Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðing vegna orða ,,Kúbu Gylfa".

Í Silfur Egils þann 13 mars, mætti  Gylfi Magnússon, fyrrv. viðskiptaráðherra í spjall um samanburð  á stöðu Íslands og Írlands.  Ekki ætla ég að kryfja þá umræðu neitt í öreindir, en ég hjó þó eftir einni setningu Gylfa sem vert er að taka til íhugunnar.

 Gylfi sagði eitthvað á þá leið, að líklegast félli ekki meiri kostnaður á Ríkissjóð vegna bankahrunsins, svo fremi sem að neyðarlögin haldi. 

 Ég reikna nú með því, að varla hefði Gylfi haft þennan fyrirvara á orðum sínum, væri lögmæti neyðarlaganna haft yfir allan vafa og ekki væri möguleiki á því að t.d. almennir kröfuhafar í þrotabú Landsbankans, muni leita réttar síns vegna þess forgangs, sem Icesavekröfurnar hafa í þrotabúið. 

 Nú er um það deilt, hvort að ákvæði neyðarlaganna um tryggingu innistæðna í útibúum staðsettum á Íslandi, hafi brotið jafnræðisregluna á innistæðueigendum Icesavereikninganna. 

 Á sama hátt hlýtur þá að vera spurning um jafnræði almennra kröfuhafa í þrotabú Landsbankans, gagnvart forgangi Icesavekrafnanna í þrotabúið.  Leiki vafi á lögmætinu vegna innistæðueigendanna, þá hlýtur einnig að leika vafi, vegna kröfuforgangsins. 

 Sé það svo að vafi leiki á lögmæti kröfuforgangsins í þrotabúið, þá má allt eins reikna með því, að þeir kröfuhafar er jafnvel íhuga málsókn vegna þess,  telji sig hafa enn sterkari rök fyrir því að sér hafi verið mismunað á grundvelli jafnræðisreglunnar,  verði ríkisábyrgð á Icesavekröfuna samþykkt í þjóðaratkvæðinu þann 9. apríl nk. 

 Fjárhagslegir hagsmunir almennra kröfuhafa í þrotabúið eru það gríðarlega miklir að varla er hægt að útiloka dómsmál af þessu tagi.  Jafnvel þó að slíkt dómsmál, fari á ,,besta veg", þá þarf sá vegur alls ekki að vera svo góður, því málarekstur mun tefja greiðslur úr þrotabúi bankans og munu þær tafir snarhækka vaxtagreiðslur Ríkissjóðs vegna Icesave. 

Fari dómsmál hins vegar á versta veg, þá er við því að búast, að þær heimtur sem skilanefnd og samninganefndin, telja að dekki að mestu Icesavekröfurnar, fari ekki í greiðslu Icesavekrafnanna, heldur í aðrar kröfur í þrotabúið.  Íslenska ríkisábyrgðin tryggir hins vegar Bretum og Hollendingum greiðslu krafnanna, úr ríkissjóði en ekki þrotabúinu eins og  gert er ráð fyrir, fari dómsmál á versta veg.

 Talað er um að traust erlendra fjárfesta á Íslandi fari niður fyrir frostmark, hafni íslenska þjóðin ríkisábyrgð á Icesavekröfur Breta og Hollendinga.  Hins vegar nefnir enginn það, að í hópi þeirra kröfuhafa sem gætu talið á sér brotið, vegna forgangs Icesavekrafnanna í þrotabú Landsbankans, eru fjárfestar.   Er einhver ástæða til þess að búast við því að fjárfestar öðlist eitthvað traust á landi, sem setur ekki bara  lög um forgang eins aðila í þrotabú einkabanka, heldur bætir svo um betur með því samþykkja ríkisábyrgð á kröfuforganginn?

Krafa Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á Icesavekröfunum, grundvallast ekki eingöngu á því að þeir efast um að uppgjörið á þrotabúi Landsbankans, skili því sem skilanefnd bankans og samninganefndin íslenska telja að verði raunin.  Krafan byggist einnig og ekki síst á því, að uppi er óvissa um lögmæti þess uppgjörs á þrotabúinu er Icesavesamningurinn, kveður á um.


 Pælið í því, þið sem ætlið að segja ,,já" því þið nennið ekki að hafa þetta mál yfir ykkur lengur, líkt og Félagi Svavar, hér forðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er kjarni málsins, Kristinn og það er ömurlegt að heyra viðkvæði fólks um að "það verði að fara að ljúka málinu" og að fólk "nenni ekki að standa í þessu lengur".

Íslendingar mega einmitt alls ekki láta þreyta sig til uppgjafar.

Axel Jóhann Axelsson, 14.3.2011 kl. 15:27

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þó svo að hvorki neyðarlögin sem slík eða Icesavedeilan, hafi verið umræðuefnið hjá þeim Agli og Gyfla og Egill beinlínis sagt fyrr í þættinum að hann eiginlega ,,nennti" ekki að ræða Icesave, þá er það með ólíkindum að þessi fyrirvari Gylfa skuli hafi fengið að fara í loftið, án þess að Egill hafi fundið hjá sér þörf til þess að spyrja nánar út í hann.

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.3.2011 kl. 15:44

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já það er ömurlegt piltar ! því um leið og auðvelt er að skilja "þreytuna" á þessu máli hjá almenningi, þá kemur alltof lítið fram að þetta með að "ljúka málinu" getur alveg eins verið að hafna samningnum og vísa honum þar með endanlega í dóm, þar sem þessi krafa á heima, ef einhver vill fara þá leið.

Líkleg munu Bretar og Hollendingar (þeir af þeim standa að þessum óréttmætu kröfum) fara í einhverja fýlu um tíma, "so be it" ekki verra en hótanirnar og kúgunin sem þeir eru búnir að vera með hingað til, sýnum þeim að slíkt er ekki mannsæmandi, né rétti árangurinn til "vingast" við auðugt (af auðlindum) smáríki, NEI við Icesave, þar með erum við laus við þetta eitt skifti fyrir öll.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 14.3.2011 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband