Leita í fréttum mbl.is

Ný Skilgreining Samfylkingar á spillingu.

Ég vil taka fram, áður en lengra er haldið, að ég er fylgjandi þessari fjárfestingu, sem og fleiri fjárfestingum í Reykjanesbæ og reyndar um allt land. Þetta mál virðist bara hafa yfir sér einhvern ógæfublæ, miðað við núverandi forsendur og minna um margt á árin fyrir hrun.

Í máli Margrétar Tryggvadóttur þingmanns Hreyfinarinnar kom einnig fram að stjórnarformaður Verne Holding sé Vilhjálmur Þorsteinsson, formaður stýrihóps Iðnaðarráðherra um orkunýtinu og varaþingmanns Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þess má geta að starfssemi gagnavera er eitt af því sem flokka má undir orkunýtinu.

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknar, þakkaði Margréti þessa ábendingu, því að hún hafi með henni bent á spillingu innan Samfylkingarinnar, sem að þetta vissulega bendir til, samkvæmt þeim skilgreiningum, sem til dagsins í dag hafa í það minnsta talist góðar og gildar.

Skúli Helgason, formaður Iðnaðarnefndar, hafnaði þessum ásökunum alfarið og bað menn um að fara sér hægt í spillingaryfirlýsingum. Málin væru með öllu óskyld, enda fjallaði stýrihopur sá er Vilhjálmur stýrir, ekki um þetta tiltekna verkefni, þó svo að þetta tiltekna verkefni, sé innan þess sviðs, sem orkunýting heyrir til.

Skúli kaus hins vegar að "skauta" yfir þá staðreynd að Vilhjálmur væri varaþingmaður Samfylkingarinnar. Því verður samt ekki mótmælt, að þegar náinn samstarfsmaður Iðnaðarráðuneytis, varðandi orkunýtingu og varaþingmaður flokks iðnaðarráðherra hefur aðkomu að fjárfestingarsamningi um gagnaver, að "grunur" um spillingu læðist að mönnum. Gagnaver er vissulega er einn kostur orkunýtingar, sem að stýrihópurinn hefur eflaust mælt með í ljósi þess hversu björt starfsemi gagnavera er talin vera, í nánustu framtíð. Í ljósi þessa alls má auðveldlega segja, að hér sé, í það minnsta, samkvæmt "eldri" skilgreiningum á spillingu, megn spillingarfnykur af málinu, svo ekki sé meira sagt. Hvað sem nýjum skilgreiningum Samfylkingar á spillingu líður.


mbl.is Hugnast ekki aðkoma Björgólfs Thors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband