7.5.2010 | 15:12
Fórnarlamb fundið?
Þórunn Sveinbjarnardóttir, leyfir sér þann munað, hvort sem að hún hafi fengið til þess hvatningu, eða ekki, að vega að æru hæstaréttarlögmanns, úr ræðustóli Alþingis.
Það liggur ekkert fyrir um það að Þórunn hafi verið viðstödd þá fundi eða að hún hafi hlerað samtöl Láru og Jóhönnu.
Það liggur hins vegar fyrir að Már segist lækka í launum, verði farið að úrskurði Kjaradóms um hans laun. Það líggur því alveg ljóst fyrir að Már sé í dag á þeim launum sem samið var um er hann var ráðinn til Seðlabankans.
Áður en lengra er haldið, skal því er haldið til haga að Lára V. er auk þess að vera formaður bankaráðs Seðlabankans, kennari við Lagadeild Háskóla Íslands, Lára er einnig settur saksóknari í sakamáli Alþingis gegn níumenningunum sem gert er að sök að hafa ráðist á Alþingi í "búsáhaldabyltingunni", auk þess sem að hún er trúnaðarvinkona Jóhönnu til margra ára.
Sé málið skoðað frá því sjónarhorni að aðkoma stjórnvalda hafi verið engin að þessu máli, þá er nauðsynlegt að spyrja nokkra spurninga:
Hvaða ástæður kann Lára að hafa til þess að hygla Má á þennan hátt, með því að ganga gegn launastefnu stjórnvalda?
Hvaða ástæður kann Lára að hafa til þess að hafa "logið" því upp á tvo ráðherra ríkisstjórnarinnar, að þeir hafi haft samráð við hana, áður en að tillagan var lögð fram?
Sé tillagan frá Má komin, má spyrja: Hvaða traust nýtur Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, hjá stjórnvöldum, hafi hann farið þess á leit við formann bankaráðs Seðlabankans, um að laun sín yrðu hækkuð, eða haldið óbreyttum, frá því sem samið var um, þvert ofan í launastefnu stjórnvalda og úrskurðs Kjaradóms?
Formaður bankaráðs krafinn svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilegt á öllu, að Þórunn er í hefndarhug fyrir missinn á ráðherrastólnum til Svandísar Svavarsdóttur. Nú lætur hún sverfa til stáls, með því að egna saman vinkonunum Jóhönnu og Láru V.
Úr því sem komið er, verða þær að útkljá þetta mál opinberlega og geta ekki báðar komist óskaddaðar frá málinu.
Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 15:39
Það getur líka ekki verið Láru auðvelt að sinna verkefnum "setts" saksóknara, í dómsmáli, þar sem Alþingi stefnir þeim níu, er sakaðir eru um árás á Alþingi.
Hlýtur að vera erfitt, þar sem að efast er um heilindi hennar úr ræðustól Alþingis.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 16:07
Það er alveg krystaltært að einhver verður að víkja vegna þessa máls. Tveir armar hafa í raun og veru borið lygar hvor á annan, og það er óviðunandi að allir sitji um kyrrt á stólum sínum og láti eins og það sé eðlilegt ástand. Framferði vinstri manna er fyrir neðan öll velsæmismörk.
Baldur Hermannsson, 7.5.2010 kl. 16:31
Ég var að tala við danska vinkonu mína á msn og sagði henni frá ævintýrum vinstri manna þessa vikuna.
Seðlabanki, gagnaver, handtökur og afneitun forsætisráðherra. Hún spurði hvernig stjórn ég byggist við að tæki við og varð undrandi, svo vægt sé til orða tekið að enginn ráðherra hefði sagt sagt af sér.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.