1.8.2010 | 11:42
Steingrímur & co. forherðast í Bretavinnunni, við hverja raun.
Allar götur frá því að "Svavarssamningurinn" var kynntur til sögunnar, hafa hlaðist upp, allra handa lagaleg rök gegn greiðsluskyldu Íslendinga vegna Icesave. Hafa flest ef ekki öll rök gegn greiðsluskyldunni, bent á það að engin ríkisábyrgð hafi verið á Icesavereikningunum. Reyndar er það svo, samkvæmt regluverkinu að ríkisábyrgð, á einkabanka er bönnuð, vegna samkeppnissjónarmiða.
Helstu rök þeirra, er vilja borga ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga, hafa hins vegar hangið í neyðarlögum þeim, er sett voru hér í bankahruninu. Talað er um að vegna þess að "allar" innistæður Íslendinga hafi verið tryggðar með setningu neyðarlagana, hafi breskum og hollenskum sparifjáreigendum, verið mismunað.
Því fer hins vegar fjarri, að allar innistæður Íslendinga í íslenskum bönkum hafi verið tryggðar, heldur voru eingöngu innistæður debetkortareikningum og almennum sparisjóðsbókum. Innistæður Íslendinga á svokölluðum "hávaxtareikningum", eins og Icesavereikningarnir voru, voru hins vegar ekki tryggðar. Eigendur þeirra reikninga fengu eingöngu greitt til baka, það sem kom útúr uppgjöri þeirra sjóða, sem að baki þeirra reikninga stóð. Töpuðu þannig ungir sem aldnir ævisparnaði sínum að stórum hluta. Voru meira að segja, starfandi samtök fólks, sem átt höfðu fé á þessum reikningum, sem höfðu það að markmiði, að ná sem mest til baka af því fé, sem fólk hafði lagt í þá sjóði.
Einnig má geta þess að Bretar neituðu að greiða reikningseigendum á eyjunum Mön og Jersey, við fall breskra banka á þessum eyjum. Rök Breta við þeirri ákvörðun sinni voru þau, að íbúar þessarra eyja, greiddu ekki skatta og skyldur til Bretlands, frekar en að breskir og hollenskir sparifjáreigendur greiddu skatta og skyldur til Íslands.
Eins ber að hafa í huga að setning Breta á hryðjuverkalögunum gegn Íslandi og í raun, ákvörðun breskra og hollenskra stjórnvalda, að greiða Icesavereikningshöfunum út lágmarkstrygginguna, án samráðs við einn eða neinn, hafa bæði tafið og flækt það ferli, sem í gang hefði átt að fara í málinu, við fall bankana hér.
Ferlið sem að hér hefði átt að fara í gang, er að breskir og hollenskir Icesavereikningshafar, hefðu átt að fá greitt, eða loforð um greiðslu, af þeirri upphæð sem komið hefði út úr uppgjöri á þrotabúi, gamla Landsbankans, líkt og eigendur íslenskra hávaxtareikninga hér á landi, fengu greitt, hluta sinna innistæða, að loknu uppgjöri á þeim sjóðum er þar stóðu að baki.
Allt ofangreint í bloggi þessu, er það sem snýr að lagalegri hlið og lausn málsins.
Hins vegar hafa stjórnvöld gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hrekja öll lagaleg rök í þágu Íslands í deilunni og viljað leysa hana á pólitískan hátt.
Pólitískar lausnir byggja alltaf á þeirri "pólitík" sem rekin er hverju sinni. Hér á landi reka stjórnvöld pólitík fyrir ESB-aðild.
Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi nánast frá upphafi máls, afneitað tengslum Icesave og ESBaðildarviðræðna, þá hefur almenningur vitað betur, í það minnsta þeir sem kært sig hafa um að vita betur. Á fyrri stigum málsins, þá beittu Bretar og Hollendingar, sér innan ESB og fengu ESB, sér til fulltingis, til þrýsting á AGS og þær ESB-Norðurlandaþjóðir, er samþykkt höfðu að lána okkur fé, í kjölfar hrunsins. Eins hefur það komið skýrt fram oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að greiðsla þessara ólögvörðu krafna Breta og Hollendinga, er einn af aðgöngumiðunum í ESB.
Forherðing Steingríms og félaga í Bretavinnunni, mun því bara eflast við hverja raun, er Bretavinnugengið verður fyrir, í hvert það skipti, sem ólögmæti krafna Breta og Hollendinga, verður skýrara og skýrara.
Það er því deginum ljósara að íslenskum stjórnvöldum, varðar ekkert um réttlæti þjóðar sinnar, vinni það réttlæti, gegn ESB-draumsýn Samfylkingarinnar.
Staða Íslands í Icesave-deilu hefur styrkst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð samantekt hjá þér Kristinn Karl og ef Íslenskum stjórnvöldum hefði borið gæfa til að halda á þessu máli af heiðarleika og einurð þá væri því lokið nú.
Breta á hinsvegar að sækja til saka vegna þerra hryðjuverka sem þeir beitu okkur, ekki endilega til að hafa af þeim fé heldur til að lækka í þeim rostann.
Allt Evrópusambandið og aðildarríki þess studdi þessa aðgerð þeirra með þögn, því ætum við ekki að gleyma. Mafíu pabbar eru ekki gagnrýndir.
Hrólfur Þ Hraundal, 2.8.2010 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.