7.9.2010 | 13:00
Veit Össur sjálfur hvað hann meinar?
"Össur sagðist telja, að ef málið færi gegnum Eftirlitsstofnun Evrópu og síðan dómstóla kynni að verða gerð atlaga að neyðarlögunum. Þau myndu væntanlega halda en meiri óvissa væri um hvort forgangsákvæði Icesave-samninganna myndi halda. Það gæti leitt til þess að aðrir kröfuhafar fengju meira í sinn hlut úr þrotabúi Landsbankans og minna yrði eftir upp í það, sem Íslendingar þyrftu í samningum að standa skil á og hlaupa á mörg hundruð milljörðum í stað 1-200 milljarða."
Svona er haft rétt eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Þar telur hann líkt og margir aðrir að neyðarlögin muni halda. En svo fer utanríkisráðherra að tala um forgangsákvæði Icesavesamningana, hvort þau myndi halda.
Það hlýtur að vera flestum það ljóst, að fari Icesavedeilan, fyrir dómstóla, þá liggi ekki fyrir samþykktir samningar vegna Icesave, nema ef að svo sé að Icesavesamningurinn með fyrirvörum Alþingis er samþykktur var á Alþingi þann 28. ágúst 2009, en hafnað af viðsemjendum okkar, sé enn í gildi. Sá samningur tekur samt ekki gildi nema Hollendingar og Bretar fallist á þá fyrirvara sem í honum eru óbreytta.
Hvert er þá forgangsákvæðið, ef að samningar þess efnis er ekki til?
Fari málið svo að það fari fyrir dómstóla, neyðarlögin standist ásamt því sem áður hefur komið fram að íslenska ríkinu, beri ekki að taka ábyrgð á Icesaveinnistæðunum og að röð krafna í þrotabú Landsbankans breytist, þá er ekki að sjá að það falli neinn aukakostnaður á ríkissjóð, enda hann ekki ábyrgur, samkvæmt úrskurði ESA og þá væntanlega dómsins líka.
Ríkissjóðir Breta og Hollendinga, færu þá bara í röð kröfuhafa í þrotabú Landsbankans og yrðu væntanlega að taka á sig eitthvað tjón líkt og aðrir kröfuhafar.
Yrði hins vegar samið um ríkisábyrgð sem stenst ekki lög ESB og á þeim grundvelli samið um kröfuforgang Breta og Hollendinga, þá hljóta rök annara kröfuhafa í þrotabú Landsbankans, þess efnis að kröfuforgangurinn standist ekki lög, því hann sé fenginn fram með ólögmætum samningi, að vega þungt.
Liggur ekkert á að semja um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Össur á engan veginn heima í forystu eins né neins. Skammist ykkar, þið sem kusuð þennan skaðræðisgrip á þing, sem og allt hans treggáfaða föruneyti.
Jón Flón (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:26
Ekki þarf ég að skammast mín, Össur er landráðamaður og það sætir furðu að almenningur sé ekki búin að ná honum út úr alþingi því þar á hann ekki að vera!
Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.