Leita í fréttum mbl.is

Fáviska í bloggheimum, eða meðvirkni með fórnarlambinu.

Í fréttum tengdum störfum þingmannanefndarinnar, hafa birst fréttir af ýmsum væringum, þingmanna flokkana er voru í stjórn í hruninu og jafnvel af afskiptum, tveggja ráðherra er voru í hrunstjórninni og eru af einhverjum óskiljanlegum ástæðum í núverandi ríkisstjórn, þó svo staðreyndir þær sem koma fram í skýrslunni góðu, ættu að gera slíkt ómögulegt.

Þeir tveir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn, af "hrunráðherrunum", eiga svo sannarlega pólitískt líf sitt og æru, undir því að nöfn þeirra verði sem fjærst þeirri umræðu um þá ráðherra, er kalla eigi fyrir Landsdóm.  Einnig er það beinlínis pólitískt hættulegt fyrir þessa ráðherra, að eitthvað komi fram um aðkomu þeirra að atburðarásinni í undanfara hrunsins og vikurnar eftir hrun.

Morgunblaðið vitnar í fréttum sínum í heimildarmenn innan þessara tveggja flokka, þó helst í heimildarmenn innan Samfylkingar.  Í bloggheimum rísa menn og konur upp á afturlappirnar og hrópa LYGI LYGI!!!!!!!!!!!!!, eins og það sé eitthvað nýtt í vinnuaðferðum blaðamanna að hafa aðgang að heimildarmönnum, sem sjaldan eða aldrei eru nafngreindir.  Meira að segja fréttastofa RÚV sem nýtur hvað mesta trausts á meðal þjóðarinnar, nýtir sér þjónustu slíkra heimildarmanna, bæði við öflun frétta varðandi þetta tiltekna mál og flest öll önnur mál, er fréttastofan fjallar um.

 Í Bloggheimum nær ekki hugmyndaflug margra lengra en svo, að þeir sjá ekki annað út úr stöðunni, hafi Mogginn heimildir, þá hljóti fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni að leika út upplýsingum.  Nú er það svo, að eini þingmaðurinn sem að ég heyrt tala um að málið hafi verið rætt innan þingflokks, heitir Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar.  Hann í það minnsta neitaði því ekki að málið hefði verið rætt í þingflokknum, heldur sagði eingöngu að málið hefði ekki verið rætt, "efnislega" í þingflokknum.  Það þýðir á mannamáli, að það gæti hafa verið rætt í þingflokknum, án þess að vera á lista þeirra mála, er rædd voru á þingflokksfundinum.  Í það minnsta neitaði Skúli því ekki að málið hafi verið rætt.

Jóhanna Sigurðardóttir datt í sömu málsvörn fórnarlambsins, þegar hún tjáði sig um fréttaflutning Morgunblaðsins, eftir ríkisstjórnarfund í gær og hún greip til, þegar Mogginn birti vægast sagt óþægilegar fréttir af afskiptum hennar, eða ráðuneytis hennar af launamálum seðlabankastjóra.  Þar afneitaði hún allri aðkomu og laug eins eins og argasti sprúttsali, þó svo að öll gögn bentu til þess að hún eða ráðuneyti hennar, hefði svo sannarlega komið þar að málum.  Sakbitin af sannleikanum, hvað Jóhanna fréttaflutning Moggans stafa að andúð ritstjóra Moggans á sér.  Skipti þar engu orð Láru V. Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingar í bankastjórn Seðlabankans þess efnis að hún hafi bara verið að uppfylla loforð úr Forsætisráðuneytinu, varðandi launakjör seðlabankastjóra.

Fréttavefurinn eyjan.is, birti svo fréttir af ásökunum sakbitins forsætisráðherra og vitnaði þar í háttsettan embættismann innan Stjórnarráðsins (Hrannar B.?) sem sagði fréttir af afskiptum forsætisráðherra, gersamlega úr lausu lofti gripnar.  Eyjan vitnaði einnig í ónafngreindan ráðherra innan Samfylkingar, sem að fullyrti að Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunsblaðsins, hefði engan heimildarmann innan Samfylkingarinnar. 

 Fullyrðingar ónafgreinda ráðherrans, ef að sá ráðherra er þá til yfirhöfuð, eru í langbesta falli hlægilegar. Fullyrðing ráðherrans benda til þess að þingmenn Samfylkingarinnar, gefi það upp við fulltrúa flokksins, við hvaða blaðamenn, þeir tali.  Það sér það hver sem nennir að rífa sig upp úr forarpytti fáviskunnar, eða meðvirkinnar, að fullyrðing nafnlausa ráðherrans stenst enga skoðun.  

 Viðbrögð fórnarlambsins Jóhönnu sanna það bara enn og aftur, að sá maður sem lét hafa það eftir sér, einhvern tíman í fortíðinni að hver væri sannleikanum reiðastur, hafi bara haft rúmlega þónokkuð til síns máls.  Sök bítur sekan og þeim seka, finnst það óþolandi og nánast ólíðandi að upp um sín verk komist.

Hvort sem að um sé að ræða fávisku eða meðvirkni ónefndra bloggara, með fórnarlambinu Jóhönnu Sigurðardóttur, skal ég ekki segja.  En í það minnsta benda upphrópanir þeirra til þess að þeir hafi ekki nokkurt vit á því eða vilji hafa nokkurt vit á því hvernig fréttir varða til, sannar jafnt sem ósannar.  Ofsakennd viðbrögð fréttaefnisins og meðhlaupara þess, benda svo oftast til þess sem að satt er..................


mbl.is Nefndin hittist aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Látum þá neita þessu málflutningur Agnesar er nú ekki beint til fyrirmyndar.

Sigurður Sigurðsson, 11.9.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að það er þá hennar málflutningur.................. Því sem haldið er fram að hún eigi ekki eða hafi ekki aðgang að heimildarmönnum innan allra flokka, er í rauninni fáranlegt.  Agnes hefur verið blaðamaður í áratugi og  þekkir alveg nóg til innan allra flokka, til þess að hafa sína heimildarmenn þar.  Aftur er "Meðvirknideildin" með Davíðs-heilkennið á háu stigi og sér hann í hverjum einasta staf sem birtist í Mogganum.  Spurning hvort það sé til einhverrrar fyrirmyndar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er allt saman hárrétt hjá þér, Kristinn Karl, því auðvitað hafa blaðamenn heimildarmenn um allt kerfið og fréttir væru vægast sagt ekki merkilegar, ef aldrei kæmi neitt fram, nema opinberar tilkynningar ráðamanna.  Þá þyrfti ekki að reka neinar fréttastofur.

Að halda því fram, að þessi mál varðandi Landsdóminn séu ekkert rædd innan þingflokka og á milli þingmanna, er annaðhvort barnaskapur eða eitthvað ennþá verra og afsökunarkrafa Jóhönnu er ekkert annað en pólitískur loddaraskapur af sömu gerð og hún hefur beitt svo ótal sinnum áður.

Landsdómsmálið er heitasta málið í hugum þingmanna og ráðherra þessa dagana og að halda öðru fram, er argasti þvættingur.

Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2010 kl. 15:35

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þessi ummæli Jóhönnu eru á pari við ummæli hennar vegna fréttaflutnings af launamálum seðlabankastjóra.  Það ætti að klingja einhverjum bjöllum hjá fólki.  Nema auðvitað að fólk trúi því virkilega að Lára V., hafi flutt tillögur frá Forsætisráðuneytinu, um launakjör Más seðlabankastjóra, af því að ritstjóra Moggans væri illa við Jóhönnu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.9.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband