Þessi tilraun Elíasar Jóns, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, til þess að setja umræðuna í þann farveg sem ríkisstjórninni, er "þóknanleg", flokkast, óæskileg vinnubrögð í þeim tilgangi einum að slá ryki í augu fólks.
Það má vera lýðnum ljóst, að Elías, tók ekki upp á þessu hjá sjálfum sér og þetta er varla eina tilvikið, sem að slíkt hefur verið reynt áður. Elías, sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra, gerir svona hluti, eingöngu með samþykki og vilja menntamálaráðherra, nema þá að fyrrum húsbóndi hans, Steingrímur J., fjármálaráðherra, hafi sett honum fyrir verkefnið.
Hver sem ástæðan er þá starfar Elías á ábyrgð menntamálaráðherra og öll hans orð í umræðu um opinber mál, við blaðamenn, hvort sem þau eru "on eða off the record", nánast hægt að túlka sem ráðherrans sjálfs.
Á þessu ári eru tvö atvik opinber, um meint "solo" aðstoðarmanna ráðherra, bæði vegna Icesavemálsins. Hið fyrra var, er aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fór við annan mann í Bandaríska Sendiráðið, skömmu eftir að forsetinn hafði synjað Icesavelögunum staðfestingar. Sú heimsókn átti að fara leynt, enda var erindið vægast sagt vafasamt, samkvæmt þeim skýslum úr Bandarísku stjórnsýlunni, sem láku út og komu þar upp um heimsóknina.
Hitt tilfellið var, þegar aðstoðarmaður forsætisráðherra, "hraunaði" yfir Evu Jolie í blaðagrein. Eva hafði þá að mati aðstoðarmannsins og þá forsætisráðherra líka, unnið sér það eitt til sakar að skrifa greinar sem birtust í erlendum blöðum og studdu málstað íslensku þjóðarinnar í Icesavedeilunni. Málstaður sá er allt annar en íslensk stjórnvöld halda á lofti og því þurfti aðstoðarmaðurinn að "fórna" sér í drullugallann fyrir forsætisráðherra.
Ekki veit ég hver örlög Elíasar, verða í starfi aðstoðarmanns menntamálaráðherra, enda hans "bommerta" það nýskeð. Hitt veit ég, að ef að hin atvikin tvö, hefðu ekki verið með vitund og vilja og jafnvel að áeggjan hinna ráðherrana, þá hefðu þeim aðstoðarmönnum, tafarlaust verið vikið frá störfum með skömm.
Ekkert óeðlilegt við tölvupóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skammarlegast er þó að hann skuli reyna að kenna syni sínum um lekann. Það er jafnvel verri afsökun en "hundurinn át heimavinnuna".
Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2010 kl. 21:44
Já hún var töluvert skárri, en er þetta ekki öfugt með Forsætisráðherra er hún ekki aðstoðarmanneskjan og frontur Hrannars?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.7.2010 kl. 23:18
"Hirðspunameistari" væri kannski réttur titill á hann...
Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2010 kl. 03:04
Þetta mál ber vott um þá slæmu þróun sem á sér stað í pólitíkinni og ég hygg að enginn stjórnmálaflokkur sé í raun saklaus af vinnubrögðum sem þessum.
Nema þá kannski sá flokkur sem aldrei hefur setið í ríkisstjórn, því eins og Kristinn bendir á er yfirleitt um að ræða aðstoðarmenn ráðherra.
Ég er hins vegar ekki viss um að þetta sé "óvart"
Frekar eins og svokölluð smjörklípa, þ.e. draga athyglina frá aðalatriðum málsins og beina henni eitthvað annað.
Guðjón Eiríksson, 28.7.2010 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.