Leita í fréttum mbl.is

Alþingi sjálft ákvað knappar tímasetningar, vegna stjórnlagaþings, ekki Rúv.

Í upphafi vill síðuritari geta þess, að hann er fráleitt ánægður með flest sem RÚV aðhefst þessi misserin.

 En að ætla Rúv að kynna svo vel sé alla 523 sem í framboði eru, á rúmum þremur vikum, er í besta falli  hreinn og klár bjánaskapur og vanhugsaður fíflagangur. Það  má  reikna með ca.  fimm mínútum í kynningu  á frambjóðanda.  Væri farið í slíka dagskrárgerð, þá yrði útsendingartíminn rúmlega 43 klukkustundir, sem að liggur nærri útsendingatíma dagskrár sjónvarps á virkum dögum í viku hverri. Ég held að flestum þætti það full mikið af hinu góða, að nota rúmar 43 klukkustundir af dagskrártíma sjónvarpsins í kynningu á frambjóðendum, þær rúmu þrjár vikur, sem líða frá því að í ljós kemur hverjir eru í framboði og þangað til að kosið verður.

Hefði verið farið í slíkt verkefni, þá hefðu ca. tímar á dag, frá því að framboðin komu fram, þangað til að gengið verður til kosninga.  Þá yrðu 24 frambjóendur kynntir í belg og biðu hvert kvöld í tveggja tíma prógrammi fram að kosningum.  Er hætt við því að eitthvað myndi skolast til í því kraðaki, auk þess sem að þeir frambjóðendur er kynntir yrðu síðastir, myndu vera mun ferskari í minni fólks, en þeir sem kynntir yrðu fyrstir. 

Þó svo að þessar skjákynningar Rúv, hafi þær takmarkanir, að fólk þarf að halda sér vakandi á nóttinni eða horfa á venjulegum vinnutíma á þær kynningar, þá eru þær kannski það skársta sem í boði var, þennan stutta tíma, frá birtingu frambjóðenda fram að kosningum.

Þetta kynningarleysi, eða erfiðleikar við að koma kynningu við á þeim stutta tíma er til stefnu er, ættu samt sem áður að vera stjórnvöldum og fleiri lærdómdsríkt og kenna þeim það, að fari svo að persónukosningar verði viðhafðar hér í framtíðinni, þá þurfi að gefa sér töluvert lengri tíma til kynningar á frambjóðendum en rúmar þrjár vikur.

 Það sýnir sig alveg sjálft að hafi fólk ekki aðgang að netinu og hafi ætlað að bíða framboðsblaðs stjórnvalda með kynningu á frambjóðendum og fengið hafa þau blöð í hendurnar í gær eða fyrra dag, eru líka nokkuð skorður settar, enda eingöngu tíu dagar til kosninga og því, ætli fólk að kynna sér frambjóðendur vel með lestri blaðsins, þá má reikna með fimm mínútum pr. frambjóðanda.  Það gerir rúma fjóra klukkutíma á hverjum degi fram að kosningum.  Líklega eru ekki margir sem úthald hefðu eða áhuga í slíka yfirlegu, að loknu hinu daglega amstri.

Þessi hraða atburðarás og knappar tímasetningar er Alþingi ákvað vegna stjórnlagaþingsins, verða því væntanlega til þess að fólk fer síður á kjörstað, enda mörgum erfitt um vik, við að afla sér upplýsinga.

 Það er því að mínu mati nær að skammast í Alþingi og stjórnvöldum, sem hönnuðu jú þessa atburðarás að stjórnlagaþinginu, ákváðu tímasetningar og annað sem skiptir máli í þessu ferli. Það er engan vegin viðunnandi að flumbra einhverju frá sér með látum og ætlast svo til þess að óleysanleg mál verði leyst af öðrum.  Slík vinnubrögð má Alþingi aldrei láta bjóða sér.


mbl.is Vill upplýsingar um kynningu RÚV á frambjóðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband