26.7.2010 | 15:46
Á meðan engin tekur "öndunarvélina úr sambandi er engin hætta, nema þá fyrir þjóðina.
Enn eina ferðina stendur "hugsjónamaðurinn" úr Þistilfirðinum, frammi fyrir því að "þurfa" að bakka með háleitar hugsjónir sínar, til þess eins að framlengja líf "dauðvona" ríkisstjórnar. Eins stefnir flest í það að Vinstri grænir, þurfi að færa til bókar, enn einn kostnaðaraukann, við þennan svokallaða "ásættanlega kostnað" við stjórnarsamstarfið sitt með Samfylkingunni.
Allt frá árinu 2007, hafa hinar ýmsu stofanir, eða deildir (sellur) innan Vg, samið og birt ályktanir, gegn því ferli, sem að nú hefur veitt okkur þetta svokallaða Magma-mál.
þegar þeim lögum, sem sagt er að heimili "Magma-dílinn", var breytt á Alþingi, þá höfðu þingmenn Vg, þá í stjórnarandstöðu og þar með talið Steingrímur sjálfur, uppi staðlaðar "efasemdir" um þá breytingu á lögunum, sem þá var til efnislegrar meðferðar á Alþingi. Flokkurinn lét það hins vegar, hjá líða að taka afstöðu til málsins, er til atkvæðagreiðslu kom og sátu allir þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna.
Eins og fólk kannski man, þá var ástæða, eða öllu heldur afsökun stjórnvalda, við því að aðhafast lítið sem ekkert er OR seldi sinn hlut í HS-Orku, var sú að þessi viðskipti hefðu farið fram í anda þeirra laga sem Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur, hafi á sínum tíma komið í gegnum þingið. Vel má vera að svo hafi verið.
En það breytir því samt ekki, að sú staðreynd að Magma er við það að eignast HS-orku á meðan Samfylkingin og Vg eru við völd og með þann þingmeirihluta, sem til þarf til þess að breyta lögum á þann hátt, að áform Magma verði ekki að veruleika.
Eftir neyðarfund í Stjórnarráðinu í dag, vegna málsins sagði Steingrímur:
"Ég tel að þessu hafi miðað vel. Þetta er margþætt mál, þannig að við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið. Lagaumhverfið hér á sviði orkumála og hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almannahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun, eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum. Við ætlum engan afslátt að veita af því. Við ætlum að reyna að lenda þessu máli, sem og öðrum, þannig að við tryggjum forræði okkar sjálfra í þessum mikilvæga málaflokki og almannahagsmuni," segir Steingrímur.
Síðuritari hefði með "glöðu" geði skrifað undir þessi orð Steingríms, hefði hann látið hafa þetta eftir sér, fyrir tæpu ári, er kaup Magma á hlut OR í HS-Orku voru í hámæli. Núna tæpu ári eftir þau viðskipti , eru þessi ummæli Steingríms, að öllum líkindum, því miður of seint á ferð og verður að líta þá staðreynd, þeim augum, að Vg hafi, ekki bara brugðist eigin stefnu í málinu, heldur brugðist, þjóðinni, í þeirri hagsmunagæslu fyrir þjóðina, sem flokkurinn var kosinn til þess að gegna.
Síðuritari, hefur áður skrifað um neyðarfundinn í þingflokki VG, þar sem Steingrími var falið að vinna að endurskoðun, þess lagaumhverfis, sem þetta Magma-mál varðar. Sá fundur var bara fyrir tæpu ári og því að öllum líkindum of seint að grípa nú til varna í málinu, nema með því að eiga yfir höfði sér milljarða skaðabótakröfu, sem að nota bene, þarf að færa sönnur á. Hinn kostur Vg í málinu, er hins vegar að láta þetta mál yfir sig ganga, eins og önnur þau mál, sem Samfylkingin hefur sett á oddinn í óþökk óbreyttra flokksmanna VG (grasrótarinnar).
Taki einhver þessa "öndunarvél" ríkisstjórnarinnar úr sambandi, þá mætti vel líkja þeim "gjörningi við "líknarmorð". Nú er síðuritari, ekki endilega fylgjandi "líknarmorðum", en síðuritari lítur samt svo á að það "líknarmorð", sem veitt gæti þjóðinni "líkn" frá því skelfingarástandi sem núverandi stjórnvöld, eru á góðri leið með að koma þjóðinni í, með ófyrirsjánlegum afleiðingum, sé ekki bara "leyfilegt", heldur "lífsnauðsynlegt".
Samstarfið ekki í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afar klaufalegt mál í alla staði, en hver skyldi vera hin opinbera stefna Sjálfstæðismanna í Magma málinu? Ætli hún sé kannski samstíga gjörðum Árna Sigfússonar í því máli?
Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 16:34
Mér segir svo hugur, Björn, að Sjálfstæðisflokkurinn, sem slíkur, standi ekki fjarri Árna í þessu máli. Hverjar sem skoðanir einstakra sjálfstæðismanna kunna að vera.
Hins vegar skiptir meira máli í dag, hver viðbrögð núverandi stjórnvalda eru. Eins og verið hefur hér í áratugi, þá ræður ríkisstjórnarmeirihluti á þingi, mestu um það, hvaða lög fá afgreiðslu frá Alþingi. Það var krafa Vinstri grænna, sl. haust að, sett yrðu lög til þess að koma í veg fyrir frekari landvinninga Magma, hér á landi. Núna tæpu ári síðar, bólar ekkert á slíkri lagasetningu. Það eina sem gæti kallast eitthvað í þá veru, er tal um nauðsyn þess að endurskoða lögin. En sú umræða, er bara því miður einu ári of seint á ferðinni, ef stöðva hefði átt áform Magma.
Kristinn Karl Brynjarsson, 26.7.2010 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.