10.6.2011 | 22:41
Skjaldborgarleikflokkurinn toppar sig stöðugt í bullinu.
Eftir að hafa sett saman starfshóp hagmunaaðila í greininni og fulltrúa þingflokkanna sem vann að málinu í eitt ár rúmt og skilaði nánast, samhljóða niðurstöðu, með örfáum fyrirvörum, þá tóku stjórnarflokkarnir við að togast á um málið, víla og díla í nærri níu mánuði um málið.
Árangurinn af því var svo einhver frumvarpsómymd, sem sem sýnd var stjórnarflokkunum í byrjun maí. Ónefndur Samfyklkingarþingmaður sagði þá simpasa hafa skrifað hafa skrifað frumvarpið.
Frumvarpið þá að einhverju leyti bætt og lagt aftur fyrir stjórnarflokkanna, sem gáfu grænt ljós á framlagningu frumvarpsins í þinginu. Á endanum var svo frumvarp þetta, sem jafnan kallast Litla Frumvarpið og það frumvarp er kallast Stóra Frumvarpið, lögð fram í þinginu ca. 6 vikum eftir þann tíma, er þingsköp kveða á framlagningu mála. Málunum var því hleypt inn á afbrigðum.
Það skal alveg taka með í reikninginn að stjórn fiskveiða er nú ekkert smámál. En eftir allan þennan tíma við vinnslu frumvarpanna og allt reipitogið og hrossakaupin, þá hefði maður haldið að í það minnsta stjórnarflokkarnir gengju í takt í málinu.
Hins vegar virðist það vera svo að um málið er akkurat engin sátt meðal stjórnarflokkanna og jafnvel innbyrðis deilur innan þeirra um málið.
Það er nú varla við því að búast að svona sundurlyndur hópur komi sér saman um nokkurn skapaðan hlut og varla við því að búast að eitthvað lagist hér á landi, fyrr en þetta fólk fer frá og hleypir að fólki sem getur unnið saman að því að koma landinu aftur á réttan kjöl.
Stjórnarþingmenn ósammála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nánast ótrúlegt að nokkur "meirihlutastjórn" skuli varla geta komið frá sér einu einasta máli sem nothæft er.
Því miður er alltof mikið samþykkt af ruglinu sem frá þessu fólki kemur og nóg verður að gera hjá næstu ríkisstjórn við að lagfæra og leiðrétta það sem þessi stjórn er búin að klúðra á aðeins tveim árum.
Því verður alls ekki trúað, að stjórnin sitji tvö ár í viðbót. Þjóðarbúið myndi ekki þola þá áraun.
Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2011 kl. 22:59
Mér heyrðist nú í dag að í þennan bandorm Steingríms, vegna kjarasamninganna, hafi verið smyglað með einhverjum ákvæðum, kjarasamningunum óviðkomandi, en til leiðréttingar á, svotil nýjum lagasetningum, frá velferðarstjórninni......
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.6.2011 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.