15.10.2010 | 18:53
Það þarf ekki samráð eða "ekki" samráð til þess að..............
.........sjá að ríkisstjórnin er komin á endastöð hvað varðar úrlausn þeirra stærstu mála er brenna á þjóðinni.
Í fjögur skipti hef ríkisstjórnin boðað til blaðamanna fundar talið sig hafa gert nóg, til að leysa vandann. Á þeim fundum, hefur þó þess verið getið, að ef eitthvað standi útaf borðinu, þá verði það lagað. Það er alveg ljóst að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi talað, eins og að hafi gert sér grein fyrir vandanum, þá fer fjarri að svo hafi verið. Það er því meiri þörf á því að ríkisstjórnin geri snögga athugun á eigin ranni og reyni í eitt skipti fyrir öll að átta sig á því, hverju hún hafi gleymt allri þessari vinnu sinni til lausnar skuldavandanum.
Eins mætti hún í ljósi þess að, nær alltaf er þessi úrræði hafa verið kynnt, þá hefur eingöngu verið talað um kostnað ríkisins eða fjármálafyrirtækjana vegna þeirra úrræða, taka til alvarlegrar hugleiðingar, hvort áhyggjur þeirra séu meiri af afkomu þessara aðila, en skuldarana.
Það er alveg ljóst í mínum huga að þessi vandi leysist ekki, fyrr en stjórnvöld láti gera úttekt á eiginlegri greiðslugetu almennings. Ákveða svo í framhaldi af þeirri úttekt, hver greiðslubyrði almennings skuli vera. Sé t.d. greiðslugeta flestra 50% af núverandi afborgunum, þá skal það ákveðið yfir línuna að allir borgi 50% af hverri afborgun í t.d. þrjú ár. Það sem ekki borgast fer þá aftur fyrir lánið, eða þá að skuldarinn getur að loknum þessum þremur árum, samið um hækkun afborgana, þannig að hann geti, þrátt fyrir þessi þrjú ár, greitt upp lánið að fullu.
Þessi þrjú ár skal svo nota til þess, að byggja hér upp aftur þau skilyrði sem að þurfa að vera uppi í þjóðfélaginu, svo megin þorri þeirra sem að nú eru í vanda, þurfi jafnvel ekki fleiri úrræði, heldur geti farið að borga til fulls af sínum lánum að þessum þremur árum liðnum.
Til þess að slíkt takist þarf hér fyrst og fremst að fara að vinna að atvinnuuppbyggingu af alvöru, auk þess sem að koma þarf á efnahagslegum stöðugleika, er tryggir viðráðanlega vexti og verðbólgu, innan eðlilegra marka.Greiðslugeta fólks ræðst jú af því að það hafi nægar tekjur og vextir og verðbólga haldi ekki höfuðstól lánanna í stjarnfræðilegum hæðum.
Þeim sem ekki gætu nýtt sér þetta úrræði yrði hins vegar hjálpað á þann hátt, að þeir kæmu sem beinastir í baki úr sínum erfiðleikum. Hvort að það yrði formi niðurfellingu hluta skuldar og/eða lægra afborgunnarhlutfalls, þessi þrjú ár eða jafnvel lengur, yrði bara skoðað, eftir hverju máli fyrir sig. Eins mætti athuga, hvort viðkomandi ætti kost á því að flytja í ódýrara húsnæði og myndi þá lánið lækka sem nemur hlutfallslegum verðmuni á fyrri eign og svo þeirri síðari.
Að þessum þremur árum liðnum, yrðum við komin með þjóðfélag byggt þegnum, sem flestir hverjir búa yfir nægri greiðslugetu til þess að geta greitt sínar skuldir og lifað jafnframt mannsæmandi lífi.
Ekki raunverulegur samráðsvettvangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefi ekki ennþá séð eða heyrt, að nokkur þingmaður nefni það sem lausn á skuldamálunum, að afnema verðtrygginguna, - hvað veldur ???
Tryggvi Helgason, 15.10.2010 kl. 19:46
Einhverjir nefndu þak á hana og afnám hennar í áföngum.
En samt er kannski erfitt að finna beint vilja þingmanna um það til hvaða úrræða skuli grípa til, þar sem stjórnvöld virðast hafa ákveðið, hvaða hugmyndir séu ræddar hverju sinni.
Kristinn Karl Brynjarsson, 15.10.2010 kl. 20:07
Tryggvi ég er mikið búin að hugsa um þessa verðtryggingu og tilgang hennar. Það er skiljanlegt að Ríkisstjórn og ráðamenn vilji ekki afnema hana vegna þess að ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að Laun þeirra eru en í dag bundin við verðtrygginguna...
Ef að það er eitthvað sem ætti að vera þá er það að setja verðtryggingu á öll launin í Landinu, og spurningin jafnvel um að rétta laun allra Landsmanna upp með því að gera hana afturvirka alveg frá því að hún var afnumin. Það væri gaman að sjá hvar laun stæðu þá í dag... Var það ekki í byrjun 1980 og eitthvað sem hún var afnumin...
Kristinn ég er alveg hætt að skilja þessa leið sem Ríkisstjórnin er að fara, það er ekki heil brú í einu eða neinu sem kemur frá henni...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.10.2010 kl. 22:28
Ríkisstjórnin veit það varla sjálf hvert hún ætlar, þannig að varla er hægt að reikna með að ég og þú skilji það Ingibjörg. En það stefnir í hasar í þinginu, gæti ég trúað, þegar frumvarp viðskiptaráðherra vegna gengislánadóms Hæstaréttar verður rætt. Verði það frumvarp að lögum þá verða öll gengislán, önnur en lán til íbúða og bílakaupa, gerð lögleg. Það mun bitna á meirhluta íslenskra fyrirtækja, allt frá bóndanum er keypti sér traktor á gengisláni til stærri fyrirtækja sem tóku slík lán.
Það frumvarp er sett fram til að forða ríkissjóði frá því að leggja bönkunum ómælt fé til að bæta þeim skaðann vegna ólöglegra gengislána.
Kristinn Karl Brynjarsson, 15.10.2010 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.