25.5.2010 | 20:18
Baklandið farið ?
Ríkisstjórnin hóf sína vegferð á endastöð og lagðist fljótlega í bæli sitt. Hún bærði samt aðeins á sér í tvígang til að berja í gegn ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni og einu sinni til þess að troða í gegnum þingið aðildarumsókn að ESB í andstöðu 70% þjóðarinnar.
Svo hefur heyrst á milli hrota úr bæli stjórnvalda, ramakvein um það hversu erfið tiltektin á þjóðarbúinu sé á þessum síðustu og verstu. Einnig hafa stjórnvöld staðið í dreifingu plástra og smáskammtalækningum, til handa lántakendum í greiðsluvanda.
Stjórnvöld risu svo upp við dogg, til þess að undirrita stöðugleikasáttmála, sem að hafði reyndar þann ágalla að ráðherrar ríkisstjórnarinnar, telja sig ekki bundna honum.
Hvað varðar erlendar fjárfestingar, sem að lofað var, er frá því að segja að frumvarp um ívilnanir til handa erlendum fjárfestum, liggur í skúffum Steingríms og Indriða, þar sem sagan segir að menn séu að fara yfir skattamálin, tengd þeim lögum. Með öðrum orðum, setning lagana tafin með fyrirslætti sem stenst ekki skoðun.
Þessi töf á setningu lagana, setti í uppnám áætlun einkavina Samfylkingarinnar um byggingu og rekstur gagnavers í Reykjanesbæ. Það var því farið í það að semja "sérlög" um þetta eina gagnaver, byggð á þeim lögum sem liggja í skúffum Fjármálaráðuneytis og safna þar ryki.
Þegar þessi "sérlög" voru sem mest í umræðunni, þá var látið í það skína að það eina sem gerði málið vafasamt, væri aðkoma Björgólfs Thors að málinu, en fyrir aumingja fólkið á Reykjanesinu, þá yrði að gefa Björgólfi "séns", með ströngum skilyrðum.
Það var reyndar nefnt einnig í umræðunni um málið, að viðskiptafélagi Björgólfs væri Vilhjálmur Þorsteinsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í RVK og formaður stýrihóps iðnaðarráðherra um orkunýtingu. Öllum dylgjum um "einkavinavæðingu" byggðum á þessum tengslum, var hins vegar, vísað á bug, með mikilli fyrirlitningu á þeim sem þær fram lagði. Þetta væru bara viðskipti og Samfylkingin gæti bara ekkert að þvi gert að hann Vilhjálmur, væri viðskiptafélagi Björgólfs og þessi framkvæmd varðandi gagnaverið, kæmi bara ekkert við störfum hans í stýrihópnum um orkunýtingu.
samfylkingin hefur svo staðið í vegi fyrir þeirri kröfu Vinstri grænna, að lög verði sett um eignarhald orkufyrirtækja og /eða aðkomu ríkis eða lífeyrissjóða að kaupum orkufyrirtækja sem annars lentu í höndum erlendra aðila.
Þar komum við að þeim misskilningi að þetta sé "hrein vinstri stjórn". Það er einhver mesta firra Íslandssögunnar, enda er Samfylkingin bara jafnaðar og/eða vinstriflokkur á tylliögum. Milli þess, sem að þingmenn og ráðherrar Samfylkingar syngja baráttusöngva eins og "Internationallann" á ASÍ þingum, stuðla þeir að "brútal" einkavinavæðingu, útrásarbrjálæði og afsali þjóðarauðlinda. Samfylkingunni finnst það líklega ekki taka því að berjast fyrir þvi að halda auðlindunum í eigu Íslendinga, enda hverfa þau yfirráð, þegar eða ef að ESBdraumur þeirra (martröð þjóðarinnar) verður að veruleika.
Vinstri grænir eða í það minnsta "rakkar" fjármálaráðherra, láta þennan yfirgang Samfylkingarinnar yfir sig ganga, gegn því að fá að "smjatta" á kræsingunum við kjötkatlana.
Samfylkingin undirgengst hinsvegar hverja helskattatillögu Steingríms og Indriða, gegn því að fá að halda áfram einkavinavæðingu sinni og afsali auðlinda ásamt því sem að hún fær að halda "bjölluatinu" í Brussel til streitu.
Skildi nokkurn undra að meira að segja "bakland" stjórnarflokkana, sé búið að fá nóg af þessum "sirkus", sem kallar sig annað hvort "skjaldborg" eða norræna velferðarstjórn?
Gefa veiðileyfi á stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin er langafabarn Kommúnistaflokksins og ber skýr merki upprunans: mannfyrirlitning, ofbeldishneigð, lygaárátta, sviksemi, siðleysi.
Baldur Hermannsson, 25.5.2010 kl. 23:39
Við værum sjálfsagt að sjá á eftir OR í hendur Magma, hefði Foringinn ekki "pikkað" sexmenningana og sagt þeim að stoppa REI-GGE bullið.
Það bull var stöðvað í mikilli óþökk Samfylkingarinnar, eins og birtist á þeim tíma, bæði í prentmiðlum og ljósvakamiðlum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 25.5.2010 kl. 23:59
Nákvæmlega, man vel eftir því.
Baldur Hermannsson, 26.5.2010 kl. 00:10
Nú þyrfti bara eitthvað viðlíka þessu frá Daó...
"Þegar ég kom á þing voru þar fyrir nokkrar rottur í kattalíki. Hvæstu þær og kölluðu mjálm. Höfðu þær ekkert gert í rúman áratug áður en ég kom þangað inn.
Það versta er að þessa rottur eru þarna enn en kalla sig nú ljón en gera það sama.... EKKI NEITT!"
Óskar Guðmundsson, 26.5.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.