Leita í fréttum mbl.is

,,Ábyrgir" viðskiptamenn og meðhlauparar útrásarvíkinga og ESBumsóknar Samfó, heimta já!!!!!

Sá kostnaður sem að jásinnar nefna gjarnan er ,,bara" 30 milljarðar.  Gott og vel. En það eru 30 milljarðar út úr ríkissjóði, til ársins 2016, ef ég man rétt.  Það þarf því, að fjármagna þá upphæð, á einn eða annan hátt, þó hún sé ,,bara" 30 milljarðar.  Hvort sem það sé gert með skattahækkunum, strax, eða lántökum, þá þarf jú að borga þau lán og það verður ríkissjóður sem að það gerir.

Lántökur fresta því bara skattahækkunum og munu að öllum líkindum auka á þær skattahækkanir sem þyrfti að fara í til þess að borga af láninu.  Enda er það þannig að sá sem fær lánað fé, borgar hærri upphæð til baka, en hann fær lánaða, þar sem lán eru veitt með vöxtum.

 Jásinnar taka þann kostinn að horfa bara á ,,dómstólaáhættu", vegna synjunar á samningnum.  Samt er það svo að samþykkt samningsins, bætir ekki að fullu fyrir þá meintu ,,saknæmu mismunun" sem áminningarbréf  það frá ESA er stjórnvöld hafa slag í slag fengið frest á að taka til varna og svara, kveður á um.  

 Samþykkt samningisins og frestun á svari á áminningarbréfi ESA, felur í sér ákveðna játningu á þeirri sök, er ESA ,,gerir" okkur upp.   Þrátt fyrir játninguna, er þó ekki tjón allra bætt.  

Það er því beinlínis kjánaskapur að ganga út frá því, að sá hópur innistæðueigenda Icesavereikninga, ofur-innistæðueigendurnir, muni ekki reyna að krefjast þess fyrir dómi, að fá sitt tjón bætt að fullu. 

 Vinni innistæðueigendurnir málið, sem varla telst ólíklegt, í ljósi ,,játningar" stjórnvalda með samningnum og  ,,hunsunnar" á ámenningarbréfi ESA, bætist á ríkissjóð greiðsla innistæða umfram þessar 20.000 evrur rúmar, sem tryggingarsjóðnum var ætlað að bæta.   

 Vinni hins vegar íslenska ríkið málið, þá falla engu að síður milljarða tugir á ríkissjóð, í formi aukinna vaxtagreiðslna, þar sem dómsmálið mun tefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans.  Samkvæmt samningnum þýða tafir á útgreiðslum úr búinu hærri vaxtagreiðslur ríkissjóðs.  

Einnig er það ákvæði í samningnum, að allur réttarágreiningur vegna hans, skuli leystur fyrir breskum dómstólum, ekki íslenskum.  Sú staðreynd, ein og sér ýtir ekki endilega undir sigurlíkur íslenskra stjórnvalda.

 Það er því með ólíkindum að jásinnahópurinn, með öfugmælanafninu ,,Áfram", skuli láta sér detta sú vitleysa í hug, að byggja sinn málflutning á því að, það sé nær ,,öruggt" að ,,bara" 30 milljarðar falli á ríkissjóð. 

Það sem gerir þessa vitleysu jásinna kannski enn alvarlegri, er að þetta er hópur manna og kvenna og sem vilja ýmist láta taka sig alvarlega sem viðskiptamenn eða  forsvarsmenn fyrir hagsmunum launþega (skattgreiðenda) í landinu.  En það segir kannski sína sögu að  flestir hverjir teljast þessir aðilar til meðhlaupara útrásarinnar og ESB-umsóknar Samfylkingarinnar.


mbl.is 42,6% styðja Icesave en tæpur fjórðungur er óákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

"Já-sinnar" reikna með því að aukinn hagvöxtur muni duga til að greiða þennan kostnað, og meira en það.

Lúðvík Júlíusson, 26.3.2011 kl. 14:10

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er því með ólíkindum að jásinnahópurinn, með öfugmælanafninu ,,Áfram", skuli láta sér detta sú vitleysa í hug, að byggja sinn málflutning á því að, það sé nær ,,öruggt" að ,,bara" 30 milljarðar falli á ríkissjóð.

Það er alveg ótrúlegt að þetta fólk skuli láta sér detta það í hug að það verði "bara" 30 milljarðar sem þetta muni kosta ríkið, fyrsta greiðsla sem fer fram er upp á 25-35 milljarða.

Samt er meira að segja ríkisstjórnin sjálf búin að reikna það út að þetta komi til með að kosta meira en 30 milljarða, allt frá 36-70 milljarðar.

Einnig er vert að minnast á að forsendurnar sem ríkisstjórnin gefur sér fyrir því að talan sé "einungis" á bilinu 36-70 milljarðar eru út af kortinu og koma aldrei til með að standast, það er reiknað með styrkingu á krónunni (fallið um ~5% síðan í desember), bullandi hagvexti(það er ekki mikill hagvöxtur í því að henda mörgum tugum milljarða úr hagkerfinu á hverju ári í Icesave), um 95-97% af skuldinnu fáist út úr þrotabúinu (Samt er besta og eina boð í eina af bestu eignum þess, þ.e. Iceland sem er metið á 200 milljarða á pappir en er einungis með 120 milljarða tilboð (60% af matsvirði)) og að greiðslur úr þrotabúinu hefjist strax (Ekkert tekið tillit til þess að dómsmál sem eru í gangi núna gætu fest eignirnar í þrotabúin þangað til búið er að dæma í málunum og allir ættu að vita að mál af svona stærðargráðum tekur oftast mörg ár að leysa).

Það eina rétta og það eina sem hægt er að gera 9. apríl er að segja NEI við Icesave.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.3.2011 kl. 14:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fyrsta vaxtagreiðsla samkvæmt samningnum skal fara fram um miðjan apríl n.k. og var samkvæmt síðustu áætlunum 26,1 milljarður króna, sem er nokkurn vegin sama upphæð og nemur niðurskurði og sparnaði í ríkisútgjöldum á þessu ári.  Sá niðurskurður stafar að sjálfsögðu af því að ríkissjóður getur ekki fjármagnað þann rekstrarkostnað vegna ónógra tekna, þrátt fyrir gríðarlegar skattahækkanir undanfarið.

Verði þrælalögin samþykkt hlýtur að þurfa að fjármagna vaxtagreiðsluna með nýjum lánum og þar með nýjum vöxtum af því láni.  Ennfremur má minna á að Bretar og Hollendingar höfnuðu uppgjöri á málinu með eingreiðslu að upphæð 47 milljarða króna, vegna þess að þeir töldu slíkt uppgjör of áhættusamt fyrir sig, því þeir reikna með að miklu hærri upphæð lendi á íslenskum skattgreiðendum, verði þeir svo óhagsýnir að samþykkja ábyrgð á sjálfa sig fyrir þessari ólögmætu kröfu.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 14:35

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklegast verða þá jásinnar að krefjast þess einnig að ríkisstjórnin fari frá, svo aukinn hagvöxtur eigi að dekka kostnaðinn.  Þá væri kannski hægt að taka kröfu þeirra alvarlega.

 Þessi ríkisstjórn fer nú varla að skipta um ,,pólitískan rétttrúnað" við samþykkt samningsins og láta af atvinnusköðunnar og fjárfælingarstefnu sinni. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.3.2011 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband