Leita í fréttum mbl.is

Borga takk!!! Eða gleyma ESB.

  Svona hljóma nýjustu skilaboð Hollendinga í Icesavedeilunni.  Það staðfestir enn einu sinni lýgi stjórnvalda um að Icesave og ESB-aðildarumsóknin, hefðu ekkert með hvort annað að gera.

 Þessi ,,hlýlegu" skilaboð Hollendinga, hljóta að vekja ugg meðal aðildarsinna, enda sé eitthvað að merkja skilaboð Hollendinga, þá verði umsóknarferlinu sjálfhætt, felli þjóðin samninginn í þjóðaratkvæðinu.  

 Hins vegar hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnvöld og aðra aðildarsinna, að beita þeim rökum fyrir samþykkt Icesave, að aðildarferlið verði í hættu, segi þjóðin nei.   Enda væru þeir aðilar þá sjálfir að gangast við því að hafa logið að þjóðinni um það, að Icesave og ESB-aðildarferlið væru með öllu ótengd.

 En hins vegar ber þó að geta, að núverandi stjórnvöld setja það ekkert fyrir sig að ljúga að og blekkja fólk, hvað þá að brjóta lög, enda eru þau í pólitík og er þeirra pólitík sannleikanum og  lögum æðri.


mbl.is Ekki stórvægileg áföll heldur kyrrstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú virkilega að segja mér að þú viljir gjarnan borga 260 milljarða til þess að kaupa þig inn í eitthvað samband. Þegar þangað er komið stela þeir svo öllum fisknum okkar, eyðileggja innanlandsmarkað á landbúnaðarafurðum o.s.frv. Þannig að það leggst ofaná 260 milljarðana.

Frábær framtíðarsýn hjá þér félagi.

Orri (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 16:54

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að þú sérð það , Orri minn á mínum orðum að ég vilji ganga í ESB, þá endilega bentu mér á það.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.2.2011 kl. 17:52

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Heheheee ....Orri hefur greinilega bara lesið fyrirsögnina.

Baldur Hermannsson, 21.2.2011 kl. 18:29

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Já greinilega Baldur.  En það er nú samt athyglisvert að Hollendingar halda að við svíðum meira undan því, Össur segi ekki fleiri brandara í Brussel, en að stefna okkur fyrir dóm.

 Þeir vilja kannski ekki sjálfir fara með málið fyrir dóm, þar sem nokkuð ljóst er að eini dómstóllinn sem til greina kemur er EFTA-dómstóllinn. Þeir og Bretar verða reyndar að samþykkja að málið fari þangað, þó enginn annar dómstóll byðist.

 Ynnu þeir sigur, þá biði þeirra að sækja svo mál fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti til að innheimta kröfurnar, þar sem að EFTA-dómstóllinn hefur ekki aðfararétt á Íslandi.  Eða þá að það færi í gang enn einar samningaviðræðurnar við íslensk stjórnvöld um greiðslur krafnanna.

 Það er í rauninni það sem Björg Thoroddsen átti við í fréttum RÚV, þegar hún talaði um samningaviðræður, að loknum EFTA-dómi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.2.2011 kl. 20:39

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Getur EFTA dómur orðið annað en rothögg fyrir okkur?

Baldur Hermannsson, 21.2.2011 kl. 20:54

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

 Það að málið fari fyrir EFTA er í rauninni, bara getgátur ennþá.  Bretar og Hollendingar hafa hótað okkur öllu öðru en EFTA, ef við borgum ekki með bros á vör.

 En vilji menn vega og meta samninginn út frá hugsanlega töpuðu dómsmáli vs. samþykkt samningsins, þá þurfa menn að meta samninginn út frá einhverju öðru en skástu útkomu hans 56 milljarðar næstu 5 árin í vexti og svo rest úr þrotabúi Landsbankans.  Smá gengissveiflur, jafnvel minni en tíðkast hafa hér og tafir á útgreiðslu úr þrotabúinu, vegna t.d. dómsmála, geta margfaldað kostnað við samning.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.2.2011 kl. 21:16

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Baldur, ef EFTA dómur væri þetta rothögg, þá væru bretar fyrir löngu búnir að klára málið með dómi. 

Hvað segir það þér að fólk semji, hóti dómi þegar þeim samningi er breitt, en semji svo aftur.  Þegar sá samningur er felldur í þjóðaratkvæði, þá hóta þeir dómi, en semja aftur.

Í hvert skipti slá þeir af kröfum sínum.

Þetta er mjög einfalt orsakasamhengi sem jafnvel fólk vinstramegin við miðju skilur.

Sem og hitt, ef dómur EFTA er lögleysa, þá mun Jón Steinar jarða hann í Hæstarétti, með lögskýringum, og evrópska lagasamfélagið mun taka undir rök hans. 

Því dómsstóll sem dæmir eftir hagsmunum ekki lögum, er hreint tilræði við réttarsamfélagið.

Raunveruleikinn er ekki farsi eftir Dario Fo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 09:50

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Milliríkjadeilur eru alltaf erfiðar viðfangs. Lögfræðingum ber ekki saman um stöðu okkar í málinu. Það er réttar óvissa fyrir hendi. Þá er ekki á vísan að róa.

Baldur Hermannsson, 22.2.2011 kl. 13:44

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Baldur, Nei,og þetta er ekki milliríkjadeila, fórnarlamb kúgunar á ekki í deilu, við eigum ekki í deilum við breta, það eru þeir sem hófu einhliða árásir.  Væri þetta deila, þá væri fyrir löngu búið að dómtaka málið.

Dómsstólar dæma eftir lögum, þeir sem halda öðru fram eru að blekkja, í annarlegum tilgangi, og ég velti fyrir mér þínum tilgangi.

Lögfræðingum ber ekki saman, það er rétt, annars vegar eru þeir sem rökstyðja mál sitt með tilvísun í lög og reglur, og svo hinir sem gera það ekki.

Þú kýst að taka mark á hinum síðarnefndu.

Samt getur þú ekki peistað nein rök sem þessi menn vitna í, aðeins fullyrðingar.  Við erum báðir það gamlir að muna þessa rökræðu kommúnista, að fullyrða eitthvað gegn æpandi raunveruleika kúgunarþjóðfélaga þeirra.

Núna ert þú í sömu rökbuxunum, og það er miður.

Virðing fyrir réttarríkinu er forsenda frelsis.  Þú ert genginn af þeirri braut Baldur, síðast gengu hægri menn af þeirri braut á því örlagaári 1939.  

Og allir þekkja afleiðingarnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband