Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Að leiðrétta mistök og axla ábyrgð...

,,Ung vinstri græn gera þá skilyrðislausu kröfu að ráðherrar sem sitja í nafni flokksins fari að lögum bæði í orði og á borði og geti axlað ábyrgð gerist þeir sekir um mistök í starfi. Innanríkisráðherra ber að biðjast afsökunar á framgöngu sinni í þessu máli og leiðrétta mistök sín.“

 Ef að mig misminnir ekki, þá hvöttu Ung vinstri græn Svandísi umhverfisráðherra til frekari dáða, er hún tók nýföllnum  hæstaréttardómi á sig, af mun meira yfirlæti og hroka en Ögmundur gerði gagnvart úrskurði Kærunefndar jafnréttismála.  Þannig að krafa ungkommanna er víst ekki alveg skilyrðislaus.

 Það er í sjálfu sér ekkert að því að Ögmundur biðjist afsökunar á framgöngu sinni.  En hvernig á hann að leiðrétta mistök sín?  Reka þann sem hann skipað með milljónakostnaði  og ráða konuna sem  að kærði?

 Ætli hins vegar Ögmundur að axla ábyrgð í málinu, þá er í rauninni bara um tvennt að velja.  Hann greiði úr eigin vasa þær bætur, er fallið gætu á íslenska ríkið vegna málsins eða þá að hann segi af sér.

Afsögn myndi setja Ögmund snarlega á spjöld íslenskrar stjórnmálasögu, fyrir að vera fyrsti ráðherrann sem hrökklast, tvisvar út úr sömu ríkisstjórninni á sama kjörtímabilinu.

 Verri  þætti þó sumum afsögn Ögmundar, ef til hennar kæmi, því afsögnin hlyti því að teljast eðlileg afleiðing fyrir þann ráðherra sem brýtur jafnréttislög. Enda "Móðir jafnréttismála á Íslandi" hæstvirtur forsætisráðherra, með sama glæp á bakinu.

Reyndar er það nú svo að bæði Ögmundur og Jóhanna hafa er þau voru í stjórnarandstöðu krafist þess, að ráðherra sem jafnréttislöggjöfina segði af sér.  

En samt er það nú svo að þau tvö og aðrir af þeirra sauðahúsi, eiga mun auðveldara með það það að tala, í löngu máli, um almenna kurteisi og siðbót en að tileinka sér þessa eiginleika.


Heimatilbúinn óvissa og saknæmt sleifarlag stjórnvalda.

Svokölluð ,,óvissa" um endurútreikning lána er ,,heimatilbúinn". Þegar fyrsti gengislánadómurinn féll í Hæstarétti þá voru FME og Seðlabankinn fenginn til þess að reikna út mismunandi útkomur af endurgreiðslu þessrra lána.

Finna átti útkomuna sem skaðaði ríkissjóð minnst. Enda höfðu stjórnvöld í samningum sínum við kröfuhafa bankanna, fallist á það að ábyrgjast þann skaða sem bankarnir kynnu að verða fyrir, vegna stjórnvaldsaðgerða af einhverju tagi.

Óvissan var því í rauninni aldrei um vextina sem slíka. Enda var sá þáttur lánasamninganna ekki dæmdur ólögmætur, heldur gengistryggingin.

 Óvissan var því fyrst og fremst um það hvort ríkissjóður, gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem á hann féllu, við það að borga bönkunum, mismunin milli þess sem að þeir töldu sig eiga að fá með gengistryggingunni, auk vaxta og þess að fá lánin bara endurgreidd með þeim vöxtum sem lánasamningarnir kveða á um.

Í þeim tilgangi  var hið ólöglega ákvæði sett í Árna Páls-lögin, þrátt fyrir aðvaranir löglærða manna, sem hvað á um seðlabankavexti aftur í tímann. Sem voru allt aðrir og í öllum tilfellum hærri en vextirnir voru í lánasamningunum.

Það hlýtur þvi í besta falli að flokkast undir vanrækslu hjá stjórnvöldum, að semja um flutning gengistryggðra lána úr föllnu bönkunum yfir í þá nýju og fallast á ábyrgð vegna þess skaða sem stjórnvaldsaðgerðir gætu valdið. Hafandi undir höndum lögfræðiálit þess efnis að gengistryggðu lánin væru nær örugglega ólögmæt.


mbl.is Ellefu gengismál þingfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásetningurinn á bak við ráðningu ráðuneytisstjóra pólitískur ekki faglegur.

Það dylst fáum sem það vilja vita, að ráðning ráðuneytisstjóra í nýtt Atvinnuvega og nýsköpunnarráðuneyti, mun aldrei verða fagleg, heldur pólitísk.  Sé litið til boðaðs verklags verðandi ráðherra ráðuneytisins, Steingríms J. (hvað sem þetta joð nú þýðir) Sigfússonar.

En eftir Steingrími er eftirfarandi haft í fréttum RÚV: 

 

"Steingrímur J. Sigfússon sem verður ráðherra nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sagði í fréttum í gær að hvoru tveggja væri jafngilt að auglýsa embættið eða flytja embættismenn úr einu starfi í annað án þess að auglýsa. "


Samkvæmt þessu gætu ráðherrar framtíðarinnar sleppt því að auglýsa í stöður innan ráðuneyta sinna, þegar þær losna.

 Ráðherra sem ekki væri búinn að fylla kvóta sinn fyrir pólitíska aðstoðarmenn, gæti t.d. hæglega ráðið þann sem hann sjálfur vill, alveg óháð hæfni viðkomandi, í stöðu pólitísks aðstoðarmanns og fært hann svo til innan ráðuneytisins upp í stöðu ráðuneytisstjóra.

Hitt er svo aftur á móti annað mál, að um nýtt ráðuneyti með nýja kennitölu er að ræða, þó það sé samsett úr nokkrum eldri ráðuneytum. Það er því um nýtt, auglýsingaskylt starf að ræða. 

Boðað verklag Steingríms J. (hvað sem þetta joð nú þýðir) er því á mjög gráu svæði og síst til þess fallið að auka traust til  stjórnsýslu hins opinbera. 

Mér segir svo hugur að fagleg sjónarmið muni ekki búa að baki ráðningunni, heldur pólitísk. Sökum þess, á hversu viðkvæmu stigi  ESB-umsóknin er.

 Það er því nánast hægt að tala um pólitíska ráðningu og því allt eins líklegt að ráðuneytisstjórinn verði vart lengi í starfi, er nýir flokkar taka við stjórn landsins næstkomandi vor.

 


"Beinu lýðræði" snúið á haus.

Þegar rætt er um ráðgefandi þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs í haust, er talað um ,,beint lýðræði". Samkvæmt núverandi stjórnskipan, er hugtakinu ,,beint lýðræði" snúið á haus í þessu samhengi.

Samkvæmt núverandi stjórnskipan, gengur ,,beint lýðræði" út á það að þing eða forseti, spyr þjóðina um hvort hún sé sátt við e-ð mál, sem þingið hefur afgreitt.

Tillögur stjórnlagaráðs, hafa hins vegar ekki fengið efnislega meðferð í þinginu, ef undan er skilin, ein almenn umræða um þær í þinginu, þar sem þingið tók enga afstöðu til efnis þeirra.

Ráðgefandi þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs, getur því aldrei flokkast undir ,,beint lýðræði" nema Alþingi taki til þeirra efnislega afstöðu áður. Samþykki þær óbreyttar, breyttar eða þá bara hafni þeim með öllu.

Ráðgefandi þjóðaratkvæði, um mál sem þingið hefur ekki fengið til efnislegrar meðferðar eða tekið efnislega afstöðu til, er ekkert annað en fólskulaus árás á þingræðið.  Sér í lagi, þar sem beinlínis er ætlast til þess að efnisleg niðurstaða Alþingis verði á endanum, efnislega sú sama og úrslit hins ráðgefandi þjóðaratkvæðis býður upp á.


"Gleyminn" eða "lyginn" forsætisráðherra.

Fyrir ekki svo löngu sagði, forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, eitthvað á þá leið að auðvitað yrði þjóðaratkvæðið um ESB-samning bindandi.  Enda hefði ekki annað staðið til, frá upphafi.

Það vita það sennilega flestir, nema þá kannski forsætisráðherra og meðhlaupar hans, að þetta beinlínis rangt hjá ráðherranum.  

Þegar tillagan um aðildarumsóknina var þvinguð í gegnum þingið, var felld tillaga Sjálfstæðisflokksins um að kosið skyldi í bindandi þjóðaratkvæði, bæði um það hvort sækja skyldi um aðild að ESB  og ef það yrði samþykkt að þá yrði einnig kosið um aðildarsamninginn, bindandi kosningu í þjóðaratkvæði.  Var sú tillaga felld af þeim greiddu atkvæði með aðildarumsókninni.

Helstu rökin gegn bindandi kosningu voru þau, að það stórslys gæti átt sér stað, að þjóðin samþykkti ,,vondan" samning í þjóðaratkvæði.  Líkt og að samninganefndinni væri ekki treystandi til þess að landa ásættanlegum samningi.  Með sömu rökum væri þá hægt að óttast það, að þjóðin felldi ,,góðan" samning.  Þá snýst þetta einnig orðið um vantraust á þjóðina að geta, að geta ekki að lokinni kynningu á samningnum, metið hvort að um góðan eða slæman samning sé að ræða.

Samkvæmt þingsályktunartillögunni, sem enn er óbreytt, þá er gert ráð fyrir því að fram fari ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði, áður en þingið tekur samninginn til efnislegrar meðferðar.  Hið sama er reyndar upp á teningnum varðandi stjórnarskrármálið.

Yðar einlægur hefur bent aðildarsinnum á þá staðreynd, að ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði um mál, sem þingið hefur ekki tekið til efnislegrar meðferðar, má sín lítils gegn 48. grein  stjórnarskrárinnar, sem er eitthvað á þá leið, að þingmenn skuli fylgja sannfæringu sinni og engu öðru við afgreiðslu mála í þinginu.

Yðar einlægum hefur þá verið bent á, að sá þingmaður sem greiddi atkvæði, samkvæmt eigin sannfæringu, gegn niðurstöðu ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðis, væri beinlínis galinn eða heimskur að greiða atkvæði með þeim hætti, þó sannfæring hans byði honum að gera svo.

Það er því ekkert annað en fólskuleg árás á þingræðið í landinu, að nánast ætla þinginu að þvinga sína sannfæringu að niðurstöðu ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðis, sem í rauninni hefur sama vægi og hver önnur skoðannakönnun.

 Þjóðaratkvæðinu hefur alltaf verið ætlað að vera, áður en þingið tekur mögulegan aðildarsamning til efnislegrar meðferðar.  Þá blasir það við að sé það rétt sem forsætisráðherra segir um bindandi kosningu um samninginn, að þingræðinu sé þar kastað enn lengra út í hafsauga.  

Enda væri engin ástæða eða þörf fyrir efnislega meðferð málsins í þinginu, lægi fyrir samþykkt eða synjun samningsins í ,,bindandi" þjóðaratkvæði.  Málið væri þá afgreitt, áður en það kæmi til kasta þingsins. 


Lýðskrum fyrir allan peninginn.

Enn og aftur ljáir Ólína Þorvarðardóttir máls á hinu skrumsvædda áhugamáli sínu, að leggja uppgjafamál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í dóm þjóðarinnar.  Áður en að til þess bær aðili, löggjafarþing þjóðarinnar leiðir það til lykta.

http://blog.pressan.is/olinath/

Það er nú bara einu sinni þannig, að spurningar um stjórn fiskveiða, sem bornar yrðu upp í ráðgefandi þjóðaratkvæði, yrðu allar með miklum fyrirvörum. Fyrir það fyrsta yrði að vera fyrirvari um að niðurstaðn stæðist stjórnarskrá. Síðan yrðu að vera fyrirvarar um þjóðhagslega hagkvæmni o.s.f.v.

Það er því líklegt að endanlegar lyktir málsins, yrðu á allt annan veg en ráðgjöf þjóðarinnar. Það mætti því segja, að með þessu verklagi, væri lýðræðislegur réttur fólks misnotaður, til þess eins að hafa það að fíflum.

Eina raunhæfa leiðin til þess að kjósa um framtíðarskipun á stjórn fiskveiða, er í gegnum þingkosningar. Þar kynna flokkarnir sína sýn á málið og fá atkvæði, væntanlega í hlutfalli við það, hversu vel þjóðinni líst á ,,sýn" hvers flokks fyrir sig. 

Sá vandi sem núverandi stjórnarflokkar eru í með framtíðarskipan á stjórn fiskveiða, hefur ekkert með LÍÚ, Moggann og stjórnarandstöðuna að gera.

 Vandinn liggur fyrst og fremst í því, að sú framtíðarsýn sem stjórnarflokkanir höfðu á stjórn fiskveiða í undanfara síðustu kosninga var villusýn. Líkt og ótal matsgerðir og úttektir, bæði leikra og lærðra sem til málaflokksins þekkja, hafa bent á. 

Stefna stjórnarflokkanna beið eingöngu skipsbrot fyrir þeirra eigin þvergirðingshátt og lýðskrum sem grundvallaðist fyrst og fremst upp á pólitískum rétttrúnaði og valkvæðri vanþekkingu á afleiðingum stefnu sinnar.


Voru slagorð Þóruframboðs, bara merkingarlaust orðagljálfur?

Þegar Þóra var ekki of upptekin af því að afneita, eða svara fyrir pólitískan feril sinn, var orðum eins og sátt og sameingu haldið hátt á lofti.  Bæði af henni sjálfri og stuðningsmönnum hennar.

Það er því ótrúlegt að upplifa í dag, sáningu illynda og ósáttar úr ranni stuðningsmanna Þóru, vegna úrslita lýðræðislegra kosninga.

Í fullkomnum heimi er auðvelt að skapa sátt og samlyndi um alla mögulega og ómögulega hluti.  Það er hins vegar kúnst að ná slíku fram, þegar hlutirnir fara öðruvísi en að var stefnt. 

Það er varla annað hægt en að meta það sem svo, að í ljósi viðbragða Þórunga við úrslitum lýðræðislegra kosninga, að svokallaður sátta og sameiningartónn,hafi glumið hátt og falskt úr tómri tunnu. 


mbl.is Nýbökuð móðir viðurkennir ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki frekar úttekt á ráðningarferlum hins opinbera?

Það þarf kannski að benda Stefáni og öðrum varðsveinum og meyjum Jóhönnu á, að þegar umsóknarfresti lauk, þá voru fimm valdir samkvæmt lögformlegu verklagi, við ráðningar forstöðumanna hjá hinu opinbera.

 

 Í  því vali voru Anna og sá sem stöðuna fékk, nánast jöfn í fyrsta og öðru sæti og hefði því átt að bjóða Önnu stöðuna, samkvæmt því lögformlega mati og jafnréttislöggjöfinni. Þar sem það hallaði á konur í fjölda forstöðumanna hjá ríkinu.

 

Hæfnisnefndin ákvað hins vegar að taka málið lengra og setti þau fimm sem eftir stóðu, í huglægt hæfnismat, sem ekkert lögformlegt gildi hafði. 

 

Í því huglæga mati, féll Anna niður um þrjú sæti.

Kærunefndin gat hins vegar ekki tekið afstöðu til hins huglæga mats, þar sem það hefur ekkert lögformlegt gildi, auk þess sem að niðurstöður þess, hljóta alltaf að vera mismunandi, eftir því hver framkvæmir það, ólíkt hinu lögformlega mati. 

 

Vegna jafnréttislöggjafarinnar, er ekki hægt að framkvæma þetta huglæga mat, hjá hinu opinbera, standi valið á milli einstaklinga af sitthvoru kyninu. Þó vissulega væri hægt að kalla það ,,faglegt" og allt það. Það þarf bara að vera fyrir lagaheimild til þess, sem ekki var fyrir hendi í þessu tilfelli.

 

Hvernig hefði Forsætisráðuneytið, með sérstakan sérfræðing í jafnréttismálaum átt að svara gagnrýni, hefði Anna verið ráðin?
Nú það hefðu verið hæg heimatökin að vitna í jafnréttislögin.

 

 Það væri því nær, að gerð yrði úttekt á ráðningarferlum hins opinbera, úr því að ekki er hægt að ráða í störf, með faglegum hætti, standi valið á milli einstaklinga, af sitthvoru kyninu.  Í stað þess að snúa öllu á hvolf og skammast í fólki sem vinnur sína vinnu, samkvæmt landslögum.

 

 Ef að lögin henta ekki eða eru ekki nógu góð, þá á að breyta þeim. Ekki brjóta þau.


mbl.is Vill úttekt á kærunefnd jafnréttismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NATO ræðst ekki á Sýrland, nema með samþykki íslensku þjóðarinnar.

Allt frá því að Íraksstríðið hófst, hafa sprottið upp umræður í vandlætingartóni, vegna þess að þeir Halldór og Davíð, lýstu í nafni þjóðarinnar, stuðningi við það stríð með því að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða.  Án þess að tala við kóng eða prest, þ.e. að hafa ekki haft samráð við þing eða Utanríkísnefnd þingsins.  

Það má svosem alveg gagnrýna þá ákvörðun Halldórs og Davíðs.  En hafa ber þó í huga að á þeim tíma var starfhæfur öruggur stjórnarmeirihluti í landinu, annað en nú er og því nokkuð ljóst að þingið hefði gefið grænt ljós á þessa ákvörðun.  Auk þess sem að stuðningur þessi, hafði ekkert að gera með það, hvort stríðið yrði háð eða ekki.

Það mun hins vegar, án efa, koma til tals á neyðarfundi NATO á þriðjudaginn, að ráðist skuli á Sýrland, vegna þess að Sýrlendingar skutu niður tyrkneska orustuþotu á dögunum.  Enda segir svo í sáttmála NATO, að árás á eitt aðildarríki NATO jafngidli árás á þau öll.

Stuðningur íslenskra stjórnvalda, við þá tillögu mun hins vegar ráða baggamuninn, hvort NATO ráðist á Sýrland eður ei.  Enda hafa Íslendingar líkt og aðrar aðildarþjóðir NATO, neitunnarvald innan samtakana.  Semsagt ef íslenski fulltrúinn segir nei við tillögunni, þá mun NATO EKKI ráðast á Sýrland.    Sama staða var uppi er NATO réðst á Líbýju.  Íslensk stjórnvöld höfðu það í rauninni í hendi  sér, hvort NATO réðist á Líbýju eða ekki.

Sú ákvörðun var hins vegar tekin án alls samráðs.  Meira að segja samstarfsflokkur utanríkisráðherra, Vg. vissi ekki af ákvörðun fastafulltrúans, þó vissulega væri hún afdrifaríkari, en stuðningurinn við Íraksstríðið á sínum tíma.   Enda stuðningurinn við Íraksstríðið, miklu fremur ,,móralskur", heldur en hluti af einhverju ákvarðanaferli varðandi það stríð.

Það hlýtur því að vera borðleggjandi, að í ljósi gagnrýni stjórnarflokkanna á ákvörðun fyrri stjórnvalda vegna Íraksstríðsins, að Utanríkismálanefnd þingsins eða jafnvel þingið sjálft verði kallaða saman, til þess að ræða, hvaða ákvörðun skuli taka.

Eða er það bara eðlilegt að Össur taki einn ákvörðun um stuðning við árás á Sýrland, í nafni íslensku þjóðarinnar? 


mbl.is Tyrkland leitar til NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir um skort á athugasemdum .

Við blogg mitt hér neðar á síðunni  "Faglegt dómgreindarleysi", birtist skondin athugasemd. Þar kýs fyrrum Fésbókarvinur minn, hinn síkáti Grindjáni, Björn Birgisson, að gera athugasemd við skort á athugasemdum, við bloggskrif mín.  

Lýsir hann jafnvel áhyggjum sínum yfir því, að vegna skorts á athugasemdum við bloggskrif mín, þá hljóti Moggabloggið að vera í andaslitrunum.  

Nú er það svo, að yðar einlægur hefur stundum látið það vera að skrifa blogg, svo dögum eða vikum skiptir.  Samt sem áður, þá hefur gamla góða Moggabloggið verið til staðar, er ég sný aftur í bloggheima.  Það er því varla hægt að mæla lífslíkur Moggabloggsins á því, hvort að einhver sjái sig knúinn til þess að gera athugasemdir við bloggskrif mín.

Fyrir mér, þá eru bloggskrif mín, til þess eins að koma frá mér skoðunum mínum og hugsunum, um hin ýmsu málefni.  Ekki til þess að hrúga að mér stórri ,,já-hjörð" eða einhverju þess háttar.  

Ég hef enga þörf fyrir það, að um mig safnist einhver ,,já-hjörð", sem hneigi sig og bukti við skrif mín. Veit ég þó af þó nokkrum sem lesa skrif mín reglulega og líkar þau vel, þó svo þess sé ekki getið í athugasemdakerfi bloggsins.

Eins og áður sagði, þá eru þessi bloggskrif mín, fyrst og fremst ætluð til þess, að koma frá mér því sem er að hugsa hverju sinni og skoðunum mínum á mönnum og málefnum.   Auðvitað gæti hrúgað að mér athugasemdum, með því að skrifa texta, fullan af rangfærslum, uppnefningum og fleiru sem vakið gæti hörð viðbrögð annarra.  En ég hef bara ekkert við slíka athygli að gera og veit í rauninni ekki hvernig slík athygli ætti að vera mér og Moggablogginu til framdráttar.

En eins og komið hefur fram, þá erum við Björn Birgisson, fyrrum Fésbókarvinir.  Hann sjálfur bað um vináttu mína, sem að ég samþykkti með glöðu geði.  Enda margt skemmtilegt sem Björn skrifar, þó svo að í fæstum tilfella sé ég sammála honum.  Reyndar tel ég okkur ekki vera nálægt hvor öðrum hvað skoðanir varðar, nema þá í málefnum sjávarútvegsins.

Það var jú einmitt ástæða þess, að yðar einlægur lenti undir fallexi Grindjánans á Facebook, að ekki gat hann gengið nógu fallega í takt við Grindjánann og var jafnan, með röngu, kallaður hægri öfgamaður og fleira sem að svokallaðir jafnaðarmenn, líta á sem dauðasök.

Engu að síður, ber ég virðingu fyrir Birni sem persónu og hans skoðunum, þó mikið greini þar á milli.  En varla er sú virðing gagnkvæm, úr því að vera mín á Fésbókarsíðu kappans, varð honum ofviða.  Mér getur þó, engu að síður, ekki verið meira sama.  Enda vil ég ekki að minn kæri Björn finni fyrir einhverjum ónotum, við það eitt að bera fyrir mér lágmarks virðingu og skoðunum mínum. 

Lifið heil. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband