Leita í fréttum mbl.is

Átök eða afstöðulaus moðsuða Vinstri grænna?

Alveg síðan að Vintri grænir ákváðu að mynda minnihlutastjórn með Samfylkingu í janúar 2009, með opnum þeim möguleika, að mynda meirihlutastjórn að loknum kosningum vorið 2009, fengju flokkarnir til þess umboð, var ljóst að flokkurinn þyrfti fyrr eða síðar að taka afstöðu með ESB-umsókn. 

  En Steingrímur sagði sjálfur eftirfarandi þegar ESB-umsóknin var til umræðu í þinginu sumarið 2009:

 "Við áskiljum okkur ekki bara rétt til þess að leggjast gegn samningsniðurstöðu, verði hún sú sem við teljum mörg hver líklegt, þ.e. að hún breyti litlu um það mat sem uppi hefur verið um hvað það þýði fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Við áskiljum okkur líka rétt til þess á hverju stigi málsins sem er að leggja það til að samningaviðræðum verði hætt og það á Alþingi líka að gera."

 Nú er það löngu orðið ljóst, að umsókn að ESB, fylgir í rauninni vilji til inngöngu í ESB.  Ófrávíkjanlegt ferli frá umsókn til aðildar, er ákveðið af ESB og lengd aðildarferlis ræðst fyrst og fremst af tvennu:  Hversu fljótt umsóknarríki aðlagast að ESB og hversu fljótt áróðursmaskínu ESB, tekst að snúa nógu mörgum andstæðingum aðildar, til fylgis við aðild, sé þess þörf líkt og hér á landi.  

Nú þegar liggur fyrir í stjórum dráttum, hvers ESB væntir af íslenskum stjórnvöldum. Hverju ESB telur að þurfi að breyta hér í stjórnsýslunni,  svo hún falli að stjórnsýslu ESB svo Ísland funkeri sem ESB-ríki. Einungis er hægt að fá tímabundnar undanþágur frá einhverjum þáttum, til aðlöðunnar íslensks samfélags á þessum breytingum, en engin þeirra undanþága verður varanleg, nema þá með endurnýjun samninga á fimm ára fresti. Þó er ekki víst að slíkir samningar tækjust endalaust. Slíkar breytinar væru ekki endilega til góðs, færi svo á endanum að Alþingi hafnaði aðildarsamningnum, að undangenginni skoðannakönnun á meðal þjóðarinnar um samninginn. 

Ráðgefandi þjóðaratkvæði er jú ekkert annað en skoðannakönnum, hvað sem hver segir. 

Vinstri grænum ætti því alveg að vera það ljóst, hvað sé framundan og ákveði flokksráðið áframhald aðlöðunnar að ESB, þá hefur flokkurinn greinilega skipt um stefnu í málum er varða ESB. 

Meginhlutverk flokksráðsfundar Vinstri græns framboðs, er haldinn í dag og á morgun,er  því að taka ákvörðun um það hvort flokkurinn hyggist ganga á bak orða sinna við kjósendur sína og grasrót, eða að taka lokaákvörðun um að standa við eigin orð.  Frekari umræður á fleiri fundum eða moðsuðuályktun, er ekki í boði ætli Vg. sér að vera leiðandi stjórnmálaafl á komandi árum.

 


mbl.is Búist við miklum átakafundi hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband