6.8.2010 | 18:36
Rannsaka þarf endur-einkavæðingu bankana strax!!!!!
Nokkrum mánuðum áður en skrifað var undir samninga við kröfuhafa föllnu bankana, lá í Seðlabankanum lögfræðiálit, sem gaf það sterklega í ljós að gengislánin væru ólögmæt. Með það lögfræðiálit í "bakhöndinni", er gengið til samninga við kröfuhafa bankana um færslu lánasafna föllnu bankana, yfir í hina ný-einkavæddu banka.
Nokkrum mánuðum áður en álitið lá fyrir, höfðu ýmsir lögfræðingar, lýst sínum efasemdum, um lögmæti þessara lána. Einnig má telja það nánast borðliggjandi, að fulltrúar kröfuhafana, hafi haft einhvern pata af þessum efasemdum.
Stjórnvöld semja síðan við kröfuhafa föllnu bankana, með þetta löfræðiálit, yfir höfði sér eins og ekkert sé.
Að lokinni undirskrift samninga, birtist svo Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra "grobbinn" mjög og segist hafa siglt erfiðum samningaviðræðum, til "farsællar" lausnar og sparað Ríkissjóði heila 250 milljarða, miðað við áætlanir fyrri stjórnvalda, með gerð þessra samninga.
Þjóðin hafði ekki svo löngu áður heyrt Steingrím, segja frá annari "farsælli" lausn, þegar Félagi Svavar, fékk nóg af "chilli" með Breskum og Hollenskum samningamönnum, vegna Icesavesamninga og hespaði af þjóðfjandsamlegum samningi, svo hann kæmist í sumarfrí á réttum tíma. Allir vita hver staða þessarar "farsælu" lausnar í Icesave er í dag og nánast stanslaust frá endur-einkavæðingu bankana hafa verið uppi efasemdir um það verklag sem þar var viðhaft.
Reikna má með því að við samninga um öll önnur lánasöfn en gengislánin, hafi mestur styrinn verið um afföllin, sem þessi lánasöfn voru færð yfir í nýju bankana með. Síðan hefur komið að erfiða hlutanum, efasemdum um lögmæti, þessara lánasafna sem geymdu gengistryggðu lánin.
Kröfuhafar með sínar efasemdir um lögmæti þeirra lánasafna, hafa nær örugglega krafist, þess að þau lánasöfn færu yfir með mun hærri affölum en hin lánasöfnin, voru flutt yfir með til þess að forðast tugmilljarðatap, yrðu gengislánin dæmd ólögmæt. Til vara hafa kröfuhafarnir krafist tygginga fyrir því að þeir þyrftu ekki að taka á sig skellinn, ef gengistryggðu lánin yrðu dæmd ólögmæt, eða jafnvel stjórnvöld boðið þeim slíkt að fyrra bragði.
Trygging sú er talað er um er í rauninni ígildi ríkisábyrgðar og er sú ríkisábyrgð án heimildar. Samkvæmt lögum um Fjárreiður ríkisins, má ekki veita ríkisábyrgð, nema að undangenginni umræðu á Alþingi og samþykki þess fyrir ábyrgðinni.
Það getur varla talist "tilviljun" að sú upphæð sem stjórnvöld, hafa sagt að þau þurfi að "punga" út til ný-einkavæddu bankana, dæmi Hæstiréttur fjármálafyrirtækjum í óhag í öllum gengislánadómsmálum, er nálægt þeirri upphæð, er Steingrímur taldi sig hafa "sparað" ríkinu, með "snilldarsamningunum" við kröfuhafana. Hlytur slíkt að styðja mjög, þá "kenningu" um að samið hefði verið um það að íslenska ríkið tæki á sig skellinn, vegna gengistryggðu lánana.
Af þessu máli og öllum þeim málum sem komið hafa upp í kjölfar endur-einkavæðingar bankana, er það alveg morgunljóst, að hefjast þarf handa ekki síðar en strax og rannsaka allt þetta einkavæðingarferli, ásamt því sem að rannsaka þarf þátt Seðlabankans í öllu þessu ferli. Fyrr skapast ekkert traust í þjóðfélaginu, hvorki til stjórnvalda, Seðlabankans eða til fjármálafyrirtækja.
Gagnrýna Seðlabankann harkalega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er í raun nokkuð einfalt.
Steingrímur lagði "nýju" bönkunum ekki til nýtt fé heldur var egið fé nýju bankanna bundið ík stökkbreittum höfuðstóli lána.
Með dómi getur allt þetta fallið um sig sjálft og einstaklingar sem og "eigendur" (þ.e.a.s. kröfuhafar gömlu bankanna) eiga þá skaðabótakröfu á ríkið sökum þess að lánasafnið (egið fé) var ekki raunverulegt.
Svonalagað gerist þegar að jarfræðingar og aðrir eilífðarstúdendar og ölmusuþegar með reiknistokk reyna að besservissa lög- og hagfræðinga sem kunna að nota Excel....
Óskar G (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 21:42
Stjórnvöld og skilanefndirnar reiknuðu með því að "gengislánin" væru ólögleg við yfirfærsluna úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju og þá var jafnframt reiknað með að þau myndu taka á sig vexti Seðlabankans á óverðtryggðum lánum.
Þetta kom fram hjá Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, eftir dóm Hæstaréttar, það eina sem hann var ekki sáttur við þá, var ef svo skyldi fara, að samningsvextirnir yrðu látnir gilda, því þá myndi skapast tap vegna yfirfærslunnar.
Þetta má sjá í frétt mbl.is frá 24/06 s.l. og blogginu hérna
Axel Jóhann Axelsson, 6.8.2010 kl. 22:49
Besta útkoman sem að FME hefur reiknað út, kostar ríkissjóð 100-130 milljarða, þá miðað við Seðlabankavexti. Það getur ekki verið að allt sé bara vegna Landsbankans og þessara örfáu prósenta sem þeir eiga í hinum bönkunum. Þannig að ríkissjóður, hefur verið gerður ábyrgur, án heimildar, fyrir töluverðri upphæð.
Kristinn Karl Brynjarsson, 6.8.2010 kl. 23:10
Fín og fróðleg grein. Enn einn flötur á pukri lygavefsstjórnarinnar er að koma í ljós. Er þessu liði ómögulegt að greina satt og rétt frá, segja heiðalega frá því hvað er verið að gera og hversvegna?
Hvers vegna þarf þessa leynd, þegar farsælast væri að taka afdrífaríkar ákvarðanir í sátt og samvinnu við þjóðina. Er orsökin kannski sú, að dregin sé taumur stórbanka Evrópu, þar sem vitleysingar lánuðu Íslenskum klikkhausum þúsundir milljarða, vegna bónusanna sem þeir fengu vegna slíkra stórviðskipta?
Ef ríkissjóður hefur verið gerður ábyrgur án heimildar, þá gildir sú ríkisábyrgð ekki. Erlendu kröfuhafarnir mega því troða trilljónum í taðgat sitt mín vegna, og súpa sjálfir seyðið af brjálæðislegum lánveitingum sem komu til vegna bónusgeggjunarkerfis er byggt hafði verið upp í bankakerfi heimsins, í þeim eina tilgangi, að auðga stjórnendur sína og nánustu vitorðsmenn.
Hafi ráðherrar án lagaheimildar, skuldbundið ríkissjóð ólöglega, þá mega kröfuhafar ráða því hvort þeir geymi þá í eigin fangelsum eða Hrauninu, en krónu fá þeir ekki frá Íslenskum almenning umfram þá upphæð sem tekin var að láni, og á þeim forsendum sem giltu við lántökuna.
Dingli, 7.8.2010 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.