Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk þráhyggja Samfylkingar, gegn vilja þjóðarinnar.

Eitt af mörgum skilyrðum ESB, fyrir inngöngu Íslands í ESB, er að samið verði um Icesave.  Nú hefur komið í ljós, bæði í svari frá ESA og framkvæmdastjórn ESB, að þeir tveir samningar um Icesave, sem reynt hefur verið að koma hér í gegn, eru í rauninni ólöglegir.  Ástæðan fyrir því er  ríkisábyrgð á greiðslur vegna Icesave.   Þær fréttir berast af samningafundum Íslendinga við Hollendinga og Breta, að þrátt fyrir álit ESA og framkvæmdastjórnar ESB, þá sé ekkert annað í boði, en ólöglegir samningar vegna Icesave.

 Utanríkisráðherra sagði á þingi í gær, að færi deilan fyrir dóm, þá myndu líklegast neyðarlögin halda.  Það er reyndar skoðun nokkuð margra og í sjálfu sér ekkert nýtt. Standist neyðarlögin fyrir dómi, þá er einboðið að svokölluð jafnræðisregla væri ekki brotin og að stjórnvöld hefðu verið í fullum rétti við setningu þeirra, vegna  hagsmuna þjóðarinnar.

En utanríkisráðherra klikti svo út með því að segja, að færi svo að neyðarlögin stæðust, þá myndu forgangsákvæði vegna Icesavesaminga ekki gilda og það yrði til þess að aðrir kröfuhafar, en Bretar og Hollendingar, fengju stærri hlut krafna sinna greiddan á kostnað Breta og Hollendinga. Þarna skautar utanríkisráðherra yfir það augljósa. Fari málið fyrir dóm, þá eru engir samningar í gildi um kröfur Breta og Hollendinga í þrotabú Landsbankans og því síður einhver forgangur.

 Fari málið hins vegar fyrir dóm, með áðurgreindum lyktum, þá munu bresk og hollensk stjórnvöld í hóp almennra kröfuhafa sem þyrftu að sækja kröfur sínar með dómsmáli á hendur þrotabúi Landsbankans eða bíða niðurstöðu Skilanefndar bankans um kröfur sínar, líkt og aðrir kröfuhafar.

Verði hins vegar samið um kröfur Breta og Hollendinga, eins og einbeittur vilji stjórnvalda, bendir til og ekkert annað í boði, en ólögmæt ríkisábyrgð á kröfur Breta og Hollendinga, þá með forgangsákvæði í krafna þeirra í þrotabú Landsbankans, hljóta aðrir kröfuhafar að íhuga það verulega að fá þeim samningum hnekkt.  Enda slíkir samningar, ekki á lagalegum grunni, þar sem sá lagalegi grunnur hvílir á ólögmætri ríkisábyrgð.

 Lagalega leiðin að lausn deilunnar, mun að áliti flestra, enda með sigri þjóðarinnar á óbilgjörnum fautaskap, Breta og Hollendinga, dyggilega studdum af ESB og AGS.  Það sem hindrar hins vegar þá lausn, er pólitísk þráhyggja Samfylkingarinnar um ESBaðild, hvað sem slíkt kunni að kosta þjóðina.

 


mbl.is Sagðir misnota stöðu sína í stjórn AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Algerlega rökrétt.  Alveg skömm að þessari stjórn, endalaust Icesave.  

Elle_, 8.9.2010 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1652

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband