28.8.2010 | 18:27
Er nóg að segja "afsakið" án þess að iðrast?
Í kjölfar hrunsins varð það "krafa" samfélagsins að þeir sem "ollu" hruninu, biðji þjóðina afsökunar. Seint um síðir bárust afsökunarbeiðnir, frá einhverjum útrásarvíkingum, eins og Jóni Ásgeiri, Björfólfi Thor og fleirum.
Hins vegar hafa þeir "Gög og Gokke" Kaupþings (Hreiðar Már og Sigurður Einarsson) aftekið það með öllu að biðja þjóðina afsökunar á gjörðum sínum í aðdraganda hrunsins. Þá er það bara svo. Siðferðiskennd þeirra, eða skortur á henni, býður ekki upp á þá auðmýkt, að iðrast og biðjast fyrirgefningar.
En hvert er þá siðferðisþrek þeirra, er biðjast afsökunnar, svona til "öryggis". "Ef að ske kynni að ég hafi valdið hér milljarðatapi sparifjáreigenda og fyrirtækja í landinu, þá segi ég afsakið"?
Þó svo að bæði Jón Ásgeir og Björgólfur, hafi opinberlega, sagt "fyrirgefðu", þá er ekki að merkja neina iðrun í orðum þeirra og gjörðum. Báðir hamast þeir eins og rjúpan við staur að afvegaleiða umræðuna um syndir sínar, benda á alla aðra en sjálfa sig sem mögulega "sökudólga" og hika í þeirri viðleitni sinni, ekki við að ljúga eins og örgustu sprúttsalar.
Er innistæðulaus afsökunarbeiðni, meira virði en engin?
Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Við treystum því að þetta muni fara vel
- Lentu á Íslandi eftir að barn fæddist um borð
- Við erum ekki í neinu stríði við kennara
- Leðurblakan í Laugardal hefur skrækt sitt síðasta
- Myndskeið: Leðurblakan flýgur háskalega nálægt sundgestum
- Ljóst að gerendur í þessu máli fá bágt fyrir
- Tollurinn lokaði og farþegar lentu í rangri borg
Athugasemdir
Sá sem hefur verið blekktur til að vinna fyrir mafíu og ekki fengið réttláta útskýringu á þeirri blekkingu veit ekki hvað hann á að biðjast afsökunar á í nafni réttlætis!!! Hverjir gáfu leyfi til þessara viðskipta, og hvers vegna?
það er sama hvort það er Sigurður Einarsson eða einhver annar blekktur! Dóms og réttarkerfis-svik bjóða einungis stjórnlausum svikum heim! Hvenær á t.d. Sigurjón Árnason að biðjast afsökunar? Finnst engum nauðsynlegt að hann geri það? Hvernig virkar réttlætið?
Allir eða enginn takk fyrir! þetta snýst um að framfylgja lögum og rétti en ekki að leggja fólk í einelti í boði svika-mafíu! M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.8.2010 kl. 21:40
Var Sigurður Einarsson blekktur? hehe..."You dont con a conman"....samkvæmt honum er ekki alveg búið að sanna að það hafi verið eitthvað bankahrun eða þannig...bara ruglaður saksóknari sem getur ekki látið mannin í friði...að öðru leyti kemur honum málið ekkert við. Hann er búin að segja það sjálfur...svo það hlýtur að vera satt. :)
Óskar Arnórsson, 28.8.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.