Leita í fréttum mbl.is

Í upphafi skildi endirinn skoða.

Núna gæti allt eins farið svo að desember uppbót sú er félags og tryggingamálaráðherra fékk samþykkta í þinginu hér um daginn til handa atvinnulausum , nái ekki til þeirra er hennar eiga að njóta fyrr en eftir jól, eða í lok desember.

 Það er vissulega hvimleitt ef að svo verður, en þetta mál lýsir því kannski bara best hversu mörg mál stjórnvalda eru vanbúin og sjaldnast hugsuð til enda.  Í þessu máli t.d. er engu líkara, en að ákvörðun hafi verið tekin, án athugunnar á því, hjá Vinnumálastofnun, að þetta væri framkvæmanlegt fyrir jól. 

Í örðu máli frá sama ráðuneyti, en þá reyndar undir stjórn annars ráðherra, voru lög um greiðsluaðlöðun samþykkt, án þess að tryggja það að lögin stæðust stjórnarskrárbundinn eignarrétt.  Fór það mál svo að ábyrgðarmaður láns, er fékk greiðsluaðlöðunarmeðferð, var krafinn eftir að dómur féll í Hæstarétti, að greiða fjármálastofnun þeirri er höfðaði málið, það ,,tap" sem fjármálastofnunin varð fyrir við eftirgjöf þeirrar skuldar er ábyrgðarmaðurinn gekk í ábyrgð fyrir.

Nóg þvælast nú nauðsynleg mál til uppbyggingar fyrir stjórnarflokkunum, á milli þeirra og jafnvel innbyrðis flokkana tveggja, að vanbúin lög og reglugerðir, sem standast svo ekki skoðun þegar til framkvæmda kemur eru vart til þess að bæta ástandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1679

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband