Leita í fréttum mbl.is

Sértæk skuldaaðlöðun líklega skársti kosturinn

Í fljótu bragði sýnist síðuritara sértæk greiðsluaðlöðun skársti kosturinn í stöðunni.  Þá sértæk á þann hátt, að auk þess að taka tillit til tekna og þess háttar, verði þeim skuldurum, er hafa óhagstæð lán eins og yfirdráttarlán, gefið svigrúm til að greiða þau lán niður. Einnig þarf að hafa þessa greiðsluaðlöðun þannig gerða, að fólki finni einhvern tilgang í því að þiggja það úrræði og sjái fram á nokkuð mannsæmandi líf, þrátt fyrir þessa greiðsluaðlöðun.

Að loknum ákveðnum tíma, kannski eftir þrjú ár, fari svo að atvinnuástandið verði komið í þann fasa, að tekjur fólks séu farnar að aukast, þá verði þessar sértæku aðgerðir endurskoðaðar og þeim sem, þrátt fyrir tekjuaukningu, muni ekki getað greítt upp sín lán á samningstímanum gefinn afsláttur sem að því nemur.  Eflaust færu einhverjir þá yfir 15% niðurfellingu og einhverjir undir.  

 Eins á að nýta vaxtabætur eins og hægt er til þess að hjálpa þeim sem verst standa.

Flestar íbúðir sem fjármálastofnanir hafa tekið til sín, eru í eigu Íbúðalánasjóðs (ríkisins).  Þær íbúðir sjóðsins sem til þess þykja henta, mætti fljótlega koma í einhvers konar félagslegt húsnæðiskerfi, eins og kaupleigu, eða þá langtímaleigu, án kaupréttar sé þess óskað.  Bankarnir gætu svo síðar komið inn í það kerfi, sé fyrir því einhver vilji, en samt ekki fyrr en eignarhald þeirra er orðið nokkuð ljóst.


mbl.is Mikilvægir útreikningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

það sem skil ekki hjá þér að afhverju ég ætti að sætta mig við að bankahelvítið sem setti landið á hausinn beri ekki neinn kostnað. Ég veit fyrir víst að lánið mitt sem er staðsett núna í höndum Aríonbanka var selt þangað með 55% afföllum. Ég er til í að kaupa það af þeim með 45% afföllum og satt að segja finnast mér það ríflegur gróði hjá þeim. En ég er til í að líta framhjá því.

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líklegast klúðraðist niðurfellingarleiðin gagnvart bönkunum vegna þess að hún var ekki farin, áður en að lánasöfnin voru færð yfir í nýju bankana.

Kristinn Karl Brynjarsson, 10.11.2010 kl. 23:26

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Og hverjir eru ábyrgir fyrir því klúðri? Er það ekki núverandi ríkisstjórn?  Henn ber því með öllum ráðum að bæta fyrir klúðrið.

Kristján H Theódórsson, 11.11.2010 kl. 11:22

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það verður það sama með þessa kreppu og fyrri kreppur að afleiðingarnar lenda harðast á almenningi.  Þjóðin hefur með harðfylgi komist upp úr öllum kreppum og hamförum, sem hún hefur lent í  og mun gera það núna líka.  Það verður hins vegar erfitt fyrir marga.

Axel Jóhann Axelsson, 11.11.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband