Leita í fréttum mbl.is

Þegar smjörklípa, verður að smjörfjalli.

Á fundi bankaráðs Seðlabankans, fyrir rúmum mánuði, ber Lára V. Júíusdóttir, samstarfs og vinkona Jóhönnu, til margra ára, fram tillögu um launahækkun til handa Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra og tilkynnir um leið að þetta sé til þess að uppfylla loforð sem gefið var í Forsætisráðuneytinu.

 Í framhaldinu, birtir Mogginn fréttir af fundinum og tillögu Láru.  Málið kemst að sjálfsögðu í frétttir, enda bar ráðningu Más upp á þann tíma, sem ný lög um það að laun embættismanna hjá ríkinu, skildu ekki vera hærri en laun forsætisraðherra.  

 Már Guðmundsson, er sóttur heim í Seðlabankann, þar sem fréttamaður Rúv ræðir við hann og er viðtalið sýnt í Kastljosi, sama kvöld.  Þar talar Már um misskilning, enda myndu laun hans lækka, ef þessi 4oo þús kr., hækkun yrði ekki samþykkt, enda væri hann með ca 1570 þús kr. plús bílapeninga og lífeyrisréttindi. Már talaði reyndar eins og hann vissi ekki hvað hann hefði í laun, ( kannski borgað í evrum og kallinn ekki fylgst með genginu). Már tók einnig fram að hann hafi fært þá "miklu fórn" með því að yfirgefa gott djobb í Basel, til þess að taka að sér djobbið hér.

 Svo bættist í umræðuna í Bloggheimum, bón Marðar Árnasonar, núverandi þingmann, eftir afsögn Steinunnar Valdísar, þar sem hann bað Má í lengstu lög að gera ekki Samfylkingunni það að þurfa að reka Láru V. og Björn Herbert, sem situr ásamt Láru fyrir Samfylkingu í bankaráðinu. Loka orð í "bloggi" Marðar má sjá hér að neðan:

"Svo máttu heldur ekki gera okkur í Samfylkingunni það að þurfa að fleygja fulltrúum okkar út úr stjórn Seðlabankans, þeim Láru V. Júlíusdóttur lögfræðingi og hinum kunna athafnamanni Birni Herberti Guðbjörnssyni. Nóg er nú samt með ýmislegt forystufé þessa dagana." 

 Jóhann var þráspurð í þinginu um málið, en þrætti fyrir allt eins og "sprúttsali".  Í umræðu um fundarstjórn forseta, sem beðið var um í kjölfarið, þar sem að "þrætur" Jóhönnu voru gagnrýndar og endaði það með því, að Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, segir Láru V. skulda Samfylkingunni, skýringu á þessu bulli sínu, að einhverju hafi verið lofað í Forsætisráðuneytinu. Var svo tillaga Láru dregin til baka, sjálfsagt í von um að málið gleymdist.

 Líður svo og bíður og eftir tvo árangurslausa fundi í Efnahagsnefnd Alþingis, þar sem aðilar máls voru kallaðir fyrir og krafðir svara, bárust Mogganum tölvupóstar úr Forsætisráðuneytinu Þar sem launamál Más voru rædd og "fabúleringar" embættismanna á milli um, hvernig hægt væri að smeygja sér framhjá þessum nýju lögum um laun embættismanna ríkisins.  Helgi Hjörvar formaður Efnahagsnefndar segir aðspurður, blaðamanni Moggans, að í störfum nefndarinnar þegar ný lög um Seðlabankann, hafi borist beiðni frá Forsætisneytinu, um lagabreytingu, sem gæti hækkað laun Más.

  Í fyrirspurnartíma Alþingis þann 7. júni 2010, er Jóhanna spurð aftur um málið á grundvelli nýkominna upplýsinga.  Þar tekur sig upp "sprúttsalasyndromið" á ný (þræturnar) og gekk Jóhanna það langt að frábiðja sér það að menn sem væru á gráu svæði, væru eitthvað að gagnrýna sín störf og síns ráðuneytis. Auk þess sem að ritstjóri Moggans var sakaður um "einkastríðsrekstur" gegn forsætisráðherra.

  Jóhanna birtist svo í sínu þriðja Kastljósviðtali, síðan hún tók við forsæti í meirihlutastjorn vinstri manna.  Þar talaði hún enn um það að menn á "gráu svæði" ættu bara ekkert með það að gagnrýna sín störf eða sitt ráðuneyti og yfirlýsingin um "einkastriðsrekstur" Moggaritstjórans var endurtekin.  Jóhanna sagði svo að hún vissi bara ekkert hvað var rætt um í ráðningarferlinu í eigin ráðuneyti og þá varla hefur hún haft hugmynd um þau launakjör sem Má voru boðin þar.  

  Víða í "bloggheimum", reyna stuðningsmenn Samfylkingar og þimgmenn reyndar að kalla allt þetta mál bara "smjörklípu",  sem að eflaust hefði verið rétt, ef að ráðningarferlið hefði bara verið útskýrt í upphafi og Jóhanna og hennar undirmenn, viðurkennt sína yfirsjón og eflaust verið fyrirgefið.  En eilífar þrætur, yfirhylmingar og yfirklór forsætisráðherra, hafa breytt smjörklípunni í smjörfjall.


mbl.is „Pólitískt áhlaup á mig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvaða langloka er þetta - þú veist jafnvel og Jóhanna að þetta er árás Davíðs Oddssonar á Jóhönnu - hann lét hana hafa afskipti af þessu máli - afskipti sem hún hefur aldrei haft og hann lét hana gleyma því sem hún hafði sagt og skrifað - JS veit vel að Davíð og Idid Amin ( sem er nú víst reyndar dauður ) vinna saman að því að gera henni lífið leitt.

Hættu svo að birta staðreyndir um þetta mál - slíkt henta Jóhönnu ekki - semsagt - skammastu þín.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.6.2010 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband