15.3.2011 | 12:54
Ábyrgð ríkisbankans í meintu samráði.
Landsbankinn fékk Húsasmiðjuna í fangið haustið 2008, eða fljótlega upp úr því, eftir að Húsasmiðjan varð gjaldþrota. Þegar það gerðist og reyndar einhver ár þar á undan var Landsbankinn viðskiptabanki BYKO. Reyndar mótmælti BYKO eignarhaldi viðskiptabanka síns á eignarhaldi samkeppnisaðila. Engu að síður má segja að eignarhald Landsbankans, þó að í gegnum dótturfyrirtæki væri, hafi allt eins fær meinta sakborninga nær hvor öðrum. Reyndar hlýtur það einnig að vera spurning, hvort að viðskiptabanki Úlfsins, nú Byggingarverslunar Dúdda, hafi ekki einnig verið og sé enn Landsbankinn.
Þó svo að eignarhaldi Landsbankans á Húsasmiðjunni, hafi verið komið í dótturfélag bankans, Vestia, meðal annars til þess að ,,hindra" bein afskipti bankans, þá er ekki þar með sagt að engin afskipti hafi átt sér stað. Forsvarsmenn Vestia, voru jú einnig starfsmenn Landsbankans.
Þó svo að eflaust megi á lagatækniflækjustigi, firra stjórnendur bankans og jafnvel stjórnendur Vestia einnig, saknæmri ábyrgð, þá er það hins vegar ekki svo að hægt sé að fullyrða að ábyrgð þeirra sé engin. Þessir aðilar ráku jú Húsasmiðjuna er samráðið hófst og gera það reyndar enn í gegnum eignarhlut sinn í Framkvæmdasjóði Íslands. Enda eignaðist Landsbankinn hlut í framkvæmdasjóðnum sem hluta af kaupverðinu á Vestia.
Því fer því víðs fjarri að stjórnendur Landbankans og/eða Vestia geti firrt sig allri ábyrgð og vísað á starfsmenn fyrirtækjana í þessu máli. Bankinn eða stjórnendur hans, verða í besta falli þá að axla ábyrgð af því að hafa ekki getað annast rekstur Húsasmiðjunnar betur en svo, að þar hafi, eins og flest bendir til verið stunduð brot á samkeppnislögum.
Öllum sleppt eftir yfirheyrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.