Leita í fréttum mbl.is

The show must go on, bring on the clowns!!

Stjórnlagarþingið og nú stjórnlagráðið, er í rauninni ekkert nema óþarfur milliliður, við gerð nýrrar stjórnarskrár, eða breytingar á þeirri gömlu.  Ekki er fyrirbærið bara óþarft, heldur er verið að spreða hundruðum milljóna í þennan óþarfa.

 Það eina sem talist getur rétt í þessu ferli er, þjóðfundurinn og svo stjórnlaganefndin, sem vinnur úr tillögum þjóðfundarins og býr til beinagrind að nýrri stjórnarskrá, sem að stjórnlagafyrirbærinu er svo ætlað að vinna út úr.

 Sú staðreynd  að meirihluti þingsins, treystir ekki Alþingi til þess að taka við afrakstri þjóðfundar og stjórnlaganefndar og setja kjöt á beinagrindinna, leiðir bara til einnar niðurstöðu.  Þessir þingmenn hljóta að vera þeirrar  að þeir sjálfir treysti sér ekki í þessa vinnu.  Þessir þingmenn  ættu þeir því að athuga alvarlega, hvort  eitthvað annað starf henti sér  ekki betur, en starf alþingismanns.

 Þjóðaratkvæði, einhvers staðar í ferlinu, breytir engu og er í rauninni ekkert nema enn frekari fjáraustur út í loftið.  Úrslit þess þjóðaratkvæðis, hvorki eykur né dregur úr umboði, stjórnlagaráðs til þessarar vinnu eða eykur á vægi hennar. 

 Þjóðaratkvæði á ekki að nota til þess að móta afstöðu Alþingis til tiltekinna mála.  Þjóðaratkvæði á eingöngu að beita í þeim tilgangi, að leyfa þjóðinni til þess að taka afstöðu, með eða á móti þeim lögum sem Alþingi samþykkir og eru það umdeild að tiltekið hlutfall þjóðarinnar, eða þingmanna, krefst þjóðaratkvæðis.

 Sé engin samstaða á Alþingi með það að vinna að þeim breytingum, eða vega og meta þær breytingar sem  að þjóðfundur og stjórnlaganefnin leggja til, er varla þess að vænta að samstaða verði um þær breytingar, eða,,ekki" breytingar sem stjónlagaráðið leggur til.  Skiptir þar þjóðaratkvæðið engu, ef gengið er út frá því að alþingismenn haldi drengskaparheit sitt, sem þeir skrifa undir, við upphaf þingmennsku. 


mbl.is Ítreka andstöðu við tillögu um stjórnlagaráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband