Leita í fréttum mbl.is

Tímarammi á þing, þjóð og forseta.

Í frétt á ruv.is er sagt frá því að tímarammi sé á því að Íslendingar afgreiði, eða samþykki nýjan Icesavesamning, annars geti Bretar og Hollendingar sagt sig frá honum.  Á ruv.is segir meðal annars:

"Er miðað við áramót í því sambandi. Takist Alþingi ekki að ganga frá frumvarpinu og fá forseta Íslands til að staðfesta lögin fyrir þann tíma geta Bretar og Hollendingar því sagt sig frá samkomulaginu. Að því er heimildir fréttastofu herma óskuðu Bretar og Hollendingar eftir því að tímaramminn yrði settur inn í samkomulagið svo málið dragist ekki um of á langinn."

Telja má líklegt að Bretar og Hollendingar, sjái í gegnum fingur sér með það, málinu verði ekki lokið í þinginu fyrir áramót.  Enda vilja hvorki Bretar og Hollendingar, frekar en Samfylkingarhluti íslenskra stjórnmála, að málið fari fyrir dómstóla.  

 Líklegast hafa Steingrímur og Jóhanna skrifað Bresku og Hollensku samninganefndunum þakkarbréf, fyrir það að hafa sett þennan tímaramma inn í samkomulagið.  Tímaramminn verður þá Grýlan, sem tryggja á hraða og ,,örugga" afgreiðslu málsins í þinginu.   Heyra mátti á Jóhönnu í kvöldfréttum Sjónvarps, að það væri rúmlega æskilegt, að málið yrði keyrt hratt og ,,örugglega" gegnum þingið.  Verða þá allar beiðnir um frekari gögn og athugun á vafaatriði, litnar hornauga og sagðar auka möguleikan á uppsögn Breta og Hollendinga á samningnum. 

 Grýlunni verður svo beitt af hörku, spyrjist það út að, þrýstingur sé forsetann, að synja þessum samningi staðfestingar líkt og þeim fyrri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband