Leita í fréttum mbl.is

Hlægilegar ályktanir flokksráðsfundar Vg.

Flokksfundur Vinstri græns framboðs haldinn 19.-20. nóv. 2010, ályktar meðal annars:

,,Segir í ályktuninni að flokksráð ítreki einnig mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú standi yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar. Brýnt sé að í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu fari fram opin og lýðræðisleg umræða í samfélaginu um kosti og galla þeirrar niðurstöðu sem kosið verði um.

„Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild. Flokksráðið hvetur til þess að svo fljótt sem unnt er verði í viðræðuferlinu látið reyna á meginhagsmuni Íslands eins og þeim er lýst í samþykkt Alþingis," segir ennfremur í ályktuninni sem var samþykkt í dag."

 Það sem Vg. eru í rauninni að biðja eða tala um þarna, hafi þeir einhver áhuga á vilja þjóðarinnar í málinu, er að aðildar/aðlöðunnarferlið verði stöðvað. Þær stjórnsýslu og lagabreytingar, er ESB krefst af okkur sem umsóknar og síðar aðildarþjóð, kynntar þjóðinni, sem kýs svo um það ferlinu verði haldið áfram.  Fari svo að Vinstri grænir standi fast á sínu, þá mun þjóðin ekki fá neinn samning í hendurnar til þess að taka afstöðu til. Umsóknarferlinu lauk nefnilega þegar ESB sendi til baka þær kröfur sínar um breytingar á íslenskum lögum og stjórnsýslu.

Eins og verið hefur undanfarin ár, þá fá stjórnvöld umsóknarþjóða í hendur gögn, frá Evrópusambandinu sem innihalda, þær breytingar á stjórnsýslu og lögum sem Evrópusambandið krefst lokið verði við áður en gengið er frá samningum. Það er eina mögulega leiðin til að ná samningum. ,,Norska leiðin" er ekki einu sinni til umræðu, heldur eingöngu það plan sem ESB leggur til, punktur.

Það sem að mun því vera í fréttum næstu vikur og mánuði, verða því fréttir af yfirlýsingaglöðum utanríkisráðherra Íslendinga, er vekur hlátur fundarmanna á fundum erlendis. 

Sá hlátur mun þó ekki vera af því að Össur sé  svona fyndinn, heldur vegna þess að fundarmönnum, mun finnast blaður hans á fundum, oftar en ekki til heimabrúks, hlægilega framsettar rangfærslur, sem engin rök eiga við að styðjast.

 Þessi ályktun Vg., er því hvorki né. Vg. í raun lýsa því yfir að þeir séu fylgjandi því að sækja um, en vilja hins vegar láta þar við sitja.   Hætt er þó við því að samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, muni klára þá vinnu er lýtur að þeirra ráðuneytum, jafnframt því sem að þrýstingur á ráðherra Vg. mun aukast, með hótunum um stjórnarslit, að ,,þverum ráðherrum" verði skipt út fyrir ,,auðsveipari" og þar fram eftir götunum.  Með öðrum orðum mun ríkisstjórnin verða jafn óhæf til þeirra verka er þarf til að grípa, svo einhver séns verði á því að sjá fyrir endann á þeim dimmu göngum, sem þjóðin er í.

Samt er þó athyglisvert, hversu dræm mæting var á fundinum, aðeins 66 af 120 sem rétt hafa til setu á fundi sem þessum.  Það er því engu líkara, að flokksmenn óttist átök og klofning og kjósi frekar að sitja heima, en að mæta og taka afstöðu um jafnveigamikil mál.

Þá ályktuðu Vg. einnig um heilbrigðismál og þann mikla niðurskurð, sem ætlaður er í þeim málaflokki.  Sú ályktun er í raun, jafn hlægileg, ef ekki hlægilegri en ESB-ályktunin:

,,Samþykkt var ályktun um að niðurskurður í heilbrigðisþjónustu verði endurskoðaður.  Flokkurinn hafi verið stofnaður til að standa vörð um jöfnuð og velferð. Leggur flokksráð VG áherslu á að þessi stefnumarkmið birtist í verki í fjárlögum næsta árs."

 Það sem gerir þessa ályktun hlægilega og í rauninni kjánalega, þó auðvitað megi virða viðleitnina, er að aðalábyrgðarmaður heilbrigðiskafla Fjárlaga, er einn af forystumönnum flokksins, Álfheiður Ingadóttir fyrrv heilbrigðisráðherra. Ábyrgðarmaður Fjárlagafrumvarpsins er svo formaður flokksins Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Reyndar var það nú svo, þegar Álfheiði var gert að víkja úr ríkisstjórn fyrir Ögmundi, þá lét hún hafa það eftir sér að það væri meðal annars til þess að hægt yrði að afgreiða Fjárlögin frá Alþingi.   Enda er það nær útlokað að þessar hryllilegu tillögur, er unnin var í hennar tíð í Heilbrigðisráðuneytinu,  verði nokkurn tíman samþykktur í þinginu.  Er þá allt ennþá á pari við það orðspor sem af Álfheiði fer, þ.e. að hún sé þver frekja sem ekki er nokkur von til að ná einhverjum sáttum við, séu þær sættir ekki á hennar forsendum.

Svo mætti alveg trúa því að þessar ömurlegu tillögur Álfheiðar hafi verið settar í frumvarpið í fýlukasti hennar yfir því, að til stæði að ýta henni til hliðar, til að rýma fyrir Ögmundi.

 

 

 


 


mbl.is Hagsmunum best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband