6.11.2010 | 22:09
Kjánaleg mótmæli, þó krafan sé skiljanleg.
Mótmæli þau er boðað er til nk. þriðjudagskvöld, virka soldið kjánaleg á sinn hátt. Fyrst á að berja tunnur fyrir utan stjórnarráðið, á meðan ríkisstjórnin, sem að nota bene hefur meirihluta í þinginu, reynir að fá stuðning stjórnarandstöðunnar, við einhverjar tillögur sem að reiknimeistarar ríkisstjórnarinnar hafa soðið saman.
Að þeim fundi loknum fer flytur leiksýningin sig með leiktjöldum og hljóðeffectum upp í Þjóðmenningarhús, þar sem fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilana, verkalýðsforystunnar og bankana bætast í hópinn. Á þeim fundi, verður svo reynt að sannfæra fulltrúa þessara þriggja hópa um ágæti ofangreindra tillagna.
Hvort sem tunnuslátturinn verður hávær eða taktviss, þá hefur slíkt varla áhrif á niðurstöðu fundana. Hvort sem að stjórnarandstaðan og fulltrúar hinna þriggja, samþykkja eða leggjast gegn tillögum ríkisstjórnarinnar, þá ætti slíkt ekki að hafa nein úrslitaáhrif á það hvort tillögurnar verði lagðar fyrir Alþingi eða ekki. Sú ákvörðun verður ætíð á hendi ríkisstjórnarinnar.
Þó svo að allir nema ríkisstjórnin verði á móti tillögunum, þá á það varla að hafa áhrif á framlagningu þeirra, því varla fer ríkisstjórnin að leggja eitthvað til, sem hún sjálf hefur ekki trú á, auk þess sem að sú ríkisstjórn sem nú situr er meirihlutastjórn og hefur því nægt afl í þinginu til að vinna sínum málum fylgi.
Bakki hins vegar ríkisstjórnin með tillögur sínar vegna andstöðu stjórnarandstöðu við þær, þá er það eingöngu vegna þess að hún er gersamlega rúin trú á eigin getu til að takast á við ástandið og þannig ríkisstjórn ber að segja af sér.
Tunnumótmæli boðuð á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér. Orðið afar þreytt sóló nokkurra einstaklinga. Nú þarf að einbeita sér að lausnum
Sverrir Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 22:22
Eitt er alveg á hreinu, ég tek ekki þátt í mótmælum sem Frjálslyndi flokkurinn er að eigna sér.
sk (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 22:26
Þá farið þið ykkar veg ef þið sjáið ekki hvað hér er á ferðinni! Þessi mótmæli má ekki skrá á nokkurn flokk ekki heldur Frjálslynda það er ekki ástæða til að örvænta um að þessi mótmæli séu af hinu slæma! Kveðja úr Fellsenda.
Sigurður Haraldsson, 6.11.2010 kl. 22:35
Mér er í sjálfu sér nokk sama hver stendur fyrir mótmælunum. Hins vegar finnst mér soldið kjánaleg krafan um að allur þessi hópur sem mun sitja þessa fundi komi sér saman um leiðir, út úr vandanum.
Allir sem sitja þessa fundi eru í rauninni bara sammála um eitt, þ.e. að leysa verði vandann. En það hefur bara svo afskaplega lítið að segja í heildarsamhenginu, þar sem samsetning hópsins er úr svo mörgum áttum.
Eðlilegast er því að þessir fundir á þriðjudaginn, verði einhvers konar kynningarfundir á aðgerðapakka stjórnvalda, sem þau leggja svo fyrir þingið, sem fjallar um pakkann efnislega og tekur til hans afstöðu.
Kristinn Karl Brynjarsson, 6.11.2010 kl. 22:37
Merkilegt fyrirbæri að flokkar geti haldið kosningaskemmtanir mörgum sinnum á sama trixinu. Nú berja menn tunnur alklæddir 66N eða Cintamani þar sem algallinn kostar tugir þusunda.
Við sem eigum vart til hnífs og skeiðar eigum varla samleið með slíku liði. Eða er það?
Við ættum kannski að finna lausn á þessum málum með landanum og leyfum athyglissjúkum að njóta sin við hávaðamengun
S. Jónsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 23:15
Til hvers þarf Jóhanna að boða stjórnarandstöðuna til fundar, fyrst hún er með meirihluta á þingi? Af hverju getur stjórnin ekki lagt fram sínar tillögur fyrir þingið án þess að spyrja stjórnarandstöðuna fyrst?
Svarið er einfalt, stjórnin hefur öngvar tillögur fram að færa og þarf þess vegna að leyta í ranni stjórnarandstöðunnar eftir hugmyndum! Þær hugmyndir/tillögur liggja fyrir nú þegar! Hvað er þá málið?
Hvað er kjanalegt við það að mótmæla duglausri ríkisstjórn?n Síðasta stjórn sem sat var hrakin frá völdum með skipulögðum mótmælum sem voru ,,distelleruð'' í herbúðunm VG ! Nú er þeirra tími liðinnn!
Elías Bj (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 23:26
Elías, ég ákvað að kalla þessi mótmæli kjánaleg með vilja og að hluta til, til þess að fá athygli. krafan um lausn á vandanum er eðlileg, en eins og stendur í fréttinni og á að vera yfirlysing þeirra sem mótmælin skipuleggja finnst mér vera soldið kjánalegt.
„Krafan er að þessi hópur komi sér saman um niðurstöðu sem skila heimilunum í landinu alvöru lausnum á skuldavanda þeirra og í atvinnumálum þjóðarinnar."
Eftir allan þennan tíma, samráðsspuna og leikrit, þá stendur eitt eftir. Það skiptir í rauninni litlu hvað stjórnarandstöðu og hagsmunaaðilum finnst. Ríkisstjórnin hlýtur að hafa trú á sínum tillögum og leggja þær fram í þinginu, þar sem hún hefur meirihluta, alveg óháð því hvað öðrum finnst um tillögurnar.
Kristinn Karl Brynjarsson, 6.11.2010 kl. 23:40
S. Jónsson þessi punktur hjá þér með gallann er frábær því að ég keypti hann á sér útsölu í 66° Norður á Akureyri á 7900kr í fyrra hann er ekki ekta því að hvert skipti sem ég fer í hann eru fötin mín loðin!
Takk samt að vekja máls á þessu
Sigurður Haraldsson, 6.11.2010 kl. 23:51
Vissulega eru Frjálslyndir að eigna sér mótmælin - annað mótmælin síðast áttu að vera krafa um samstarf eða afsögn - síðan kom talskona mótmælaboðenda í sjónvarpinu endurtók það sem sagt í upphafi en dregið til baka - að krafan væri utanþingsstjórn -
Ég vil sjá þverpólitíska starfsstjón með ákvðina dagsetningu fyrir kosningar. Þær kosningar gætu farið fram í apríl eða maí.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 01:53
Samála Ólafur við núverandi landráðastjórn verður ekki unað!
Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 02:09
Ágæti Kristinn
oftast erum við sammála - veit reyndar ekki nema við séum það núna líka -
Ég vil sjá þessi mótmæli sem fjölmennust vegna þess að þá setja þau pressu á alla - bæði meiri og minnihluta til þess að ná samkomulagi.
Stjórnin má hafa alla þá trú á tillögum starfshópsins sem hún vill
Hún hefur vissulega meirihluta í þinginu - HÚN VERÐUR SAMT AÐ TAKA TILLÖGUR ANNARA INN Í MYNDINA - TAKA MARK Á ÞEIM OG FRAMKVÆMA ÞÆR LÍKA - HÚN HEFUR EKKI MEIRIHLUTA HJÁ ÞJÓÐINNI.
Róbert Marshall sagði ( ÉG ER EKKI SAMFYLKINGARMAÐUR) eftir að hann tók við formennsku í þingnefnd - -- það verður að hlusta á minnihlutann og taka mark á tillögum hans - öðruvísi næst engin sátt ---
Enda tókst honum á undraskömmum tíma að sameina nefndina um eina sameiginlega niðurstöðu -
Kanski ætti að skipa hann samráðsráðherra sem sæi um samskipti stjórnar og stjórnarandstöðu.
Hann gæti þá leitt hina þverpólitísku starfsstjórn sem myndi sitja fram að kosningum í apríl eða maí.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.11.2010 kl. 12:34
Vandinn er samt að stærstum hluta sá Ólafur, að alveg óháð því, hvort nýttar séu tillögur sem flestra, til að ná fram almennri sátt, að sú ríkisstjórn sem situr nær ekki að leysa neinn vanda, þar sem lausnirnar njóta ekki hljómgrunns innan stjórnarflokkana.
Af þeim sökum eru lappir dregnar og einhver smáatriði fryst í ráðuneytum í nafni tæknilegrar útfærslu. Mörg þeirra mála, hafa í sjálfu sér meirihluta þingsins, en ekki meirihluta innan stjórnarflokkana beggja.
Þau mál er því erfitt að leggja fram sem stjórnarfrumvörp og mál sem ekki eru báðum stjórnarflokkum þóknanleg og borin fram sem þingmannafrumvörp, eru svæfð í nefndum, þar sem afgreiðsla þeirra gæti rofið þvíngaða samstöðu stjórnarflokkana.
Þrátt fyrir svokallaða sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins, sem skýrsla Atlanefndar þótti vera, þá er Alþingi enn og verður eitthvað lengur upp á það komið að þau mál sem, einhverju máli skipta, fá ekki að ganga alla leið í efnislegri umræðu og afgreiðslu í þinginu, nema báðir stjórnarflokkarnir vilji það.
Vandinn er í rauninni sá, að þrátt fyrir að talað sé um vinstri stjórn og að flestir meðlimir stjórnarflokkana hafi svipaðan bakgrunn, þá er stefna stjórnarflokkana út ur vandanum, í sitthvora áttina og hvorug fylkingin vill gefa eftir. Af þeim sökum næst ekki að mynda heilstæða stefnu út úr vandanum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.11.2010 kl. 13:35
Þau eru búin að hafa tvö ár þau ár eru alveg hrikaleg og stjórnvöld reyna að fremja landráð aftur og aftur svo þau eru nú kölluð landráðastjórnvöldin! Það eina sem hefur unnist gegn þeim landráðum sem þau eru að reyna að fremja eru kröftug mótmæli okkar!
Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.