Leita í fréttum mbl.is

Um form og aðferðir þarf ekki að deila. ESB setur reglurnar, ekki Vg.

"Steingrímur sagði flokksmenn VG vera sammála um Evrópumálin í grunnatriðum, menn greindi einna helst um aðferðir. „Við viljum að þjóðin leiði þessi mál til lykta. Ábyrgð okkar snýr ekki bara að okkur sjálfum, hún snýr að Íslandi, að framtíðinni."

Steingrími og öðrum flokksmönnum Vinstri græns framboðs, má hafa verið það ljóst frá upphafi, að samþykkti flokkurinn það að senda umsókn um ESB-aðild, þá liti ESB svo á að þjóðin ætlaði í ESB. Umsóknin sem slík, væri bara formsatriði og í raun bara beiðni um að fá send gögn þess efnis, til hvers væri ætlast af þeim þjóðum er ganga vilja í ESB.  Hafi flokkurinn ekki gert sér grein fyrir því, þá vann flokkurinn ekki heimavinnuna sína. 

Eftir að umsóknin var móttekin, þá var stjórnvöldum sendur langur spurningalisti sem að fól í sér úttekt á íslenskri stjórnsýslu og lagaumhverfi.  Þegar að íslensk stjórnvöld höfðu svarað þeim lista, var hann sendur til baka og ESB fór yfir svörin og bar þau saman við eigin stjórnsýslu og lagaumhverfi.  Þegar þeirri vinnu lauk, var svo íslenskum stjórnvöldum sendar þær kröfur sem ESB setur þeim ríkjum er ætla þangað inn.  Á því augnabliki má segja að meintum tilgangi Vg. með umsókinni ( að skoða í pokann) hafi verið náð.

Samkvæmt því væru í rauninni einu réttu ályktanir flokksins, að hætta skuli alfarið við umsóknarferlið, eða þá að umsóknarferlið færi í þjóðaratkvæði.

Fari svo að seinni ályktunin verði ofan á, þá þýðir ekkert að blaðra um það, að þjóðin viti ekkert um hvað eigi að kjósa, því ekki liggi samningur á borðinu.  Þau skilyrði um aðlögun þjóðarinnar að ESB, eru í raun nægar upplýsingar, svo þjóðin geti tekið afstöðu.  Endanlegur samningur verður aldrei það fjarri skilyrðum ESB, að það breyti miklu til lengri tíma er litið.

Ákveði flokkurinn hins vegar að áfram skuli haldið í átt til aðildar, þó svo sett verði skilyrði, þá er flokkurinn í raun, að staðfesta stefnubreytingu í evrópumálum.   Svokölluð skilyrði Vg., væru í rauninni ekki ekkert annað en merkingarlaust blaður, eingöngu til heimabrúks og til sefjunnar grasrótinni. 

Skilyrði fyrir inngöngu í ESB eru sett af ESB sjálfu, en ekki af umsóknarþjóðum eða af stjórnmálaöflum umsóknarþjóðar.


mbl.is Bjartsýnn á að sátt náist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.11.2010 kl. 01:48

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð færsla og samála þér.

Sigurður Haraldsson, 20.11.2010 kl. 08:40

3 identicon

Vinstri Grænir hafa svikið kjósendur sínar.

Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband