfðu hóp reiknimeistara í sinu vopnabúri, var þó aldrei ætlunin að leiðrétta lánin, svo heitið gæti.
Eftir söluna á Skjaldborginni voru húsnæðislán í öðrum stofnunum en Íbúðalánasjóði og Landsbankanum ekki á hendi stjórnvalda. Af þeirri ástæðu, var ekki hægt að fara dýpra en svo í vandann, að einungis var um almennar aðgerðir að ræða.
Almennar aðgerðir þýddu í stuttu máli, að ekki yrði gengið lengra til móts við heimilin en verst stadda stofnunin, nærri gjaldþrota Íbúðalánasjóður gæti.
Það er því nokkuð ljóst, að þó svo að reynt sé að láta nýeinkavæddu bankana líta út sem vondu kallana, varðandi slæma stöðu heimilana í landinu, þá er sú staða, þegar betur er að gáð, að stórum hluta á ábyrgð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þeirrar Jóhönnu er sagði hjartslátt sinn, vera með heimilunum í landinu.
Eins hlýtur að koma til álita að kanna hvaða stjórnmálaflokki í landinu þingflokkur Vg. tilheyrir. Enda enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi ályktað í námunda við þær hörmungaraðgerðir sem stjórnvöld, með Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í broddi fylkingar, hafa staðið fyrir.
Vogunarsjóðir fá heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þegar maður hugsar til baka og sér Steingrím fyrir sér þegar hann var í stjórnaranstöðu og réðist að mönnum og málefnum með stóryrtum skömmum og nánast svívirðingum þegar hann kemst sjálfur í stjórn þá kemur hann manni fyrir sjónir eins og hugleysingi og lítilmenni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 22:23
Ég man þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæðst að liðsmenn VG gengu um á meðal fólksins til að hvetja þaug til dáða
Ég man líka hvernig þetta sama lið hrokklaðist bakdyramegin inn í alþingi , ekki hefur þetta lið kjark eða þor til að mæta kjósendum sínum núna
Magnús Ágústsson, 11.9.2011 kl. 05:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.