27.7.2010 | 17:32
Verður þá undið ofan af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sl. haust?
Þetta nýjasta "move" ríkisstjórnarinnar, væri góðra gjalda vert, hefði það bara komið fyrir ca. ári. Hefði það bara komið í kjölfar sölu OR á þriðjungshlut sínum HS-Orku, til Magma, en ekki þegar Magma hefur eignast HS-Orku alla.
Hvað mun rannsóknin svo leiða í ljós? Rannsóknin mun eflaust leiða það í ljós, að fulltrúar Magma, fóru vorið 2009, á fund Iðnaðarráðherra, sem þá var Össur Skarphéðinsson. Á þeim fundi hafa fulltrúar Magma líklega lýst þeim áformum sínum að kaupa þriðjungshlut OR í HS-Orku. Samkvæmt sem síðuritara skilst, þá er stjórnvöldum samkvæmt lögum, skylt að skýra fyrir þeim, sem til þeirra leita, hvaða lög eru í gildi, er snúa að því efni sem leitað er með til stjórnvaldahverju sinni.
Gott og vel. Þá kemur fyrsta spurningin. Var Utanríkisráðuneytið rétt "stjórnvald"? Svarið við því, hlýtur að vera "nei", því að málaflokkurinn heyrir undir Efnahags og viðskiptaráðuneytið og hefðu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins átt að vísa fulltrúm Magma þangað. Hins vegar hefur það sýnt sig að ráðherrar Samfylkingar, eru vanir því að halda efnahags og viðskiptaráðherra, fyrir utan sinn málaflokk. Um slíkt má alla vega lesa í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.
Hvað sem gerst hefði, ef Magma hefði verið vísað í Efnahags og viðskiptaráðuneytið, er ekki gott að segja. Það hefði hins vegar borið vott um vandaða stjórnsýsluhætti, að vísa erindum manna til þess ráðuneytis, er málið varðar.
Rannsóknin, mun svo síðar leiða í ljós (verði öllum steinum velt), að haldinn var neyðarfundur í þingfundi Vinstri grænna, þar sem fundarefnið var það, að stöðvuð væri með öllum tiltækum ráðum, áform Magma um að eignast HS-Orku alla. Fram hefur komið að Ríkissjóður hefur ekki og hafði ekki þá bolmagn til þess að kaupa upp samninga Magma hér á landi. Þá kom það eitt til greina, að lögum um erlenda fjárfestingu yrði breytt. Slíkum lagabreytingum eða lagasetningum var hins vegar hafnað af ráðherrum Samfylkingar. Rannsóknarnefndin mun þá væntanlega þurfa að spyrja ráðherra Samfylkingarinnar, afhverju þeir voru andvígir lagasetningum? Eins þarf þá nefndin að spyrja ráðherra Vinstri grænna, afhverju þeir tóku þessa ákvörðun Samfylkingar góða og gilda? Að öðrum kosti mun þessi rannsóknarnefnd stjórnvalda, ekki sinna skyldum sínum af einurð og heiðarleika í þágu þjóðarinnar.
Eins ætlar ríkisstjórnin að láta gera lögfræðilega úttekt á svokölluðum "skúffufyrirtækisgjörningi" Magma, aftur. Nefnd Efnahags og viðskiptaráðherra, lét gera lögfræðilegt álit á þeim gjörningi og því stjórnvöld búin að verða sér út um slíkt álit. Annað álit er jú alveg hægt að verða sér útum og þá með öðrum lögfræðingum, er unnu fyrir nefndina. Slíkt álit, mun samt ekki fela í sér lokaúrskurð um lögmæti gjörningsins. Verði "nýja" lögfræðiálitið gegn "skúffufyrirtækisgjörningnum", þá gæti Magma hnekkt þeim úrskurði með dómi. Líklegt væri að Magma færi þessa leið og ynni Magma málið, þá myndi samningurinn ekki bara standa, heldur er allt eins líklegt að Magma gæti sótt sér bætur til Ríkissjóðs, vegna afskipta stjórnvalda, af "löglegum" samningi.
Að þessu ofansögðu, mun það því verða niðurstaða rannsóknarnefndarinnar, eða þá dómstóla í framhaldinu, að lagaramminn um viðskipti líkt og viðskipti þau er Magma stendur í hér, er ekki nógu sterkur. Þá verður ekki í boði fyrir stjórnvöld, að benda á aðrar ríkisstjórnir sem farnar eru frá völdum og þau lög er þær settu. Þá mun það eina vera í boði að skýra það út fyrir þjóðinni, afhverju ríkisstjórnin lyfti ekki litlafingri í þeirri viðleitni að breyta lögum á þann hátt, að Magma yrði ekki kleift að eignast HS-Orku alla.
![]() |
Vill vinda ofan af Magma máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.