Leita í fréttum mbl.is

Öllu snúið á hvolf í Skjaldborginni, samkvæmt venju.

 Nú talar Jóhanna Sigurðardóttir um ofbeldi LÍÚ og SA, þar sem þessi samtök krefjast þess að gerðar verði breytingar á kvótakerfinu.  Eitthvað virðist nú slá saman hjá konugreyinu, því það eru fyrst og fremst hún og hennar fólk sem talað hafa fyrir breytingum á kvótakerfinu.

Eftir því sem næst verður komist þá gera LÍÚ og fleiri engar athugasemdir við að núverandi kvótakerfi verið áfram og eru af þeim sökum ekki að krefjast neinna breytinga á því, að fyrra bragði hið minnsta.

Breytingar þær sem Samfylkingin vildi fara í voru kallaðar fyrningarleið.  Fyrningarleiðin gengur út á það að 5% aflaheimlda eru teknar af útgerðum árlega í 20 ár og þeim endurúthlutað gegn gjaldi.   Haft var eftir  Ólínu ,,sáttfúsu“  Þorvarðardóttur, að fyrningarleiðin væri í rauninni forsenda inngöngu Íslands í ESB.

 Fyrningarleiðin fékk svo, svo ekki sé meira sagt, dræmar viðtökur frá ýmsum hagsmunaaðilum auk þess sem að nær hvert einasta sveitarfélag í landinu þar sem sjávarútvegur er stundaður, lagðist gegn fyrningarleiðinni.

Síðan var sett á laggirnar sáttanefnd, skipuð hagsmunaaðilum í greininni og fulltrúum þingflokkanna. Sú nefnd náði sátt um breytingar. Eftir að hafa kynnt sér hagkvæmni hinna ýmsu leiða.  Hagkvæmust þótti svokölluð samningaleið, er gengur út á tímabundinnar leigu á aflaheimildum gegn gjaldi, auk þess sem auðlindaskattur  verði hækkaður. Undir þá sátt skrifuðu fulltrúar stjórnarflokkanna, þá væntanlega í umboði stjórnarflokkanna, LÍÚ og flestir aðrir er í nefndinni sátu.

Svo virðist sem að að undirskrift stjórnarþingmannanna í nefndinni hafi bara verið ,,djók" eða allt í plati. Því ekki virðist vera sátt um sáttarnefndarinnar meðal stjórnarflokkanna eða innan ríkisstjórnar. 

Einnig má leiða að því líkum að hefði sáttaleiðin orðið að lögum um stjórn fiskveiða, þá hefði það sett viðræðuferlið við ESB í uppnám, enda var talað um að fyrningarleiðin væri forsenda ESBaðildar.

Þessar breytingar sem  LÍÚ á að vera að krefjast og beita ofbeldi með, eru því einfaldlega þær að unnið verði samkvæmt  þeirri  sátt sem náðist í þessari sáttanefnd, að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða.

En eins og tíðkast með mörg  þau mál sem Jóhanna og hennar fólk í Samfylkingunni koma nálægt, þá er sannleikurinn teygður og sveigður og öllu snúið á hvolf í spunaverki Samfó.

 

 


mbl.is Vilja stríð þegar friður er í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hver var sáttartillagan Kristinn? Meira sukk? Þú ert jafn sannfærandi og Villi viðutan í þessum skrifum.

Kvótakerfið verður að fara. Það er bara svo einfalt. Það sjá það allir nema þeir sem hafa arðrænt þessa grein og sóað arðinum í fylleríi.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 20:11

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Hagkvæmust þótti svokölluð samningaleið, er gengur út á tímabundinnar leigu á aflaheimildum gegn gjaldi, auk þess sem auðlindaskattur  verði hækkaður. Undir þá sátt skrifuðu fulltrúar stjórnarflokkanna, þá væntanlega í umboði stjórnarflokkanna, LÍÚ og flestir aðrir er í nefndinni sátu.

 Út á þetta gekk svokölluð sátt út á sem sæst var á.  

 Fólk virðist hins vegar ekki getað gert sér upp neinar skoðanir um málið en kvótakerfið burt PUNKTUR. 

En hvað annað vill fólk?  Hefur fólk e-ð pælt í 72. gr. stjórnarskrárinnar?   Áttar fólk sig á því að greiðsla eignaskatts af e-u, getur myndað og myndar jafnan eignarrétt?  Áttar fólk sig á því að framsal aflaheimilda, gerir í rauninni aflaheimildina að eign? Því viðkomandi hlýtur að eiga það sem hann má selja og sá sem kaupir e-ð hlýtur að eiga það sem hann kaupir. 

Hvað gerist ef að Hæstiréttur úrskurðar að kvóti njóti verndar 72. greinar stjórnarskrárinnar?  Á þá að láta fara fram eignarnám á kvóta með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir? 

 Það verður að greina í sundur þjóðareign á auðlind og svo réttinn til nýtingar á henni.  

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.4.2011 kl. 20:37

3 identicon

þú ert bjáni kristinn

járnkall (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 21:16

4 identicon

ef þú kaupir þýfi er það þá orðin löggild eign þín?? þjóðin var rænd á sínum tíma, og þeir sem voru svo óheppnir að kaupa þýfið þurfa því miður að skila því aftur og skv.isl lögum verða þeir að höfða máli á hendur þjófunum sjálfir.

járnkall (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 21:28

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Í þessu tilfelli hlýtur þjófurinn þá að vera ríkið járnkarl.  En hver stal hverju?

Já og takk fyrir að kalla mig bjána.

Kristinn Karl Brynjarsson, 17.4.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband